Hjólreiðatalningar

HJÓLREIÐAR OG AÐRIR VISTVÆNIR FERÐAMÁTAR

Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri kosið að ferðast um á vistvænan máta á Íslandi. Fólk vill fara um gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum. Þetta eru vistvænir ferðamátar sem hafa góð áhrif á umhverfið, lífsgæði og lýðheilsu. Þá hafa verið sett fram átök hjá borgaryfirvöldum til þess að koma til móts við þær áskoranir sem felast  í að bæta vistvænan ferðamáta til dæmis með uppbyggingu hjólastíga, vetrar viðhalds sem gerir fólki kleift að ferðast um allt árið sem og stuðlar að betri borg. Þessir þættir eiga að stuðla að því að loftgæði verði betri og bílaumferð minni.
Aðrar áskoranir eru á sama tíma að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað sem hefur falið í sér meiri umferð, tafir í bílaumferð og verri loftgæði. Með því að leggja áherslur á vistvænan ferðamáta er stuðlað að því að draga úr einkabílum og breyta ferðavenjum fólks. Til þess að koma til móts við vistvænar ferðavenjur þurfa aðstæður að vera hvetjandi fyrir borgarbúa. Það er hægt með lagningu aðskildar göngu og hjólastíga, bætir aðstæður hjólandi og eykur öryggi vegfarenda.

Framtíð hjólandi og gangandi umferðar á Höfuðborgarsvæðinu

Til eru áætlanir og markmið sem sett hafa verið fram varðandi aðgengi gangandi og hjólandi. Þær áætlanir sem eru í gangi eru Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021–2025 og Sáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu 2020 til 2034  og fela þessar áætlanir í sér að gera Höfuðborgarsvæðið að betri borg með góðum vistvænum ferðamátum.

Í svæðiskipulagi höfuðborgarsvæðisins kemur meðal annars fram að göngu- og hjólaleiðir eigi að tengja höfuðborgarsvæðið saman og á sama tíma mynda heildstætt kerfi göngu- og hjólastíga sem tengja Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar saman.

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur er leiðar­vísir í eflingu hjól­reiða og uppbyggingu hjól­reiða­innviða. Með þessari áætlun vill Reykjavíkurborg auka fræðslu og þekkingu á hjólum og fjölga þeim sem hjóla til og frá vinnu. Þá á bæta þjónustu fyrir vetrarþjónustu á stígum og hvetja til hjólreiða óháð aldri, getu og efnahag.

Markmið sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.

Með þessum áætlunum hafa verið sett fram hnitmiðuð og marktæk markmið og sé þeim fylgt ætti höfuðborgarsvæðið að verða fyrirtaks borg með góðum leiðum til vistvænna ferðamáta árið 2040. Til þess að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram þarf einnig að fylgjast með og mæla þá sem ferðast á vistvænan máta meðal annars með hjólatalningu.

Af hverju  er mikilvæg að telja gangandi og hjólandi umferð?

Mæling gangandi umferðar er mikilvæg fyrir skipulag og stjórnun borga, svæða og náttúrusvæða.
Svo hægt sé að fylgjast markvist með þróun hjólreiðaumferðar eru sjálfvirkar talningar góð lausn til þess að safna gögnum yfir lengri tíma, en með því er hægt að fylgjast með breytingum á umferðarmagni milli mánaða og ára. Með því að hafa sjálfvirka teljara á helstu hjólaleiðum er hægt að fylgjast með og  fá heildarmynd um þróun hjólreiða og hvort um aukningu sé að ræða á milli ára.

Hjólreiðatalningar og talningaleiðir

Áður en sjálfvirkir hjólateljarar urðu aðgengilegir var stuðst við handtalningu. Að telja handvirkt hefur bæði kosti og galla, hægt er að telja aksturstefnur, gerð hjóla og aldur, hjálmanotkun o.fl. Helstu ókostir eru hve tímafrekt og kostnaðarsamt það er. Þar sem það þyrfti að telja nokkra daga í röð á mismunandi tímum, bæði um virka daga og helgar, til þess að fá marktækar niðurstöður.
Sjálfvirkir teljarar hafa einnig kosti og galla, erfiðara er að telja hjálmnotkun vegfarenda. Kostur er að talið er í hvaða veðri sem er, stefna hins hjólandi er talin og auðveldara að safna gögnum yfir lengri tíma.
Sjálfvirkir hjólateljarar er hægt að nýta til að telja allt árið, telja fyrir ákveðin tímabil yfir árið eða talning til styttri tíma.

