Fréttir af Vista og verkefnum tengdum Vista

Vista og Eco-Counter í samstarf

Vista og Eco-counter hafa skrifað undur samstarfssamning. Vista er því opinber þjónustuaðili Eco-counter á Íslandi. Eco-counter sérhæfir sig í sjálfvirkum lausnum til að telja vegfarendur í borg og í náttúru. Lausnir frá Eco-counter hafa notið mikill vinsælda um heim allan og er núna notaðar á nærri 100 stöðum á Íslandi.

Lausnir frá Eco-counter henta í borg og bæ. Líka í náttúrunni.
Lausnir frá Eco-counter henta við allar aðstæður!

Hægt er að telja ýmsar gerðir vegfaranda!

 • Fótgangangi
 • Hjólreiðafólk
 • Hestfólk

Hægt er að setja upp kerfið á einfaldan máta og má greina hraða, og í hvaða átt vegfarandi er að fara.

Vista og Eco-counter útvega búnað til talning á vegfarendum
Hægt að telja hestafólk líka!
Vista og Eco-counter útvega búnað til talning á vegfarendum úti í náttúrunni.
Auðvelt að telja vegfarendur úti í náttúrunni.

Vista mun bjóða upp á allar lausnir frá Eco-counter sem hafa reynst vel á Íslandi við krefjandi aðstæður. Heyrðu í okkur og láttu okkur aðstoða þig við að finna rétta lausn. vista@vista.is

Samorkuþing 2022

Samorkuþing verður haldið á Akureyri dagana 09.maí til 10.maí. Vista verður á staðnum með bás í Hofi að kynna þjónustur og vörur. Vista hefur mikla reynslu af því að þjónusta fyrirtæki sem starfa í orkumálum, hvort sem það eru dreyfingar aðilar eða orkuframleiðendur. Innviðaeftirlit Vista er kjörið til að tryggja raun-tíma eftirlit, þannig er hægt að grípa í tauminn áður en bilanir verða og koma þannig í veg fyrir hugsanlegt stærra tjón.

Fjölbreytt þjónusta og verkefni sem Vista bíður upp á

 • Lausnir fyrir rauntímaeftirlit
 • Orkueftirlit
 • Tryggðu sjálfbærin með mælingum
 • Loftgæðamæla innan- og utandyra
 • Jarðvegsmælingar
 • GPS leiðréttingar frá TOPCON
 • Mælibúnað fyrir veður, umhverfi og veitur
 • Götuljósastýringar
 • Umferðatalning
 • Ráðgjöf 
Vista býður upp á alhliðaþjónust þegar kemur að rekstri fyrir sveitarfélög, veitu- og orkufyrirtæki
Snjallborgin frá Vista nær yfir allar þarfir borgar og bæja

Vista – Þjónustuframboð

Þjónustu framboð Vista tekið saman í stutt video sem sýnir þær fjölmörgu lausnir sem Vista bíður upp á. Lausnir Vista nýtast borgum og bæjum um land allt til að tryggja sem bestu lífsgæði íbúa.

 • Orkueftirlit og stýringar fyrir húsnæði fyrir opinbera aðila eða einkaaðila
 • Orkueftirlit og stýringar fyrir snjóbræðsla fyrir íþrótta velli og gangstéttir
 • Veðurmælingar
 • Loftgæðamælingar innan- sem utandyra
 • Vatnsveita eftirlit með rennsli og og bilunum
 • Umferðareftirlit og talning (Umferð og gangandi vegfarendur)
 • Götluljósstýringar
 • Sorpeftirlit og stýring
 • Titrings og hljóðmælingar
 • GPS leiðréttingarþjónusta
 • Hýsingarþjónusta Vista Data Vision

Vista Data Vision

Verkfræðistofan Vista hefur áralanga reynslu af gerð hugbúnaðar fyrir verkefni sem tengjast stýringum, viðvörunum og meðhöndlun mæligagna. Margt af því sem áður þurfti sérlausnir í má nú framkvæma með stöðluðum lausnum og tilheyrandi stjórn- og mælibúnaði.

Hugbúnaðarkerfið Vista Data Vision er notað af viðskiptavinum Vista til að halda utan um öll mæligöng og stýringar. Kerfið býður upp á fjölmarga möguleika

 • Gagna söfnun
 • Myndræn framsetning á gögnum (e. Dashboards)
 • Skýrslur og viðvaranir sem hægt er að stilla að þörfum
 • Auðvelt að veita aðgang að gögnum
 • Fullur API stuðningur
 • Aðgangstýring á gögnum og verkefnum

Stöðug vöruþróun tryggir nýja virkni með reglubundnum uppfærslum.

Vista á Verk og vit 2022

Vista verður á Verk og vit 2022

Vista flytur í Bíldshöfa 14

Vista er kominn í nýtt húsnæði að Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík. Búið er að innrétta húsnæðið að þörfum Vista og eru allar aðstæður með besta móti.

