FYRSTA FLOKKS ÞJÓNUSTA FRÁ 1984

Verkfræðistofan Vista ehf var stofnuð árið 1984. Í upphafi voru verkefnin tengd sjálfvirkni og rafmagni, einkum í fiskimjölsiðnaði. Síðar þróuðust verkefnin og tóku breytingum, eftir því sem breytingar urðu í tæknigreinum. Nú eru verkefni stofunnar fyrst og fremst eftirfarandi:

  • Stjórn og eftirlitskerfi fyrir veitur og allan iðnað
  • Umhverfismælingar
  • Sjálfvirk mælikerfi fyrir allar mælingar
  • Orkueftirlitskerfi og ráðgjöf í orkunotkun
  • Gagnasöfnun frá mælitækjum og rekstur vefþjónustu fyrir allar mælingar
  • Hugbúnaðargerð og búnaður fyrir mælikerfi og sjálfvirkni
  • Rekstur tölvuseturs sem sækir mæligögn sjálfvirkt í mælitæki og setur á vefsíðu

Má segja að Vista hafa tekið þátt í hlutaneti (IOT) áður en það var skilgreint sem hugtak.

VERKFRÆÐISTOFAN VISTA

Kennitala: 531115-0740
Sími: 587-8889
Fax: 567-3995
Tölvupóstur: vista(hja)vista.is
Framkvæmdastjóri: Heiðar Karlsson
Heimilisfang: Bíldshöfða 14, 2 hæð, 110 Reykjavík
Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740