Hvaða lausnir eru í boði

Þeir teljarar sem Mælibúnaður býður upp á eru frá Eco -counter og hafa verið notaðar til þess að telja hjólandi og gangandi umferð í borgum um allan heim. Þeir eru meðal annars:

Eco-DISPLAY Classic+ er sýnilegur rauntímatalningarskjár fyrir reiðhjól, gangandi vegfarendur og hlaupahjól. 

Urban MULTI telur og gerir greinarmun á gangandi og hjólandi vegfarendum og mælir akstursstefnu þeirra. Þetta kerfi er venjulega sett upp varanlega og er fullkomið til að fá þróun gangandi og hjólreiðamanna með tímanum. Urban MULTI er  til að telja stóra hópa gangandi og hjólandi vegfarenda með mikilli nákvæmni sem gerir hann tilvalinn fyrir fjöl farna stíga.

Permanent ZELT er varanlegur hjólateljari sem fræst er í malbik. Hjólateljari sem hannaður er fyrir hjólreiðar í blönduðum umferðaraðstæðum.

Easy– ZELT  hentar vel þegar það þarf að telja hjólandi umferð tímabundið (í einn til sex mánuði). Kerfið notar einnota límlykkjur sem notast við segulsvið, sem skynjar þegar málmur fer yfir þær með vægum straumi sem framkallar talningu. Því er hægt að finna út hvaða farartæki fer yfir lykkjurnar út frá breytingum á straumnum. Lykkjurnar eru einfaldar til uppsetningar.

TUBE teljarar eru notaðir við tímabundna hjólatalningu. Tvær gúmmíslöngur eru settar á yfirborðið á þeim stað sem telja á. Þegar hjólað er yfir slöngurnar myndast loftþrýsingur sem ákvarðar gerð farartækis t.d. hjól eða bíll.

Myndir eru af ecocounter

Jólakveðja 2021

Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár breytinga hjá Vista. Snemma á árinu var tilkynnt að Bentley Systems hefðu keypt hugbúnaðarhluta Vista, Vista Data Vision. Með kaupunum á Vista Data Vision varð vendipunktur á starfsemi Vista. Hugbúnðarhlutinn sem hafði verið stór hluti af starfsemi Vista, fór inn í nýtt fyrirtæki þar sem Vista Data Vision mun stækka og verður um leið samkeppnishæfara í alþjóðaumhverfi.  Munu kaupin tryggja öfluga vöruþróun á komandi árum sem er öllum núverandi viðskiptavinum Vista til hagsbóta.

Mannabreytingar urðu í framhaldi hjá Vista, þegar Þórarinn Andrésson lét af störfum sem framkvæmdastjóri Vista, en hann mun fylgja Vista Data Vision inn í Bentley systems.

Heiðar Karlsson tók við sem framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Vista frá og með 1.apríl 2021.

þann 1.sept 2021 hætti Andrés Þórarinsson stofnandi Vista störfum og er núna farinn að sinna sínum áhugamálum af fullum krafti en þá sérstaklega radíóamatörmennsku sem lengi hefur verið hans helsta áhugamál.  Andrés stofnaði Vista 1984, og hefur unnið af krafti og elju við að byggja upp Vista sem er núna leiðandi fyrirtæki á íslandi á sviði eftirlits og sjálfvirkramælinga. Mælingar sem eru oft á tíðum framkvæmdar við krefjandi aðstæður.

Við hjá Vista horfum björtum augum til framtíðar enda er alveg skýrt að áhugi og nauðsyn á traustum mælingum og eftirliti er að aukast. 

Vista óskar viðskiptavinum og landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs. Megið þið njóta hátíðanna með fjölskyldu og vinum.

