Fréttir af Vista og verkefnum tengdum Vista

Skólaverkefni um loftgæði

Nemendur í Verzlunarskóla Íslands fengu það spennandi verkefni á dögunum að mæla loftgæði í þeirra nærumhverfi í skólanum. Notaðir voru Awair Element loftgæðamælar frá Verkfræðistofunni Vista sem mæla hitastig, rakastig, koltvísýring, rokgjörn lífræn efni(VOC) og svifryk. Hóparnir skoðuðu verkefnið frá mismunandi sjónarhornum. T.d. muninn á milli skólastofu í suður- eða norðurátt, milli skólastofu í eldri eða nýrri byggingu eða muninn á líðan nemenda þegar gluggar voru lokaðir eða opnir.

Einbeiting og námsárangur

Í rannsóknunum kom fram að nemendur verja um 6 klukkustundum á dag, 5 daga vikunnar í skólastofunni sinni. Sumir veltu fyrir sér hvort námsárangur væri betri þar sem loftgæðin voru betri. Hægt var að sjá að þegar gluggar voru lokaðir þá var þreyta og einbeitingarleysi nemenda meiri. Einnig var talsverður munur á skólstofu í suðurátt og annarri í norðurátt. Notkun snyrtivara eins og ilmvatna höfðu einnig áhrif á styrk VOC efna í loftinu.


Það var gaman að fá að koma í heimsókn og spjalla við nemendur sem voru að kynna niðurstöður. Verkefnin voru vel unnin og voru gögnin sett faglega fram á veggspjöldum. Þetta vakti nemendur til umhugsunar um mikilvægi þess að hafa gott inniloft þar sem fólk ver orðið um 90% tíma síns innandyra.

Lofta út

Einföld leið til að bæta loftið er að lofta rétt út.
Betra er að leyfa gegnumtrekk tvisvar á dag í 10 mínútur í senn, í stað þess að hafa opinn glugga allan daginn.

Inniloft í híbýlum – leiðbeiningar Umhverfisstofnunar

Loftgæðamælir sem hentar vel inn á heimili, skólastofur og minni skrifstofur

Topcon

Vista hefur hafið sölu á Topcon vörum og þjónustu. Vista er formlegur endursöluaðili á Íslandi fyrir Topcon.

Topcon vörur eru íslendingum að góðu kunnar og hafa komið vel út á Íslandi. Topcon er leiðandi framleiðandi á heimsvísu í stýringum á vinnuvélum, búnaði til landmælinga, laserum og GPS leiðréttingarþjónusta.

Aukið vöruframboð

Vista stækka vöruramboð sitt og getur nú boðið upp á hágæðavörur frá Topcon. Áherslan verður á sölu á MC-MAX og MC-Mobile kerfa fyrir vinnuvélar. Tryggðu hámarks nýtingu á vinnuvélum og nákvæmi með TOPNET!

Vista er endursöluaðili fyrir Topcon.

Varahlutir

Vista býður upp á TOPCON varahluti og þjónustu fyrir allan TOPCON búnað.

Heyrðu í okkur

Sendu okkur línu topcon@vista.is eða í síma +354 587-8889. Við getum svarað spurningum þínum.

Ný vara Campbell – Aspen10

Campbell Scientific hefur sett á markað nýja gerð af IoT síritum sem eru mjög auðveldir í uppsetningu og eru notaðir við umhverfismælingar. Verið er að nota nýjustu tækni í gerð snjallabúnaðar IoT/Edge búnaðar þar sem einfaldleiki í uppsetningu er í fyrirrúmi.

ASPEN 10 gerir notendum kleyft að tengja umhverfismæla á netið á hraðan máta. Mælirinn er harðgerður og auðvelt að koma fyrir. Innbyggð sólarsella sem tryggir orku og endurhlaðanlegt batterí gera ASPEN10 sjálfstæðan í orkuendingu.

