Fréttir af Vista og verkefnum tengdum Vista

Ertu nýr liðsmaður Vista?

Vista leitar að nýrri tæknimanneskju til að leysa fjölbreytt verkefni. Verkefnin eru unninn á skrifstofunni, verkstæðinu eða úti á mörkinni.

Þekking

Rafmagnsmenntun er skilyrði.

Rafmagnsverkfræðingur með B.S.

Rafeindavirki með sveinspróf

Rafvirki með sveinspróf

Verkefni

Forritun, uppsetning og prófanir á síritum sem er tengdir við fjölbreytta flóru af mælibúnaði.

  • Hæðamælingar í borholum
  • Rennslismælingar í lögnum og brunnum
  • Þrýstingsmælingar
  • Rafmagnsnotkun
  • Orkunotkun
  • Vind- og veðurmælingar
  • Loftgæðamælingar

Brennandi áhuga á IoT búnaði og þeirra kerfum (e. Platforms).

Þekking á samskiptatækni

  • NB-IoT
  • Bluetooth
  • LoRaWAN
  • WIFI
  • VPN

Þekking á forritun er kostur

  • HTML
  • Python
  • Vélamálum (e. machine language)

Ásamt að sinna viðgerðum og reglubundnu viðhaldi á mælibúnaði.

Viðskiptavinir Vista

  • Orku og veitufyrirtæki
  • Borgin og sveitarfélög
  • Opinberir aðilar
  • Veðurstofan
  • Verktakafyrirtæki
  • Verkfræðistofur

Vista býður upp á

  • Fjölskylduvænan vinnustað
  • Möguleikann á að sinna ákveðnum verkefnum heiman frá
  • Íþrótta- og samgöngustyrki
  • Starfsmannafélag

Áhugasamir sendið umsókn á vista@vista.is , fullum trúnaði heitið.

Eftirlit með innviðum – Þjóðgarðurinn á þingvöllum

Ísland er vinsæll ferðamannastaður eins og aukning á komu ferðamanna til landsins síðust ár sýna. Með aukningu ferðamanna þá hefur álag á innviði landsins aukist og hefur þurft að bregðast við því með uppsetningum á betri aðstöðu á vinsælustu ferðamannastöðunum. Þjóðgarðurinn Þingvellir er enginn undantekning þegar kemur að aukningu ferðamanna og þörf á betri aðstöðu þeim til handa.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur sett upp aukna salernisaðstöðu við bílastæðin í þjóðgarðinum, þá nánar tiltekið við bílastæðið P2 og við Silfru. Hafa verið settar upp stórar safnþrær til að taka við skólpi sem er svo tæmt reglulega af dælubílum. Mikilvægt er að tryggja að ekki fyllist í safnþrónum yfir háannatímann á sumrin og ekki vera að tæma of oft yfir veturinn þegar rólegt er.

Þjóðgarðurinn er í dag að nota þjónustu frá Vista í formi talningar á ferðmönnum með lausn frá Eoc-counter. Hafa verið settir upp teljara sem mæla fjölda ferðamanna sem ganga um vinsælustu staðina. Þjóðgarðurinn leitaði því til Vista um að koma fyrir búnaði sem gæti sagt til um notkun og söfnun í þeim setþróm sem eru í notkun á þjóðgarðinum.

Stærðar setþró sem búið er að koma fyrir. 30.000 Lítrar frá Sæplast.

Val á búnaði

Eftir að hafa skoðað málið þá var ákveðið að nota mæla sem hafa reynst vel á Íslandi frá SensoNeo. Nú þegar notaðir í fjöldan allan af djúpgámum og framhlaðningum. Mælarnir eru radarmælar sem senda geisla sem dregur 255 cm og styðjast við NB-IoT samskiptatæknina sem styðst við GSM fjarskiptakerfið. Nemarnir eru með innbyggðu batterí sem dugar í 2 – 3 ár og hringja “heim” einu sinni á dag með stöðu á mælingum eða þegar ákveðnum mörkum er náð.

Framsetning á gögnum

Vista bíður viðskiptavinum sínum upp á að nota Vista Data Vision til að geyma öll gögn sem hluti af þjónustu sinni. Vista Data Vision býður upp á eftirlitshluta sem styður við eftirlit með sopgámum og safnþróm á einfaldan og sjónrænan máta.

