Gervigrasvöllur Varmá – Stýring á heitavatnsnotkun
Verkfræðistofan Vista, í samstarfi við Mosfellsbæ, hefur sett upp orkustýringarkerfi til að stýra heitavatnsnotkun fyrir gervigrasvöllinn við Varmá.
Kerfinu er ætla að tryggja sem hagkvæmasta nýtingu á heitu vatni sem notað er við snjóbræðslu. Mosfellsbær tryggir þannig hagkvæma nýtingu á heitu vatni og kemur í veg fyrir orkusóun. Með þessu fyrirkomulagi er hægt að stuðla að meiri sjálfbærni í rekstri. Allt eftirlit með orkunotkun verður sýnilegt í vefkerfi Vista. Umsjónaraðilar á gervigrasvellinum geta á auðveldan hátt séð hvort snjóbræðslan sé virk með því að fylgjast með raunstöðu á vellinum í gegnum vefmyndavélar eða með því að skoða virkni á vefnum.
Gervigrasvöllurinn við Varmá bætist við þann stóra hópa gervigrasvalla sem eru í eftirliti og stýringu hjá Vista Verkfræðistofu.
Sérfræðingar Vista hefa áralanga reynslu af því að ná fram hagkvæmni í rekstri með því að spara í orkunotkun og ná þannig allt að 40% sparnaði við rekstur.
Láttu okkur hjálpa þér að ná tökum á orkunotkun.
