Gleðileg Jól
Starfsfólk Vista óskar viðskiptavinum sínum, og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.Við þökkum ánægjuleg samskipti á árinu.

Árið 2020 fer svo sannarlega í sögubækurnar sem eitt það mest krefjandi í langan tíma. Heimsfaraldurinn hefur sett allt okkar daglega líf úr skorðum og margir hafa átt um sárt að binda.
Nú lítur sem betur fer út fyrir að lausn sé í sjónmáli og við getum látið okkur hlakka til komandi árs með betri tíð innan seilingar.
Við hjá VISTA getum þrátt fyrir allt þakkað fyrir gott ár. Okkar frábæra starfsfólk hefur staðið sig vel í að aðlagast að breyttum aðstæðum og allir hafa lagt sitt af mörkum til þess að daglegur rekstur hafi haldist í réttum skorðum.
Við lítum björtum augum til nýs árs. Það er margt spennandi í farvatninu hjá VISTA og tækifærin víða.
Við sendum hugheilar jólakveðjur til allra okkar viðskiptavina með von um gott og gjöfult nýtt ár.

Þórarinn Örn Andrésson
Framkvæmdarstjóri VISTA