Framkvæmd

Eftir að hafa komið fyrir mæli þá koma í ljós að ekki var gott NB-IoT samband á svæðinu og þurfti því að bíða eftir að það var settur upp nýr GSM endurvarpi. Hefur því GSM samband batnað til muna innan þjóðgarðsins. Var því hægt að byrja prófanir aftur. En verkið var ekki unnið, kom í ljós að mælirinn gat ekki sent geislann og fengið til baka merki vegna endurkasts frá háslinum á setþrónni, Þá þurfti að fara hugsa málið upp á nýtt og á endanum var prófaður nýjasti neminn frá SensoNeo 5.0 sem er með “hornum” sem stýra geislanum betur og auðvelda móttöku. Var þannig komið í veg fyrir að þurfa að setja festingar í hálsinn sem lækkuðu nemann niður að efribrún setþrónnar. Gat þessi nýji nemi þannig greint betur yfirborð vatnsins í setþrónni og komið með marktækar mælingar.

Setþró teikning

Myndir frá vettvangi

Niðurstaða

Verkefnið hefur nýtt sér margar tæknir sem hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum í formi smærra nema og með tilkomu NB-IoT stuðnings fjarskiptafyrirtækjana. Hægt er þannig að safna gögnum frá vettvangi til að hámarka fjárfestingar og koma í veg fyrir sóun. Internet hlutann og lausnir frá Snjallborginn hafa svo sannarlega skilað sínu.

Svifryksmælingar Bíldudal

Íslenska kalkþörungafélagið, Vatnaskil og Vista hafa sett upp svifryksmæla í Bíldudal. Uppsetning mælana er hluti af rannsóknarvinnu ÍSKALK við að mæla og met magn svifryks sem kemur frá athafnarsvæði ÍSKALK við höfnina í Bíldudal.

Uppsetning og stillingar

Mælarnir voru staðsettir í bænum út frá leiðbeiningum Vatnaskila til að ná sem bestum heildarmælingum á svifryki. Allir 3 mælarnir eru með ultrasonic vindnema sem segir til um vindstyrk og vindhraða, er það mjög miklvægt að hafa vindmælingar til að geta metið uppruna svifryksins. Mælarnir eru að mæla svifryk af mismunandi stærðum, ásamt því að mæla gastegundirnar NO, NO og NOx.

Mælunum var komið fyrir á stálstöngum sem standa á forsteyptum einingum og stagað með vír. Búið var að setja upp staura og stög áður en starfsmenn Vista mættu á staðinn og komu mælum fyrir. Tryggja þarf stillingar á mælum og kvarða vindátt sem hluti af uppsetningu. Allt verkið tók því um 6 tíma og er það mjög heppilegt að það er flogið tvisvar á dag (Norlandair) á uppsetningar daginn. Var hægt að fljúga að morgnin og vera kominn aftur í bæinn seinni part dags, var undirbúningur og forvinna lykillinn að því.

Mælingar og útbúnaður

Búnaðurinn sem var valinn er frá AQMesh og hefur verið notaður á Íslandi í nokkur ár með góðum árangri. Mælarnir eru einfaldir í notkun og auðveldir í uppsetningu. Mælarnir henta mjög vel þar sem fókus mælinga er svifryk og algengar gastegundir (e. particule matter). Mælarnir geta greint nokkrar stærðir af svifryki.

  • PM 1
  • PM 2.5
  • PM 4
  • PM 10
  • NO
  • NO2
  • NOx
  • CO2 (einn mælir)
  • CO (einn mælir)
  • Hita- og rakastig

Gagnasöfnun

Gögnum verður safnað saman í 6 mánuði, að þeim tíma liðnum þá mun sérfræðingar á vegum Vatnaskila skila af sér sínum niðurstöðum. Mælarnir senda frá sér gögn á 1 klst fresti inn í Vista Data Vision skýlausnar kerfi Vista. kerfið býður upp á marga möguleika við að birta gögn og framsetningu, sjá myndir neðar.

Framsetning mælinga

Mælarnir 3 eru sýndir á yfirlitsmynd ásamt klst gildum mælinga.

Staðsetning mæla og gildi mælinga.

Vindrósir sýna styrk og vindátt

Sjónræn framsetning á mælingum getur aukið til muna skilning allra þeirra sem koma að verkefninu.

