SJÁLFSTÝRÐIR OG FJARSTÝRÐIR VELLIR LÁGMARKA HEITAVATNSNOTKUN

Gervigrasvellir eru velflestir með upphitun og er haldið auðum og frostfríum allan veturinn. Kostnaður við upphitun getur auðveldlega farið úr böndunum. Með reyndum stjórnbúnaði frá Vista er hægt að gera hvoru tveggja: Halda rekstrarkostnaði í lágmarki og bæta nýtingu vallarins.

Verkfræðistofan Vista annast hönnun á öllum rafbúnaði og sjálfstýringum svo og fjareftirlit og fjarstýringar fyrir daglegan rekstur. Með vefaðgangi að stjórnkerfi getur umsjónarmaður aukið við hita þegar þarf og dregið úr þegar það er óhætt. Þessi sveiganleiki í stjórnun er mikilvægur þegar haft er í huga að heitavatnsnotkun gervigrasvallar getur auðveldlega verið jafnmikil og hjá 3-5 framhaldsskólum. Gervigrasvallastjórnkerfi Vista eru þrautreynd, þau aðlaga hitagjöf að umhverfishita, eru með breytileg upphitunarstig og leyfa lægra öruggan rekstur við lægra hitastig þegar aðstæður leyfa með tilheyrandi lækkun rekstrarkostnaðar. Veðurmælingar koma frá veðurkerfum Vista, sjá hér á öðrum stað.

ÝMIS VERKEFNI

  • ÍR völlur

    Gervigrasvöllur ÍR var tekinn í notkun árið 2007.  Hann er útbúinn með fullkomnu gervigrasvallastjórnkerfi frá Vista ásamt fjarmælingum og fjarstýringu.

  • Gervigrasvöllur Fram í Úlfarsárdal

    Þessi gervigrasvöllur var tekinn í notkun 2012.  Auk gervigrasvallarstjórnkerfis frá Vista er hann búinn vefmyndavél þannig að hægt er að stjórna hitagjöf úr fjarlægð og fylgjast með árangrinum með lágmarksfyrirhöfn.

  • Aðrir gervigrasvellir

    Alls er tæpur tugur gervigrasvella með stjórnkerfi frá Vista ásamt fjarmælingum og fjarstýringum.  Rekstur þessarra valla er farsæll og heitavatnsnotkun minni en áður.

Með eftirlitskerfi Vista er hægt að spara mikla fjármuni

HAFÐU SAMBAND

FRÉTTIR

SamorkaSamorka
Verkfræðistofan Vista Bíldshöfa 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740