SJÁLFSTÝRÐ OG HANDSTÝRÐ GÖTULJÓS

Sveitarfélög og stærri fyrirtæki sem eru með eigin götulýsingu þurfa að sjá til þess að ljós kveikni þegar dimmir og slökkni þegar birtir af degi.

Stjórnkerfi fyrir götulýsingu þarf að vera sveiganlegt og leyfa frávik. Auk þess þarf að vera hægt að kveikja götuljós og slökkva þegar viðhaldsvinna stendur yfir að degi til. Verkfræðistofan Vista hefur þróað götuljósastýringar sem eru í gangi og nota einfaldar og ódýrar aðferðir til fjarstýringa. Hafið samband og leitið upplýsinga.

GÖTULJÓSASTÝRING

  • Íslensk götuljósastýring

    Vista hefur hannað alíslenska götuljósastýringu, þar sem auðvelt er að setja upp virkni stýringarinnar og hægt að setja upp margar mismunadi stöðvar og götuskápa.  Þessi stýring er m.a. notuð í Hafnarfirði og Grindavík með góðum árangri.

    Upplýsingar um stöðu götuljósakerfis birast á yfirlitsmynd. Þar kemur einnig fram hvort kerfið er í handstýringu eða sjálfstýringu. Þegar kerfi er í handstýringu er hægt að kveikja og slökkva á einstaka stöðvum.

    Í viðvöranaglugga er hægt að sjá yfirlit yfir viðvaranir sem borist hafa frá öllum stöðvum.

    Hægt er að nota marga vaktmenn í kerfinu, sem fylgjast með stýringunni og geta stýrt einstaka stöðvum, t.d. við ljósaperuskipti. Notaður er aðuðveldur innsláttargluggi til að bæta við vaktmanni, auðvelt er að gera breytingu á vaktmönnum.

Vista býður upp á götuljósastýringu sem er einföld og sveigjanleg í rekstri

HAFÐU SAMBAND

FRÉTTIR

Verkfræðistofan Vista Lynghálsi 9 110 Reykjavik | Kennitala: 620102-3260