Íslenska Kalkþörungafélagið

Íslenska kalkþörungafélagið ehf. var stofnað að frumkvæði Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða árið 2001. Félagið stóð fyrir því að gerð var matsskýrsla á námi kalkþörungasets í Arnarfirði. Þann 17. desember árið 2003 var skrifað undir vinnsluleyfi til handa félaginu.

Vatnaskil

Vatnaskil er ráðgjafarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík og starfsstöð á Akureyri. Allt frá stofnun árið 1982 hefur fyrirtækið veitt ráðgjöf á flestum sviðum auðlinda- og umhverfismála, t.a.m. þeim sem lúta að yfirborðsvatni, grunnvatni, sjávarstraumum, loftgæðum, vindafari og jarðhita.

Ýtarefni:

Svifryk

Vinnueftirlitið fíngert ryk

Reykjanes talning ferðmann: Litli-Hrútur 2023

Vista hefur sett upp að beiðni Umhverfisstofnun teljara frá Eco-Counter við nýju gönguleiðina að gosinu (Bláa leiðin). Er þá hægt að fylgjast með fjölda þeirra sem leggja leið sína að gosinu. Má búast við miklum straumi inn- og erlendarferðamanna á meðan gosið varir, rétt eins og við síðust 2 gos. Mælirinn er þá viðbót við þá mæla sem nú þegar eru til staðar við eldfjallasvæðið við Fagradalsfjall. Allt í allt eru 3 mælar virkir sem hafa verið að telja ferðmann sem koma á staðinn. Þó svo að ekki hafi gosið í 1 ár þá hafa samt mikill fjöldi ferðamann komið að gosstöðvunum í Meradal og Fagradalsfjalli. Mælarnir senda frá sér talningar einu sinni á dag og er það gert til að spara batterí. All gögn eru svo gerð aðgengileg í skýjakerfi Eco-counter (Eco-vision) , einnig er hægt að sækja gögnin með API tengingu.

Lausnirnar frá Eco-counter hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi og eru núna notaðar á yfir 70 stöðum um land allt. Heyrðu í okkur til að vita meira vista@vista.is

Staðsetning teljara er við upphaf gönguleiðar

Sláturfélag Vopfirðinga hita- og kælieftirlit

Sláturfélag Vopfirðinga hefur tekið upp og hita og kælieftirlit frá Vista. Kerið fylgist með hita í frystum og kæliskápum sem eru notaðir vegna framleiðslu sláturfélagsins. Sífellt fjölgar þeim sem hafa tekið upp hita og kælieftirltiskerfi frá Vista. Vista óskar Sláturfélagi Vopnfirðinga til hamingu með kerfið.

Helstu kostir hita- og kælieftirlits

  • Kerfið er einfalt í notkun.
  • Auðvelt að stilla viðvaranir sem láta vita með sms eða email.
  • Kerfið heldur utan um sögu hitastigs.
  • Einföld skýrslugerð úr kerfinu vegna eftirlits.
  • Viðskiptavinir fá aðgang að heimasíðu og snjallforriti (Appi).
  • Kerfið er þráðlaust og þarf því ekki að leggja lagnir.
  • Viðskiptavinir velja um Bluetooth eða NB-IoT fjarskiptatækni.

Heyrðu í okkur til að vita meira vista@vista.is

Vista er VIRKT fyrirtæki 2023

Vista Verkfræðistofa hefur fengið viðurkenningu frá Virk fyrir að vera VIRKT fyrirtæki fyrir árið 2023. Vista var valið úr hóp 1600 fyrirtækja sem eru skráð hjá VIRK sem samstarfsaðilar. Alls voru 13 fyrirtæki og stofnanir sem fengu tilnefningu sem VIRKT fyrirtæki. Vista og Össur voru svo valin sem VIRKT fyrirtæki 2023.

Vista hefur stutt með margvígslegum hætti starfsemi VIRK á undanförnum árum. Við hjá Vista erum mjög stolt af því að hafa verið valinn sem VIRKT fyrirtækið fyrir árið 2023 og þykir okkur einstaklega vænt um þessa viðurkenningu. Hlutverk fyrirtækja hlýtur að styðja við þá sem þurfa hjálp á að halda sé því viðkomið. Vista hefur veitt stuðning við aðila sem eru að koma út á vinnumarkaðinn og þurfa aukið sjálftraust og aðstoð við að koma undir sig fótunum.

Vista var tilnefnt til verðlauna

Alls voru það 13 fyrirtæki sem voru tilnefnd til verðlauna.