Fjölmargir kostir

 • Snjallbúnaður sem notar gsm fjarskiptanetið til að tengjast.
 • CAT M1 samskiptatækni (NB-IoT).
 • Sjálfvirk staðsetning á búnaði (Geolocation) til að vita nákvæma staðsetningu.
 • Innbyggð sólarsella til að tryggja orku fyrir mælingar og fjarskipti.
 • Innbyggð endurhlaðanleg rafhlaða með vara afli til eins mánaðar orku án þess að þurfa hleðslu.
 • Snjöll þekking á viðtengdum búnaði sem er tengdur.
 • Snjöll orkustýring sem tekur mið af þeim búnaði sem er tengdur.
 • Auðveld uppsetning með benslum.
 • Vatnsvörn upp að vissu marki.
 • Einfaldur On/Off rofi.
 • LED ljós sem sýna stöðu án þess að það þurfi að nota snjallasíma.
 • NFC og Bluetooth tengimöguleikar í gegnum snjallsíma til að sjá raunstöðu í gegnum CampbellGo Appið.
 • Öryggi í samskiptum með MQTT og TLS auðkenningu frá búnaðar upp í skýið.

ASPEN10 er algjör byltingu þegar kemur að uppsetningum á umhverfismælum með einfaldleika í fyrirrúmi í alla staði!

Margir notkunarmöguleikar

Veðurmælingar með ClimaVue50

Hita og rakastig með HygroVue10

Regnmælingar með RainVue10

Snjómælingar með SnowVue10

Jarðvegsmælingar með SoilVue10

Lofthitamælingar með TempVue10

Yfirborðsmælingar á vegum með Wintersense SDI12

Campbell mun bæta við fleiri möguleikum með tímanum og opna þannig á frekari möguleika til mælinga.

Apsen10 ásamt ClimaVUE50
Aspen10 frá Vista

 • Einfalt í uppsetningu í gegnum CampbellGo appið.
 • Tekur stutta stund að festa við staur eða vegg.
 • Auðvelt að sjá hvort ASPEN10 sé að virka.
 • Góð yfirsýn á gögn og staðsetningu.

Öll gögn í skýinu og appi

Öllum mælingum er safnað sjálfvirkt í Skýlausn Campbell og eru aðgengileg í gegnum CampbellCloud og CampbellGO appið.

API stuðningur til að sækja gögn inn í önnur kerfi.

Vista notar Campbell kerfið til að fyljgast með veðurstöð.

Heyrðu í sérfræðingum okkar til að vita meira! vista@vista.is

Reykjavík – Veður og loftgæðamælingar

Viðskiptavinur Vista vildi vita af veður álagi á fyrirhuguðum byggingarreit og var því sett upp veðurstöð sem á að standa í nokkra mánuði. Ætlunin er að mæla sérstaklega vindátt og vindstyrk.

Val á búnaði

Vista býður upp á leigu á veður- og loftgæðamælum, var því í þetta skiptið ákveðið að nota búnað frá AQMesh sem hefur komið vel út á Íslandi undanfarin ár. Auðvelt er að setja upp stöðvarnar og fer lítið fyrir þeim.

Um er að ræða heildalausn sem samanstendur af eftirfarandi þáttum:

 • Vindátta mælir
 • Vindstyrksmælir
 • Svifryksmælir
  • PM 2.5
  • PM 4
  • PM 10
  • PM total
 • Hita og rakamælir (RH)
 • Loftgæðamælir
  • NO
  • NO2
  • NOX
 • Innbyggðu módemi
 • 20W Sólarsella

Uppsetning gekk vel þar sem auðvelt var að koma búnaði fyrir. Notast var við forsteyptar einingar frá Íslandshús sem undirstöður og akkeri fyrir stög.

Búnaðurinn notar eingöngu orku frá sólarsellu og er gögnum safnað saman á 15 min fresti og þau send í skýlausn Vista á 6 klst fresti. Það hentaði vel í þessu tilviki að setja upp búnað með sólarsellu þar sem daginn tekur nú að lengjast og sólarstundir orðnar nógu miklar til að standa undir lausninni.

Heyrðu í sérfræðingum vista@vista.is til að fá að vita meira um lausnir og þjónustu.

