Hvað er GNSS?
GNSS (Global Navigation Satellite System) er samheiti yfir öll gervihnattaleiðsögukerfi sem veita staðsetningar-, leiðsögu- og tímasetningarþjónustu hvort sem hún er staðbundin eða nær yfir allan heim.
Innan GNSS er bandaríska kerfið GPS (Global Positioning System) algengast og mest þekkt. Einnig eru nokkur önnur kerfi í notkun: Rússneska herkerfið er til dæmis kallað GLONASS (Global Orbiting Navigation Satellite System). Kína hefur þróað kerfi sem kallast BeiDou-2, og evrópska kerfið heitir Galileó. Það sem greinir þessi kerfi hvert frá öður er t.d. mismunandi fjöldi gervihnatta í hverju kerfi, braut gervihnattanna umhverfis jörðu og sú fjarskiptatíðni sem hvert kerfi notar til samskipta.
Hvernig virkar GNSS
Tæki sem nýta sér GNSS vinna út frá því að fá staðsetningarupplýsingar og tímasetningar með aðstoð frá gervihnöttum svo hægt sé að reikna út staðartíma og staðsetningu á jörðinni. Gervihnettirnir eru á braut umhverfis jörðu og senda stöðugt upplýsingar um staðsetningu sína. Flestir GNSS móttakarar eru byggðir upp með loftneti og vinnslueiningu. Loftnetið tekur á móti gervihnattamerkjum á meðan vinnslueiningin vinnur með upplýsingarnar og breytir þeim í breiddar- og lengdargráður. Til að fá sem bestu staðsetningu þarf að minnsta kosti þrjá gervihnetti með mismunandi staðsetningu þar sem allt kerfið byggir á tímasetningu. GNSS móttakarar eru því notaðir til leiðsögu, staðsetningarmælinga, tímamælinga og sem taktgjafar í raforku- og fjarskiptakerfum.

Gervihnattaleiðsögukerfi
Hvar er GNSS notað
GNSS staðsetningar búnað er hægt að nota við margar mismunandi aðstæður hvort sem þær eru í iðnaði eða tómstundum.
GNSS búnaður er hægt að nota í byggingariðnaði, við námuvinnslu og landbúnað. Í landbúnaði hefur GNSS komið að góðum notum þegar kemur að því að stýra tækjum sjálfvirkt eða með sjónrænum hjálpatækjum.
GNSS búnaður hefur einnig verið notaður til þess að aðstoða keppnishjólreiðamenn í þar til gerðum hjólatölvu sem notaður hefur verið til að skipuleggja fyrir fram ákveðna hjólaleiðir.
Göngufólk og annað gangandi fólk getur nýtt sér GNSS til fjallgöngu. Einnig getur GNSS staðsetningarbúnaður komið að góðum notum ef um björgun á fjöllum á slösuðum göngumönnum.
Á Íslandi er meðal annars stuðst við GNSS búnað til þess að fylgjast með fleka hreyfingum, þar sem þeir færast að meðaltali um 1 cm frá hvor öðrum á hverju ári.
Vörur sem Mælibúnaður býður upp á með GNSS eru meðal annars:
Topnet Live er rauntíma GNSS leiðréttingarþjónusta frá Topcon sem skilar hágæða gögnum til GNSS viðtaka um allan heim. TopNET live kerfi GNSS er aðgengilegt í gegnum áskrift og hentar við t.d. landmælingar, smíði, GIS (Landupplýsingakerfi) og landbúnað.
Topcon HiPer VR er fyrirferðarlítill, léttur og hannaður til að þola jafnvel erfiðustu aðstæður. HiPer VR er hátæknibúnaður sem dugar við GNSS leiðréttingu við íslenskar aðstæður. Hann er frá hinum heimsþekkta framleiðand TOPCON. Alhliða rakningartækni fyrir öll gervitungl og merki (GPS, GLONASS, Galileo, Beidou, IRNSS, QZSS, SBAS). Hátækni, fjölhæfur GNSS móttakari. Góðir hlutir í litlum pakka!