Það er okkur mikil ánægja að hafa verið útnefnd sem VIRKT fyrirtæki 2023 og erum við þakklát fyrir viðurkenninguna. Að hjálpa fólki er það sem gefur manni einna mest í lífinu og er það okkur mikils virði að hafa getað stutt við gott starf VIRK á undanförnum árum.

Heiðar Karlsson framkvæmdastjóri Vista

Heiðar Karlsson Vista , Vigdís Virk , Anna Dóra og Dagbjört frá Össur taka við viðurkenningum

Hægt er að fræðast meira um hlutverk VIRK á heimsíðu VIRK

Myndir birtar með leyfi frá VIRK

Nýr samningur um loftgæðaeftirlit Vista og ON

Vista
Vista starfsmenn að sinna eftirliti með loftgæðamæli H2S

Verkfræðistofan Vista, í samstarfi við Orku Náttúru, hafa gert með sér samning um eftirlit á loftgæðastöðvum sem eru í eigu Orku Náttúru.

Vista tekur að sér rekstur loftgæðamælistöðva við Hellisheiðarvirkjun, Nesjavallavirkjun, Hveragerði, Norðlingaholt,Lækjarbotna og Lambhaga í Úlfarsárdal. Einnig tilheyrir verkefninu sjálfstæð veðurstöð á Bolavöllum staðsett vestan við Hellisheiðarvirkjun sem og móttaka og birting veðurmælinga og umsjá tveggja veðurstöðva í eigu Vegagerðarinnar á Sandskeiði og á Hellisheiði miðri.

Öllum gögnum er safnað saman í skýjalausn Vista , Vista Data Vision og eru þar aðgengileg. Starfsmenn Vista tryggja öruggar mælingar með reglubundnu viðhaldi og kvörðun mælibúnaðar.

Starfsmenn Vista þakka það traust sem þeim er sýnt með að fá svona veigamikið verkefni sem krefst mikillar nákvæmni og vandvirkni.

Vista hefur áratuga reynslu af því sinna viðhaldi og fyrirbyggjandi þjónustu þegar kemur að loftgæðamælum. Heyrðu í okkur vista@vista.is

Þorskafjörður – Uppsetning á aflögunarmæli

Verkfræðistofan Vista, í samstarfi við Vegagerðina, hefur lokið við að setja upp aflögunarmæli (e. Shape Acceleration Array) í vegstæði þar sem vegurinn þverar Þorskafjörð. Þverun Þorskafjarðar er hluti af vegaframkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum sem er ætlað að bæta til muna alla umferð íbúa og ferðamanna, Vestfjörðum til hagsbóta (sjá á vef Vegagerðar) .

Verkefnið

Um er að ræða fyrsta mælinn af þessu tagi frá Measurand sem settur er upp á Íslandi til að mæla jarðvegsaflögun á láréttan flöt, en aðferðin hefur verið notuð í Noregi til dæmis þar sem verið er að koma fyrir fyllingum í sjó og þvera firði. Hérna má lesa um lóðréttar uppsetningar sem hafa verið gerðar fyrir Veðurstofu Íslands fyrir ofan Seyðisfjörð og Eskifjörð. Sjálfvirkum mælingum sem þessum er ætlað að koma í staðinn fyrir sigslöngumælingar sem hafa verið gerðar handvirkt á verkstað hingað til. Sigslöngumælingarnar eru tímafrekar auk þess sem veður þarf að vera stillt og því hafa mælingar ekki verið tíðar. Með þessu móti er vonast til að hægt sé að fylgjast betur með sigi, ná fram tímasparnaði og minnka áhættu þegar verið er að fergja vegstæði. En mikilvægt er að farg sé sett á í áföngum og að undirlag fái tíma til að jafna sig milli fergingarlaga, en þá er einnig mikilvægt að fullnægjandi sig eða aflögun sé komið fram áður en vegur er fullkláraður með slitlagi.

Verið að gera rásina klára þar sem mælirinn á að liggja og þvera veginn. Aðstæður voru mjög krefjandi og þurfti að bíða eftir fjöru til að sæta færis.