Hlíðarfjall – Vindmælingar

Veður aðstæður á Hlíðarfjalli eru erfiðar og kalla á búnað sem þolir íslenskar aðstæður. Efsti hluti skíðalyftunnar Fjallkonan er í 1014 m y.s og þar getur myndast mikil ísing.
Starfsfólk Hlíðarfjalls fékk Vista til að setja upp vindnema frá Vaisala sem er búinn upphitunarbúnaði til að vinna á móti ísingu. Um er að ræða Vaisala Ultrasonic vindnema sem er með innbyggðum 240 W hitara sem tryggir að ís nær ekki að safnast upp á nemanum. Upphitaður búnaður tryggir að vindmælingar séu alltaf til staðar í efsta hluta skíðalyftunnar. Starfsmenn skíðasvæðisins geta þannig fylgst með veðri og hægt er að tryggja öryggi gesta. Veður upplýsingum er safnað með Campbell sírita og eru öll gögn gerð aðgengileg starfsfólki Hlíðarfjalls í Vista Data Vision. Upplýsingar verða svo birtar á heimasíðu Hlíðarfjalls.

 WINDCAP® Ultrasonic Wind Sensor WMT700 frá Vaisala

CR310 Datalogger frá Campbell

Veðurmælingar – Markalækur

Vista hefur sett upp mælibúnað til veðurmælinga að landi Markalæks sem stendur við Sogið. Eigandi landsins vildi fá nákvæmar veðurmælingar á landinu og var því farið í það verk að setja upp veðurmastur. Þeim veðurgögnum sem er safnað er ; Regn, loftþrýstingur, hiti og raki. Jafnframt er vindmæling (átt og styrkur vinds).

Mikilvægt var að sem minnst rask yrði á jarðvegi og var verkefnið því nokkuð vandasamt. Holur voru handmokaðar og búnaður var fluttur í höndunum á svæðið. Fengu starfsmenn Vista góða líkamsrækt við starfið. Gekk uppsetning mjög vel þar sem veður var stillt og milt.

Mælingar eru gerðar af forskript frá Veðurstofu Íslands sem þýðir að tryggja þarf rétt hæð mælibúnaðar frá jörðu. Var Veðurstofan höfð með í samráði við að ákvarða staðsetningu mastursins.

Búnaðarlisti

Við val á búnaði var ákveðið að nota búnað sem hefur reynst vel við íslenskar aðstæður og hefur margsannað sig fyrir áreiðanleika og nákvæmni. Vindmælar frá RM Young og mælibúnaður/síriti frá Campbell Scientific.

Framkvæmd

Til að tryggja stöðugt mastur þá var steypt 110 kg botnstykki sem var notað sem sökkull og mastrið fest á. Var það “smá” vinna við að koma botnstykkingu á réttan stað í mjúkum jarðveginu, þar sem frost var ekki komið í jörðu. Grafið var fyrir festum sem tengjast við vírstögunum sem tryggja stöðugleika mastursins. Auðvelt er að reysa mastrið þar sem það er mjög létt. Hægt er að taka það niður í helminga ef á þarf að halda.

1, 2 og 3 Upp fer mastrið!

Mastur komið upp og búnaður klár

Veðurgögn upp í skýið

Öllum veðurgögnum er safnað með Campbell CR310-cel215 sírita sem sendir frá sér gögn á 10 min fresti uppí skýlausn Vista (Vista Data Vision). Kerfið býður upp á marga möguleika til að birta gögn og vinna með upplýsingar.


Orkueftirlit – Von Harðfiskverkun

Vista hefur sett upp virkt orkueftirlit hjá VON Iceland Harðfiskverkun. Getur Von fylgst með orkunotkun í raun-tíma í gegnum Vista Data Vision vefkerfi Vista. Gott eftirlit með orkunotkun er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir orkusóun og tryggja hámarksnýtingu á orku. Orkukostnaður er oft falinn kostnaður í rekstri fyrirtækja, með mælingum er hægt að ná fram umtalsverðum sparnaði. Vista býður Von velkomna í hóp viðskiptavina Vista sem nýta sér orkueftirlitsþjónustu Vista.

Uppsetning á orkueftirliti var mjög einföld, með því að setja upp púlsteljara við orkumælinn frá HS-Veitum. Hver púls segir til um ákveðið magn af notaðri orku. Púlsteljarinn er með innbyggðu NB-IoT modemi sem hringir gögnin í ský lausn Vista (Vista Data Vision). Er þá hægt að fylgjst með orkunotkun í nær raun-tíma og bregðast hratt og örugglega ef orkunotun er of mikil. Orkusóun er viðvarandi vandamál á Íslandi og með einföldum hætti er unnt að fá skýra mynd af orkunotkun fyrirtækja.