Kær kveðja.
Heiðar Karlsson
Framkvæmdastjóri 

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í 20. sinn föstudaginn 29. október og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut. Ráðstefnunni er ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess rannsókna- og þróunarstarfs, sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Vista í samvinnu við VSÓ fjallaði um tilfærslu á jarðvegi í óstöðugum jarðvegi við Siglufjörð. Mælibúnaður frá Vista er notaður til að færa tilfærsluna og öllum gögnum er safnað saman í Vista Data Vision. Hægt er að fylgjst með í raun tíma mælingarnar og fá viðvaranir ef hreyfingar fara yfir ákveðin viðmið.

Þeir Andrés Þórarynsson Stofnandi Vista Verkfræðistofu, Nicolai Jónasson frá Vegagerðinni og Hallur Birgisson Rekstrarstjóri Vista voru ánægðir með rástefnuna

Hægt er að fræðast betur um verkefnið á heimasíðu Vista

Erindið má skoða á heimasíðu Vegagerðarinnar

Glærurnar má skoða á heimasíðu Vegagerðarinnar

Vista er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021

Verkfræðistofan Vista ehf er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021 samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Fyrirtækin sem komust á listann í ár eru um 2,2% íslenskra fyrirtækja. Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði um afkomu, eiginfjárhlutfall, tekjur og eignir og er það okkur heiður að vera á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar í ár. Við hjá Vista erum stolt af þessum góða árangri. Staðfesting á því frábæra starfi sem er unnið hjá Vista.

Forsendur

  • Rekstrarárin 2020 og 2019 liggja til grundvallar en tekið er tillit til rekstrarársins 2018.
  • Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
  • Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna.
  • Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
  • Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
  • Aðrir þættir metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni. T.d. skil á ársreikningi og rekstrarform.
Vista fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021
Vista fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021

TDR – Aðferð

Sífelt berast fréttir af auknum skriðuföllum hér á landi. Má þá nefna aurskriðurnar á Seyðisfirði í desember 2020 , og svo núna við Varmhlíð (Skagafirði) og svo við skíðasvæðið við Tindastól allt á sömu 24 tímunum. Má öllum vera ljóst að með aukinn úrkomu sem kemur til með hlýnun loftslags að líkurnar á aurskriðum fer fjölgandi. Landfræði íslands er þannig að víða um land er byggt í þröngum fjörðum eða undir fjallshlíðum. Íslendingar þurfa því að búa við hættun á snjófljóðum og svo aurskriðum. En hvað er í raun til ráða?

Miða við þær breytingar sem við íslendingar erum að upplifa þá verðum við að leita í reynslu nágranna þjóða og annar þjóða sem hafa langa hefði fyrir því að að eiga við aurskriður eða unnið við gangagerð og námuvinnslu. Ein af þeim aðferðum sem er mikið notuð erlendis er TDR – Aðferðin eða (Time-domain reflectometer).

Time-domain reflectometer

TDR í raun mjög einföld aðferð sem byggir á því að skjóta rafpúls eftir kapli (coax kapli) og mæla endurkastið á rafpúlsinum. Aðferðarfræðin byggir á sömu eðlisfræðilögmálum og radar sem er notaður af flugvélum og skipum til ákvarða staðsetningu annar farartækja. Hægt er að reikna út staðsetningu skemmdar eða rofa á Coax kapli þar sem 3 meginn þættir liggja fyrir; Lengd kapals, hraði rafpúls (e. Velocity of progogation (Vp) og tími frá upphafi rafpúls og endurkasts. Flest allir Coax Kaplar eru framleiddir með viðnám upp á 50ohm eða 75ohm. Þennan eiginleika má nýta til að mæla breytingar á viðnámi (impedance). Eftir því sem viðnámið eykst í kaplinum vegna skemmda á skermingu kapals eða rof á kapli, því meira endurkast. Þannig má sjá með mikilli nákvæmni hvar skemmdin er og hvar jarðvegur er á hreyfingu í mæliholu.