Framkvæmd á verkstað

Aflögunarmælirinn var settur niður vestan við brúarstæðið í Þorskafirði. Suðurverk, sem fer með framkvæmd verksins, gerði rás þar sem mælinum var komið fyrir í -0,5 m.y.s, en mælirinn er 50 metra langur og hver hlekkur 1 meter á lengd. Til að verja mælinn fyrir skemmdum, og þannig að endurheimta mætti mælinn, var hann settur í 50 mm plaströr. Mælirinn mælir aflögun milli hlekkja í undirlaginu sem er undir farginu, en upplausn mælinganna (e. resolution) fyrir hvern meter upp á 0,012 mm og nákvæmnin (e. precision) er 0,09 mm per meter. Tekin er mæling á fjögurra tíma fresti sem er send í skýjalausn Vista (Vista Data Vision), en gott fjarskiptasamband er á staðnum og því auðvelt að senda gögnin með GSM módemi. Einnig voru settar niður sigplötur í og við rásina þannig að bera megi saman mælingarnar og sannreyna niðurstöður. Frágangur á verkstað á að tryggja að hægt sé að ná mælinum úr kápunni (rörinu) að verki loknu og nýta aftur á öðrum stað.

Unnið að undirbúningi áður en mælirinn er settur í 50 mm rörið. Hérna sjást 1 metra langar mælistikur á keflinu.
Búið að koma mælinum fyrir í rör og leggja í rás.

Krefjandi aðstæður

Þorskafjörður er krefjandi staður að vetri og gætir mikils muns á flóði og fjöru. Koma þurfti mælinum fyrir á fjöru og þegar fyrsta lag fyllingar var á þurru, var því knappur tími til stefnu og þurfti allt að ganga upp í fyrstu atrennu. Starfsmenn Suðurverks voru búnir að vinna góða undirbúningsvinnu sem var nauðsynleg áður en hægt væri að koma mælinum fyrir í rásinni. Ekki hefði verið hægt að koma mælinum fyrir á stórstreymi sem verður 23.janúar, en þá verður yfir 4 metra munur á flóði og fjöru.

„Vegagerðina ákvað að setja niður aflögunarmæli sem hluta af brúun Þorskafjarðar til að sjá hvort þessi mæliaðferð myndi nýtast við erfiðar íslenskar aðstæður.”

Oddur Sigurðsson Hagalín Verkefnastjóri Framkvæmdadeild

Niðurstaða

Nú þegar er mælirinn farinn að skila niðurstöðum í Vista Data Vision hugbúnðarkerfið, og verður spennandi að sjá samanburð mælinga sigplatna og aflögunarmælis.
Ef allt gengur að óskum má endurnýta mælirinn á öðrum stað í öðru verkefni, sem þá gefur betri mynd af því hvenær undirlag vegar er orðið stöðugt.

Mælingar strax farnar að skila sér og sýna jarðvegssig!

Þakkir

Við þökkum starfsmönnum Suðuverks fyrir einstaka hjálpsemi og viðmót. Var vel hugsað um okkur í Bjarkalundi með gistingu og mat. Þá er mjög ánægjulegt að vinna með fyrirtæki eins og Vegagerðinni sem er tilbúin að þróast og prófa nýja tækni til að sinna sínum verkefnum enn betur.

Ýtarefni

Hvað er BREEAM ?

BREEAM (British Research Establishment Environmental Assessment Method) er alþjóðlegt vottunarkerfi sem er upp runnið í Bretlandi. Það er í grunninn umhverfismatskerfi sem hefur það markmið að draga úr áhrifum mannvirkja  á umhverfið við hönnun, þróun  og byggingu þeirra en einnig að dregið sé úr neikvæðum áhrifum á líftíma mannvirkjanna.

Unnt er að nota BREEAM vottunarkerfið á allar  tegundir bygginga, þ.m.t. nýbyggingar, endurgerðar byggingar og byggingar í rekstri. Með vottunarkerfinu er fjórir megin þættir sem taka þarf tillit til, sjálfbærni, samfélag, efnahagur og umhverfi.

Hvernig virkar BREEAM ?

BREEAM er notað um allan heim og er grunnurinn að BREEAM International. Nokkur lönd hafa reyndar gengið skrefi lengra og aðlagað staðalinn að þarlendum aðstæðum og bera þá mismunandi vottun t.d. í Noregi er notast við BREEAM-NOR.

BREEAM International fylgir kröfuramma fyrir flestar tegundir bygginga hvort sem þær eru íbúðarhús, stofnanir eða fyrirtæki. Nái húsnæði ekki að falla að öllum flokkum vottunarinnar er hægt að gera sniðin kröfuramma um viðkomandi byggingu sem nefnist þá BREEAM International Bespoke kerfi.

