HEILDARLAUSNIR FYRIR FRÁVEITUR MEÐ STÝRINGUM OG MÆLINGUM

Vel rekin fráveitukerfi eru ein af undirstöðum nútímalífs. Þeim er fyrst veitt athygli ef eitthvað bjátar á. Mikilvægur þáttur í vel reknu fráveitukerfi er fjareftirlit.

Fráveituþjónusta Vista snýr að hönnun á rafbúnaði öllum svo og fjargæslubúnaði fyrir daglegan rekstur fráveitukerfa. Þar má nefna kraftrafmagn fyrir dælur og annan búnað, allt fjareftirlit og stýringar á dælum þannig að afköst séu hæfileg. Tilgangurinn með búnaðinum er að einfalda rekstur fráveitukerfa þannig að umsýsla minnki og að reksturinn verði jafnframt öruggari. Oft er settur hitanemi í þrónna sem á rigningardögum gefur vísbendingu um magn af yfirborðsvatni sem kemur inn í fráveitukerfið; slíkar upplýsingar má bera saman við regnupplýsingar frá næstu veðurstöð. Oft er sett fjareftirlit á eldri fráveitukerfi í þeim tilgangi að einfalda umsýslu og bæta stórkostlega alla yfirsýn. Verkfræðistofan Vista og K. Tómasson ehf bjóða sameiginlega heildarlausnir fyrir fráveitukerfi þar sem innifalið er daglegur rekstur og allt viðhald.

DÆMI UM GÓÐA VIRKNI FJARGÆSLU Í FRÁVEITUM

  • Yfirsýn yfir fráveitukerfi bæjarfélaga

    Fyrir fráveitukerfi bæjarfélagana á höfuðborgarsvæðinu hefur Vista sett upp kort fyrir hvert bæjarfélag fyrir sig sem sýnir stöðu mála í hverri stöð.  Með þessu móti fæst heildaryfirsýn yfir allar stöðvar á einum stað.  Þar kemur strax fram hvort viðkomandi dælustöð/-brunnur er í lagi eða með viðvörun.  Rautt merki er á viðkomandi stöð ef bilun er virk.  Samhliða þessu eru sendar út vel skilgreindar viðvaranir í SMS-formi og/eða í tölvupósti til þeirra aðila sem viðkomandi sveitarfélag óskar (vaktmanna).

  • Leki inn í fráveitukerfin

    Með notkun fjargæslubúnaðs Vista hefur t.d. komið í ljós að leki hefur komið inn í fráveitustöðvar sem ollu því að dælur gengu lengur og fleiri dælur voru í gangi en nauðsynlegt var.  Á einum stað lá skolprör við fjöruborð og sjór flæddi inn í rörið þegar það var hásjávað (flóð).  Þetta sást greinilega í fjargæslukerfinu þegar borin voru saman sjávarhæðir og dælugangur, þ.e. kwh-notkun í stöðinni.  Með lagfæringu á viðkomandi röri sparaðist mikill rafmagnskostnaður sem hefði annars farið í að dæla sjó áfram í fráveitukerfinu.

Við höfum verið í mælingum og rekstri fráveitukerfa síðastliðin 20 ár og vitum um hvað málið snýst.

HAFÐU SAMBAND

FRÉTTIR

Vista eftirlit
Vista mælir loftgæði Bíldudal.
Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740