Hverning er TDR mæling framkvæmd

Við eftirlit á óstöðugum jarðvegi þá er boruð mælihola niður á fastan jarðveg. Staðsetning holunar fer eftir því hvar hugsanleg brotfletir eru eða það sé verið að mæla jarðvegs skrið t.d. í lautum í dölum eða öxl við veg. Holan er grautuð með sementi og Coaxl Kapallinn er settur ofan í holun. Mikilvægt er að tryggja að hreyfing á jarðvegi muni valda skemmdum á kaplinum og það verði greinilegt rof.

Hverning mælibúnað þarf

Vista býður upp á búnað frá Campbell TDR200 sem er sérhæfður í því að túlka og greina TDR mælingar. Er Campbell í raun eini framleiðandinn sem hefur sérhæft sig svona í TDR mælingum. TDR200 er svo tengdur við data-logger sem skilar gögnum í Vista Data Vision sem sýnir gögnin á grafískan máta.

Kostir TDR

  • Einföld uppsetning
  • Ódýrari en margar aðrara aðferðir svo sem SAA og Inclinometers
  • Gefur nákvæma mynd af brotasvæði (e. sheerzone)
  • Er hægt að nota sem viðvörunarkerfi ef jarðvegshlaup verður t.d. með sírenu eða öðrum sendingum

Gallar TDR

  • Getur ekki sýnt í hvaða átt hreyfing á jarðvegi er
  • Getur ekki mælt halla
  • Kapallinn verður að verða fyrir skemmd eða rofi til að skila mælingu

TDR Samantekt

TDR er í raun mjög hagkvæm aðferð við að mæla hreyfingar á jarðvegi. Fyrir utan borun á mæliholum þá er uppsetning tiltölulega einföld og getur gefið mjög góða mynd af þeirri hreyfingu sem er að eiga sér stað í jarðvegi.

Heimildir

Applications of time-domain reflectometry to landslide and slope monitoring Dr. William F. Kane, Timothy J. Beck and Jeremy J. Hughes

Monitoring slope movement with Time Domain Reflectometry, Dr. William F. Kane

Dr. William F. Kane frá Kanegeo tech er samstarfsaðili Verkfræðistofu Vista.  Kane GeoTech hafa áratuga reynslu af uppsetningum á TDR Aðferð með góðum árangri. Hefur Dr. W.Kane skrifað fjölda greina um notkun á TDR.

Rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina

Í janúar 2021 var Vista, í samvinnu við VSÓ Ráðgjöf, úthlutað rannsóknarstyrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Styrknum er ætlað að kanna hvernig hægt er að nota mælabúnað til að fylgjast með óstöðugleika í jarðvegsfláum. Nýverið fóru starfsmenn Vista Verkfræðistofu á mælistað til að setja upp nema sem er ætlað að fylgjast með hreyfingu á jarðvegi. Í samvinnu við Vegagerðina var mælistaðurinn valinn við gatnamótin við veg 76 (til Siglufjarðar) og 793 (Siglufjarðarskarð), eða það sem er í daglegu tali kallað Fljótin.

Vegur 76 hefur verið mjög óstöðugur og þeir sem aka þar um hann hafa gjarnan upplifað kafla þar sem varla er bundið slitlag, heldur í raun bara malarkaflar. Orsakast þetta af því að jarðvegurinn er á mikilli hreyfingu sem kallar á stöðugar viðgerðir. Hefur Vegagerðin verið með þennan kafla á leiðinni til Siglufjarðar undir miklu eftirlit.

Verkefnið

Til er mikill fjöldi af mælibúnaði sem hægt er að nota til að mæla hreyfingar á jarðvegi. En þessu tilfelli var ákveðið að prófa notkun á svokölluðum togmælum (e. exstension meters). Rétt að taka fram að þetta er ekki newton mælir. Er þá sett akkeri sem er tengt við vír, sem er svo tengdur við mælinn. Mælirinn nemur hreyfinguna á vírnum þegar akkerið hreyfist í jarðveginum. Búnaðurinn er tengdur við mæliskáp sem inniheldur sírita (e. data logger) og módem (GSM) og fær orku frá rafhlöðu sem er tengd við sólarsellu. Þessi nálgun eru mjög hagkvæm þar sem búnaðurinn er ódýr borinn saman við t.d. SSAV (aðlögunarmæla) eða Inclinometer (hallamæla sem eru settir í slíður).

