HEILDARLAUSNIR FYRIR FRÁVEITUR MEÐ STÝRINGUM OG MÆLINGUM
Vel rekin fráveitukerfi eru ein af undirstöðum nútímalífs. Þeim er fyrst veitt athygli ef eitthvað bjátar á. Mikilvægur þáttur í vel reknu fráveitukerfi er fjareftirlit.
Fráveituþjónusta Vista snýr að hönnun á rafbúnaði öllum svo og fjargæslubúnaði fyrir daglegan rekstur fráveitukerfa. Þar má nefna kraftrafmagn fyrir dælur og annan búnað, allt fjareftirlit og stýringar á dælum þannig að afköst séu hæfileg. Tilgangurinn með búnaðinum er að einfalda rekstur fráveitukerfa þannig að umsýsla minnki og að reksturinn verði jafnframt öruggari. Oft er settur hitanemi í þrónna sem á rigningardögum gefur vísbendingu um magn af yfirborðsvatni sem kemur inn í fráveitukerfið; slíkar upplýsingar má bera saman við regnupplýsingar frá næstu veðurstöð. Oft er sett fjareftirlit á eldri fráveitukerfi í þeim tilgangi að einfalda umsýslu og bæta stórkostlega alla yfirsýn. Verkfræðistofan Vista og K. Tómasson ehf bjóða sameiginlega heildarlausnir fyrir fráveitukerfi þar sem innifalið er daglegur rekstur og allt viðhald.