Vottunarferlið felur í sér að fá óháðan matsmann með réttindi fyrir BREEAM vottunarferli til þess að gera úttekt á mannvirkinu á  hönnunarstigi og leggur hann þá mat á hönnun og notkun bygginga út frá matskerfinu. Einnig þarf matsmaður að gera lokaúttekt í fullbúinni byggingu. Að því loknu leggur matsmaður fram endanlega matsskýrslu til BREW Global Lt.d sem gefur út vottunarskjal. Á íslandi vinna viðurkenndir matsmenn fyrir BREEAM vottunarkerfið og veita ráðgjöf við vistvottun fyrir byggingar.

BREEAM kerfinu er skipt upp í 10 umhverfisáhrifaflokka. Hver flokkur hefur mismikið vægi og eru gefin ákveðin stig fyrir hvern flokk en stigin eru mismörg eftir vægi flokksins og einnig fara stigin eftir byggingartegund hverju sinni. Til þess að  bygging standist vottun þarf hún að ná að minnsta kosti 30% stigum af byggingareinkunnkerfisins.

Þeir tíu umhverfisáhrifaflokkar í vottunkarkerfi BREEAM eru talir hér upp út frá vægi þeirra:

  • orka,
  • heilsa og vellíðan,
  • byggingarefni,
  • umhverfisstjórnun,
  • landnotkun og vistfræði,
  • mengun,
  • nýsköpun,
  • samgöngur
  • úrgangur
  • vatn

Matsferlið gefur færi á að draga úr rekstrarkostnaði eigna. Það  hjálpar einnig til að  uppfylla staðla og umhverfislöggjöf ásamt því að  gefa  betri yfirsýn, hámarka árangur í umhverfismálum, efla innri úttektir, rýniferli, gildi og söluhæfni eignar.

Af hverju er þetta mikilvæg vottun?

Það er að sjálfsögðu hægt að byggja mannvirki án þess að styðjast við ákveðin vottuð kerfi með það háleita markmið í huga að ferlið við það sé vistvænt. Hins vegar er hvorki hægt að tryggja né ganga úr skugga um að rétt sé staðið að málum og  vistvænasta leiðin farin í öllu ferlinu. Án vottunar er ekki hægt að fullyrða að um umhverfisvæna byggingarferli sé um að ræða og hægt að efast um ferlið.

BREEAM fylgir viðurkenndu vottunarkerfi svo stuðst sé við kröfuramma við allt það ferli sem fylgir því að byggja mannvirki sem heildarlausn. Frá þeim fjölmörgu þáttum sem felur í sér það ferli að byggja eins og hönnun, verktíma, rekstrartíma og orkunotkun á sem vistvænasta máta. Markmið vottunarkerfisins felur því í sér að tryggja að byggingar verði umhverfisvænni, dragi úr neikvæðum umhverfisáhrifum, byggingar verði hagkvæmari í rekstri, að ferlið bæti líftíma bygginga og stuðlar að umhverfisvænni hönnun svo að notendur búi og starfi í heilsusamlegu umhverfi.

Að viðhalda ákveðnum vistvænum markmiðum

Til að viðhalda þeim markmiðum sem sett eru fram í umhverfisáhrifaflokki í vottunkarkerfi BREEAM þá býður Vista upp á bæði ráðgjöf og búnað. Hvort sem það er í flokki orkueftirlits, heilsu og vellíðan, úrgang og vatn.

Í flokki orkueftirlits er boðið upp á búnað til orkumælingar og hitaeftirlits.

Í flokki úrgangs og vatns er boði upp á mengunarmæla og rennslismæla.

Í flokki heilsu og vellíðan eru meðal annars þessir loftgæðamælar:

AQMesh  – Harðgerður loftgæðamælir frá AQMesh til mælinga og eftirlits á loftgæðum utan- og innandyra. AQMesh getur mælt og haft eftirlit með allt að sex mismunandi gastegundum, svifryki/eindum, hljóði, vindhraða, vindátt og loftþrýstingi, hita -og rakastigi. Þeir ná að mæla agnir PM1#5 , PM 2.5#5, PM4#5 og PM10#5.