Akkeri er tengt við mælivírinn
Akkeri tengt við mælivír
Tengiskápur sem geymir togmælinn.
Togmælir í mæliboxi
Tengisápur og Samskiptaskápur sem er tengdur við batterí/ sólarsellu
Mæliskápur og samskiptaskápur
Mælivírinn er grafinn í jörð. Hér sést hvar akkerið hefur verið grafið niður í veginn en það var sett í kantinn á veginum, nær sjónum.

Gögn og meðferð á þeim

Öllum gögnum frá mælinum er hlaðið upp í skýlausn Vista (Vista Data Vision) í gegnum módem. Þannig geta sérfræðingar Vista skoðað gögnin yfir mælitímann og fylgst með hreyfingum á jarðvegi. Mælirinn sem er notaður í verkefnið er mjög næmur á allar hreyfingar, allt niður í 1 mm. Það verður því mjög fróðlegt að fylgjast með mæligildum yfir sumarið og sjá hvort að leysingar og regnvatn hafi áhrif á mælingar.

Vista Data Vision geymir gögnin á aðgengilegan máta og er hægt að fylgjast með hreyfingum.

Búnaðarlisti

Aðalbúnaður (rafeindabúnaður)

  • Campbell Scientific CR300 Cell215 logger með síma módemi og hleðslustýringu, búnaður sem hefur komið einstaklega vel út á íslandi.
  • 10 W Sólarsella tengd við CR300
  • 115Ah Rafgeymir
  • FIAMA (e. Wire linear potentiometric transducers)

Starfsmenn Vista hafa áratuga reynslu í uppsetningu, stillingum og viðhaldi á búnaði sem þessum. Heyrðu í okkur á vista@vista.is þú vilt vita meira.

Vista er að stækka

Vista er að leita eftir drífandi einstaklingi á rafmagnssviði

  • Leitum að rafmagnsverkfræðingi, rafmagnstæknifræðingi eða rafmagnsiðnfræðingi.
  • Starfið er fjölbreytt og þarf viðkomandi að geta unnið við hönnun, teikningu og samsetningu á mælabúnaði. Að auki þarf að fylgja verkefnum úr húsi með uppsetningu og prófunum. 
  • Vista er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem við erum stolt af okkar verkum
  • Við hvetjum jafnt einstaklinga með reynslu sem og nýútskrifaða til þess að sækja um. Nánari upplýsingar veitir hallur@vista.is

VISTA er leiðandi í orkueftirliti og sjálfvirkum mælikerfum. Meðal helstu viðskiptavina stofunnar má nefna Veðurstofu Íslands, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun, Kópavogsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes og Mosfellsbæ.

Tekið er á móti umsóknum á vista@vista.is 
Umsóknarfrestur er til 8. mars og verður fyllsta trúnaðar gætt.

VDV hugbúnaðurinn frá VISTA í Fornebu verkefninu í Osló

VDV hugbúnaðurinn frá VISTA er notaður til þess að birta gögn frá 300 grunnvatnsmælistöðvum (e. piezometers) á GIS korti (landfræðilegu upplýsingakerfi) í Fornebu verkefninu í Osló.

Fornebu verkefnið er 8.5 km löng viðbót við neðanjarðarlestarkerfi Oslóar og mun tengja Fornebu skagann við höfuðborgina. Þetta er stærsta samgönguverkefni Oslóarbúa í yfir 20 ár og er kostnaður áætlaður í kringum 13 billjónir norskra króna.

Á þessum fyrstu stigum verkefnisins er verið að safna ýmsum jarðfræðilegum upplýsingum og árstíðabundnum breytingum á umhverfinu. Slík gögn eru síðan notuð við margvíslega ákvörðunartöku varðandi framkvæmdina.
Nánar er hægt að lesa verkefnið á heimasíðu Vista Data Vision.

Nýárskvöld og loftgæði

Vista mældi gildi PM 2.5 á gamlárskvölds með Awair Omni loftgæðamælinum sem er notaður innadyra. Mælingin sýndi mjög hátt gildi svifryks sem rekja má til flugeldanotkunar.