Aflögunarmælar – Kynning hjá Vegagerðinni

Verkfræðistofan Vista tók þátt í Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar á dögunum. Þetta er í 22.skipti sem Vegagerðin heldur slíka ráðstefnu. Verkefnið sem við kynntum var notkun á sjálfvirkum aflögunarmæli (ShapeArray) í vegstæði við þverun Þorskafjarðar. Brúin opnaði fyrir umferð 25.október 2023, 8 mánuðum á undan áætlun.

Við gerð vega er farg sett á nokkrum sinnum til að jarðvegurinn nái að síga áður en fargið er svo tekið af aftur. Þetta tekur langan tíma og mjög mikilvægt að allt sig sé komið fram áður en sjálfur vegurinn er lagður.

Með notkun á aflögunarmælinum var hægt að sjá í rauntíma hvenær jarðvegurinn var búinn að síga nóg. Þannig var hægt að halda vel utan um tímann, bæði þannig að ekki var eytt meiri tíma en þurfti í að bíða eftir sigi og heldur ekki að bæta of fljótt ofan á fargið.

Þetta var í fyrsta skipti sem láréttur aflögunarmælir var lagður á Íslandi. Með þessari aðferð er vonast til að hægt sé að fylgjast betur með sigi, spara vinnustundir, ná fram hagkvæmni í framkvæmdinni.

 

Hér má sjá veggspjöldin

 

Hita- og kælieftirlit Vista – Lyfjaþjónusta Landspítala

Lyfjaþjónusta Landspítalans hefur tekið í noktun hita- og kælieftirlit frá Verkfræðistofunni Vista. Nú þegar sinnir Vista hita- og kælieftirliti fyrir fjölmargar deildir Landspítalans og Blóðbankans.

Lyfjaþjónustan er því nýjasti viðskiptavinur Vista þegar kemur að eftirliti með lyfja-, blóð- og sýnaskápum.

Notaðir eru hitanemar sem skrá og geyma upplýsinar um hitastig og er öllum mæligögnum safnað í raun-tíma í Vista Data Vision kerfið. Mikilvægt er að fylgjast með hitastigi á hinum ýmsu gerðum kæliskápa sem eru í rekstri á Landspítala til að tryggja öryggi lyfja og sýna. Kerfið er að fullu þráðlaust og notast við Bluetooth og/eða NB-IoT fjarskiptatæknina, næst þannig mikil hagræðing þar sem ekki þarf að leggja neinar lagnir. Enda er oft erfitt að leggja lagnir í gömlum byggingum. Skáparnir í eftirliti eru afar fjölbreyttir þar sem hitastig er frá -180°C upp í herbergishita.

Ertu nýr liðsmaður Vista?

Vista leitar að nýrri tæknimanneskju til að leysa fjölbreytt verkefni. Verkefnin eru unninn á skrifstofunni, verkstæðinu eða úti á mörkinni.

Þekking

Rafmagnsmenntun er skilyrði.

Rafmagnsverkfræðingur með B.S.

Rafeindavirki með sveinspróf

Rafvirki með sveinspróf

Verkefni

Forritun, uppsetning og prófanir á síritum sem er tengdir við fjölbreytta flóru af mælibúnaði.

 • Hæðamælingar í borholum
 • Rennslismælingar í lögnum og brunnum
 • Þrýstingsmælingar
 • Rafmagnsnotkun
 • Orkunotkun
 • Vind- og veðurmælingar
 • Loftgæðamælingar

Brennandi áhuga á IoT búnaði og þeirra kerfum (e. Platforms).

Þekking á samskiptatækni

 • NB-IoT
 • Bluetooth
 • LoRaWAN
 • WIFI
 • VPN

Þekking á forritun er kostur

 • HTML
 • Python
 • Vélamálum (e. machine language)

Ásamt að sinna viðgerðum og reglubundnu viðhaldi á mælibúnaði.

Viðskiptavinir Vista

 • Orku og veitufyrirtæki
 • Borgin og sveitarfélög
 • Opinberir aðilar
 • Veðurstofan
 • Verktakafyrirtæki
 • Verkfræðistofur

Vista býður upp á

 • Fjölskylduvænan vinnustað
 • Möguleikann á að sinna ákveðnum verkefnum heiman frá
 • Íþrótta- og samgöngustyrki
 • Starfsmannafélag

Áhugasamir sendið umsókn á vista@vista.is , fullum trúnaði heitið.