Nóg af bílastæðum og stutt í allar helstu stofnbrautir borgarinnar. Skrifstofan er á 2 hæð, bakhús. Auðvelt aðgengi og alltaf heitt á könnunni. Starfsfólk Vista hlakkar til að taka á móti viðskiptavinum og vinum hérna í Bíldshöfðanum. Sjáumst hress!

Vista Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík

Jólakveðja 2021

Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár breytinga hjá Vista. Snemma á árinu var tilkynnt að Bentley Systems hefðu keypt hugbúnaðarhluta Vista, Vista Data Vision. Með kaupunum á Vista Data Vision varð vendipunktur á starfsemi Vista. Hugbúnðarhlutinn sem hafði verið stór hluti af starfsemi Vista, fór inn í nýtt fyrirtæki þar sem Vista Data Vision mun stækka og verður um leið samkeppnishæfara í alþjóðaumhverfi.  Munu kaupin tryggja öfluga vöruþróun á komandi árum sem er öllum núverandi viðskiptavinum Vista til hagsbóta.

Mannabreytingar urðu í framhaldi hjá Vista, þegar Þórarinn Andrésson lét af störfum sem framkvæmdastjóri Vista, en hann mun fylgja Vista Data Vision inn í Bentley systems.

Heiðar Karlsson tók við sem framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Vista frá og með 1.apríl 2021.

þann 1.sept 2021 hætti Andrés Þórarinsson stofnandi Vista störfum og er núna farinn að sinna sínum áhugamálum af fullum krafti en þá sérstaklega radíóamatörmennsku sem lengi hefur verið hans helsta áhugamál.  Andrés stofnaði Vista 1984, og hefur unnið af krafti og elju við að byggja upp Vista sem er núna leiðandi fyrirtæki á íslandi á sviði eftirlits og sjálfvirkramælinga. Mælingar sem eru oft á tíðum framkvæmdar við krefjandi aðstæður.

Við hjá Vista horfum björtum augum til framtíðar enda er alveg skýrt að áhugi og nauðsyn á traustum mælingum og eftirliti er að aukast. 

Vista óskar viðskiptavinum og landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs. Megið þið njóta hátíðanna með fjölskyldu og vinum.

Kær kveðja.
Heiðar Karlsson
Framkvæmdastjóri 

Upplýsingar um “Log4j”

Vegna “Log4j” veikleikans sem mikið hefur verið fallað um undanfarið. Rétt er að taka fram að miðlæg kerfi Vista hafa verið yfirfarin og stafar þeim ekki hætta af veikleikanum.

Eftir að veikleikans varð vart fóru tæknimenn Vista yfir vél- og hugbúnað sem er notaður af Vista. Sérstaklega var farið yfir skýjaþjónustu Vista gogn.vista.is.

Vista tekur upplýsingaöryggi mjög alvarlega enda treysta viðskiptavinir Vista, á að upplýsingar sem Vista safnar saman frá mælabúnaði, séu öruggar og aðgengilegar.

Vista kvetur alla viðskiptavini sína til að vera á verðbergi gagnvart veikleikum í upplýsingarkerfum núna sem endranær.

Hægt er að lesa góða samantekt um Log4j veikleikann á heimasíðu syndis.is

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í 20. sinn föstudaginn 29. október og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut. Ráðstefnunni er ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess rannsókna- og þróunarstarfs, sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Vista í samvinnu við VSÓ fjallaði um tilfærslu á jarðvegi í óstöðugum jarðvegi við Siglufjörð. Mælibúnaður frá Vista er notaður til að færa tilfærsluna og öllum gögnum er safnað saman í Vista Data Vision. Hægt er að fylgjst með í raun tíma mælingarnar og fá viðvaranir ef hreyfingar fara yfir ákveðin viðmið.

Þeir Andrés Þórarynsson Stofnandi Vista Verkfræðistofu, Nicolai Jónasson frá Vegagerðinni og Hallur Birgisson Rekstrarstjóri Vista voru ánægðir með rástefnuna

Hægt er að fræðast betur um verkefnið á heimasíðu Vista

Erindið má skoða á heimasíðu Vegagerðarinnar

Glærurnar má skoða á heimasíðu Vegagerðarinnar

Vista er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021

Verkfræðistofan Vista ehf er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021 samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Fyrirtækin sem komust á listann í ár eru um 2,2% íslenskra fyrirtækja. Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði um afkomu, eiginfjárhlutfall, tekjur og eignir og er það okkur heiður að vera á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar í ár. Við hjá Vista erum stolt af þessum góða árangri. Staðfesting á því frábæra starfi sem er unnið hjá Vista.

Forsendur

 • Rekstrarárin 2020 og 2019 liggja til grundvallar en tekið er tillit til rekstrarársins 2018.
 • Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
 • Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna.
 • Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
 • Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
 • Aðrir þættir metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni. T.d. skil á ársreikningi og rekstrarform.
Vista fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021
Vista fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021