Heitavatnseftirlit fyrir Húsfélag Alþýðu
Verkfræðistofan Vista setti nýverið upp orkueftilitskerfi í byggingum á vegum Húsfélags Alþýðu.
Settir voru saman 6 kassar með þar til gerðum mælibúnaði og þeim komið fyrir hverjum mismunandi byggingum á vegum félagsins. Kassarnir voru svo tengdir við nema sem fylgjast með bæði bakrásarhitastigi og rennsli.
Mæligögninin er nú send í VDV mælikerfi Vista. Í kerfinu má fylgjast með notkun og breytingum í rauntíma og greina notkunarsögu ýtarlega. Kerfið nýtist því bæði til að koma hratt auga á bilanir auk þess sem hægt er að finna tækifæri til að stilla kerfið betur, minnka vatnsnotkun og auka sparnað.