AQMesh 

Awair Omni –  Innanhúss loftgæðamælir er hannaður til að mæla og hafa eftirlit með loftgæðum hjá fyrirtækjum og stofnunum til að stuðla að heilbrigðum og öruggum loftgæðum á vinnustað. Þeir mæla rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt hita og rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu. Þeir ná að mæla agnir af stærð 2,5 míkrómetra eða minni (PM 2.5#5).

Ýtarefni fyrir BREEAM

BREEAM | BRE Group

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Grænni byggð

Hvað er GNSS?

GNSS (Global Navigation Satellite System) er samheiti yfir öll gervihnattaleiðsögukerfi sem veita staðsetningar-, leiðsögu- og tímasetningarþjónustu hvort sem hún er staðbundin eða nær yfir allan heim.

Innan GNSS er bandaríska kerfið GPS (Global Positioning System) algengast og mest þekkt. Einnig eru nokkur önnur kerfi í notkun: Rússneska herkerfið er til dæmis kallað GLONASS (Global Orbiting Navigation Satellite System). Kína hefur þróað kerfi sem kallast BeiDou-2, og  evrópska kerfið heitir Galileó.  Það sem greinir þessi kerfi hvert frá öður er t.d. mismunandi fjöldi gervihnatta í hverju kerfi, braut gervihnattanna umhverfis jörðu og sú fjarskiptatíðni sem hvert kerfi notar til samskipta.

Hvernig virkar GNSS

Tæki sem nýta sér GNSS vinna út frá því að fá staðsetningarupplýsingar og tímasetningar með aðstoð frá gervihnöttum svo hægt sé að reikna út staðartíma og staðsetningu á jörðinni. Gervihnettirnir eru á braut umhverfis jörðu og senda stöðugt upplýsingar um staðsetningu sína. Flestir GNSS móttakarar eru byggðir upp með loftneti og vinnslueiningu. Loftnetið tekur á móti gervihnattamerkjum á meðan vinnslueiningin vinnur með upplýsingarnar og breytir þeim í breiddar- og lengdargráður. Til að fá sem bestu staðsetningu þarf að minnsta kosti þrjá gervihnetti með mismunandi staðsetningu þar sem allt kerfið byggir á tímasetningu. GNSS móttakarar eru  því notaðir til leiðsögu, staðsetningarmælinga, tímamælinga og sem taktgjafar í raforku- og fjarskiptakerfum.

Gervihnattaleiðsögukerfi

 

Hvar er GNSS notað

GNSS  staðsetningar búnað er hægt að nota við margar mismunandi aðstæður hvort sem þær eru í iðnaði eða tómstundum.
GNSS búnaður er hægt að nota í byggingariðnaði, við námuvinnslu og landbúnað. Í landbúnaði hefur GNSS komið að góðum notum þegar kemur að því að stýra tækjum sjálfvirkt eða með sjónrænum hjálpatækjum.
GNSS búnaður hefur einnig verið notaður til þess að aðstoða keppnishjólreiðamenn í þar til gerðum hjólatölvu sem notaður hefur verið til að skipuleggja fyrir fram ákveðna hjólaleiðir.
Göngufólk og annað gangandi fólk getur nýtt sér GNSS til fjallgöngu. Einnig getur GNSS staðsetningarbúnaður komið að góðum notum ef um björgun á fjöllum á slösuðum göngumönnum.
Á Íslandi er meðal annars stuðst við GNSS búnað til þess að fylgjast með fleka hreyfingum, þar sem þeir færast að meðaltali um 1 cm frá hvor öðrum á hverju ári.

Vörur sem Mælibúnaður býður upp á með GNSS eru meðal annars:

Topnet Live er rauntíma GNSS leiðréttingarþjónusta  frá Topcon sem skilar hágæða gögnum til GNSS viðtaka um allan heim. TopNET live kerfi GNSS er aðgengilegt í gegnum áskrift og hentar við t.d. landmælingar, smíði, GIS (Landupplýsingakerfi) og landbúnað.

Topcon HiPer VR er fyrirferðarlítill, léttur og hannaður  til að þola jafnvel erfiðustu aðstæður. HiPer VR er hátæknibúnaður sem dugar við GNSS leiðréttingu við íslenskar aðstæður. Hann er  frá hinum heimsþekkta framleiðand TOPCON. Alhliða rakningartækni fyrir öll gervitungl og merki (GPS, GLONASS, Galileo, Beidou, IRNSS, QZSS, SBAS). Hátækni, fjölhæfur GNSS móttakari. Góðir hlutir í litlum pakka!