Internet hlutanna

Vista Internet Hlutanna

Undanfarið hefur Internet hlutanna (e. Internet of Things/IoT) verið mikið í umræðunni og má segja hugtakið sé eitt af þessum „buzz” orðum sem allir ráðgjafar og sérfræðingar hafa verið að fjalla um á ráðstefnum undanfarin ár. Internet hlutanna er í raun mjög gamalt fyrirbæri. Fyrirtæki hafa verið að safna gögnum um rekstur eða ástanda búnaðar síðan iðnbyltingin hófst. Sá þáttur sem hefur í raun komið þessari nýju byltingu af stað er aðgengi að hröðu internet og tilkoma nýrrar tækni og fullkomnari mælibúnaðar. Allt þetta hefur orðið til þess að mun ódýrara er að mæla allt á milli himins og jarðar. Framfarir í fjarskiptum hafa líka skipt sköpum; 3G, 4G, Narrowband, LoRaWan og svo er 5G rétt handan við hornið!

Einstaklingar hafa tekið Interneti Hlutanna með opnum örmum og flestir hafa nú á heimilum sínum einhverskonar tæki sem skrá niður það sem þykir áhugavert. Hver er t.d. ekki að skrá niður hvað hann hleypur langt og hratt? Sjálfur er ég t.d. með loftgæðamæli frá Vista/Mælibúnaði á mínu heimili þar sem ég get fylgst með loftgæðum með tæki frá Awair. Þannig get ég séð hver mín loftvist er, eitthvað sem skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að lífsgæðum okkar og heilsu.

Vista lausnir fyrir fyrirtæki

Við hjá Vista höfum verið að hrærast í miðju Interneti hlutanna í gegnum tíðina með sérhæfðum lausnum sem mæla t.d. hitastig, þrýsting, sýrustig, vindhraða og vatnsmagn svo eitthvað sé nefnt. Má segja að Vista hafi í raun verið að vinna í Interneti Hlutanna áður en það varð jafn almennt í umræðunni og það er nú.

Hugbúnðarlausn Vista (Vista Data Vision) getur tekið við gögnum frá mörgum mismunandi skynjurum eða mælitækjum frá flestum framleiðendum. Þannig er tryggt að fyrirtæki hafi aðgang að öllum þessum gögnum á miðlægum stað og að heildaryfirsýn sé tryggð. Fyrirtæki geta þannig brugðist hratt og örugglega við ef upp koma t.d. bilanir eða orku- eða vatnsnotkun hefur aukist verulega. Þannig má koma í veg fyrir t.d. orkusóun eða leka í vatnskerfum og spara stórar fjárhæðir auk þess að öll heildarsýn verður skýrari og gagnsærri.

Heiðar Karlsson
Forstöðumaður Viðskiptaþróunar
heidar@vista.is

Sviðsstjóri óskast

Vista er að bæta í hópinn og leitar að sviðsstjóra til að stýra öflugu teymi fyrir innanlandsmarkað. Verkefnin eru fjölbreytt og tækifærin mikil.

Nánari upplýsingar gefur Þórarinn Örn, framkvæmdastjóri í síma 587 8889.

Umsóknir skulu sendar á vista@vista.is fyrir 31 júlí 2020.

Hugbúnaðaruppsetning í tveim stærstu stíflum Víetnam

Í maí síðastliðnum ferðaðist Ólafur Haukur til norðurhluta Víetnam. Ferðalagið var langt en eftir 20 klst flug til Hanoi þurfti 9 tíma keyrslu í fjallahéruðum Víetnam til að komast á áfangastað.

 

Verið að vinna í VDV. Hér má sjá aðgangsíðuna fyrir kerfið.

Verkefnið var að setja upp og kenna starfsfólki tveggja vatnsaflsvirkjanna á VDV, mælihugbúnað Verkfræðistofunnar Vista. Um var að ræða tvær stærstu stíflur Víetnam, Lai Chau (1200 MW) sem er þriðja stærsta stífla Víetnam og Son La (2400MW) sem er sú stærsta. Hvor stífla um sig hefur yfir 1000 nema sem eru meðal annars notaðir til að fylgjast með sprungum í steypu, leka undir eða meðfram stíflunni og halla stíflunnar. Ólafur Haukur Pétursson hugbúnaðarsérfræðingur Vista sinnti verkefninu frá upphafi til enda en vegna tungumálaörðuleika var fenginn túlkur til að aðstoða Ólaf við kennsluna.

 

Um 300km eru á milli stíflanna en þær eru samt sem áður á sama innanhúsneti. Þetta gerir það að verkum að auðvelt er að flytja gögn í rauntíma frá báðum stíflunum yfir í höfuðstöðvar fyrirtækissins sem eru staðsettar við aðra stífluna. VDV var því sett upp á netþjón í höfuðstöðvunum sem sá um að geyma, birta og meðhöndla öll þau mæligögn sem komu inn.

Ólafur Haukur ásamt nemendum og túlki

Ólafur var 5 daga á svæðinu og allir dagarnir voru vel nýttir. Bæði uppsetningin á kerfinu og kennslan gekk vonum framar. Í lok ferðarinnar var kerfið tilbúið og viðskiptavinurinn gat skoðað rauntíma gögn fyrir báðar stíflurnar í einu og sama kerfinu. 9 starfsmenn orkufyrirtækisins voru á námskeiðinu og útskrifuðust þeir allir úr VDV-skólanum.

 

6 x 400MW túrbínur.
Ef vel er að gáð má sjá 2 starfsmenn sitja í einni skrifstofunni neðst.

Hérna má sjá staðsetningu stíflanna.