Fréttir af Vista og verkefnum tengdum Vista

Jólakveðja 2021

Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár breytinga hjá Vista. Snemma á árinu var tilkynnt að Bentley Systems hefðu keypt hugbúnaðarhluta Vista, Vista Data Vision. Með kaupunum á Vista Data Vision varð vendipunktur á starfsemi Vista. Hugbúnðarhlutinn sem hafði verið stór hluti af starfsemi Vista, fór inn í nýtt fyrirtæki þar sem Vista Data Vision mun stækka og verður um leið samkeppnishæfara í alþjóðaumhverfi.  Munu kaupin tryggja öfluga vöruþróun á komandi árum sem er öllum núverandi viðskiptavinum Vista til hagsbóta.

Mannabreytingar urðu í framhaldi hjá Vista, þegar Þórarinn Andrésson lét af störfum sem framkvæmdastjóri Vista, en hann mun fylgja Vista Data Vision inn í Bentley systems.

Heiðar Karlsson tók við sem framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Vista frá og með 1.apríl 2021.

þann 1.sept 2021 hætti Andrés Þórarinsson stofnandi Vista störfum og er núna farinn að sinna sínum áhugamálum af fullum krafti en þá sérstaklega radíóamatörmennsku sem lengi hefur verið hans helsta áhugamál.  Andrés stofnaði Vista 1984, og hefur unnið af krafti og elju við að byggja upp Vista sem er núna leiðandi fyrirtæki á íslandi á sviði eftirlits og sjálfvirkramælinga. Mælingar sem eru oft á tíðum framkvæmdar við krefjandi aðstæður.

Við hjá Vista horfum björtum augum til framtíðar enda er alveg skýrt að áhugi og nauðsyn á traustum mælingum og eftirliti er að aukast. 

Vista óskar viðskiptavinum og landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs. Megið þið njóta hátíðanna með fjölskyldu og vinum.

Kær kveðja.
Heiðar Karlsson
Framkvæmdastjóri 

Upplýsingar um “Log4j”

Vegna “Log4j” veikleikans sem mikið hefur verið fallað um undanfarið. Rétt er að taka fram að miðlæg kerfi Vista hafa verið yfirfarin og stafar þeim ekki hætta af veikleikanum.

Eftir að veikleikans varð vart fóru tæknimenn Vista yfir vél- og hugbúnað sem er notaður af Vista. Sérstaklega var farið yfir skýjaþjónustu Vista gogn.vista.is.

Vista tekur upplýsingaöryggi mjög alvarlega enda treysta viðskiptavinir Vista, á að upplýsingar sem Vista safnar saman frá mælabúnaði, séu öruggar og aðgengilegar.

Vista kvetur alla viðskiptavini sína til að vera á verðbergi gagnvart veikleikum í upplýsingarkerfum núna sem endranær.

Hægt er að lesa góða samantekt um Log4j veikleikann á heimasíðu syndis.is

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í 20. sinn föstudaginn 29. október og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut. Ráðstefnunni er ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess rannsókna- og þróunarstarfs, sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Vista í samvinnu við VSÓ fjallaði um tilfærslu á jarðvegi í óstöðugum jarðvegi við Siglufjörð. Mælibúnaður frá Vista er notaður til að færa tilfærsluna og öllum gögnum er safnað saman í Vista Data Vision. Hægt er að fylgjst með í raun tíma mælingarnar og fá viðvaranir ef hreyfingar fara yfir ákveðin viðmið.

Þeir Andrés Þórarynsson Stofnandi Vista Verkfræðistofu, Nicolai Jónasson frá Vegagerðinni og Hallur Birgisson Rekstrarstjóri Vista voru ánægðir með rástefnuna

Hægt er að fræðast betur um verkefnið á heimasíðu Vista

Erindið má skoða á heimasíðu Vegagerðarinnar

Glærurnar má skoða á heimasíðu Vegagerðarinnar

Vista er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021

Verkfræðistofan Vista ehf er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021 samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Fyrirtækin sem komust á listann í ár eru um 2,2% íslenskra fyrirtækja. Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði um afkomu, eiginfjárhlutfall, tekjur og eignir og er það okkur heiður að vera á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar í ár. Við hjá Vista erum stolt af þessum góða árangri. Staðfesting á því frábæra starfi sem er unnið hjá Vista.

Forsendur

 • Rekstrarárin 2020 og 2019 liggja til grundvallar en tekið er tillit til rekstrarársins 2018.
 • Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
 • Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna.
 • Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
 • Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
 • Aðrir þættir metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni. T.d. skil á ársreikningi og rekstrarform.
Vista fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021
Vista fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021

ISAVIA velur loftgæðamæla frá Vista

ISAVIA hefur keypt 5 mæla af Vista frá AQMesh. Mælarnir eru settir upp á Reykjanesi, nánar tiltekið 3 mælar á Keflavíkurflugvelli, 1 í Garði og 1 í Sandgerði. Uppsetning á mælunum er í samræmi við sjálfbærnistefnu ISAVIA. Staðsetingar voru ákveðnar í samstarfi við Suðurnesabæ og Umhverfisstofnun með það að markmiði að þétta mælanetið á Reykjanesi.

Mælarnir mæla ýmis efni í andrúmsloftinu sem geta borist frá eldstöðvum, meðal annars brennisteinsvetni, brennisteinsdíoxíð og köfnunarefnisdíoxíð.

AQMesh loftgæðamælar hafa notið vaxandi vinsælda á Íslandi vegna auðveldrar uppsetningar og reksturs.

„Það er okkur mjög mik­il­vægt að geta haft góða yfirsýn á loftgæðum á Kefla­vík­ur­flug­velli og þessir nýju mælar auðvelda okkur þá vinnu. Góð loftvist er mikilvæg okkar starfsfólki, gestum og nærumhverfi flugvallarins. Isavia hefur sett sér öfluga stefnu á sviði sjálfbærni og er þessi fjárfesting hluti af þeirri stefnu okkar. Við höfum átt gott samstarf með Suðurnesjabæ og Umhverfisstofnun við val á staðsetningu mæla í sveitarfélaginu.  Fjárfestingin í nýju mælunum mun því einnig skila sér til aukinni nákvæmni í mælingum á Reykjanesi og inn á mælanet Umhverfisstofnunar,” segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.

isavia.is

„Við erum mjög ánægð með samstarfið með Isavia við að setja upp loftgæðamæla sem eiga að tryggja góða loftvist handa starfsmönnum Isavia, ferðamönnum og íbúum á Reykjanesi. Tækninni hefur fleygt fram og er núna mun auðveldar að vera með mælingar sem eru sýndar í rauntíma. Við óskum Isavia til hamingju með mælana.“ Heiðar Karlsson, framkvæmdastjóri Vista.

isavia.is
Loftgæði Sandgerði
Loftgæðamælir í Sandgerði

AQMesh mælarnir bjóða upp á eftirfarandi kosti:

 • Getur mælt allt að 6 lofttegundir í einu, svifryk (PM1, 2.5, 4 og 10), ásamt hita og rakastigi.
 • 5 ára ábyrgð á búnaði
 • Fríjar uppfærslur á hugbúnaði og reiknilíkönum (e. firmware and algorithm)
 • Einföld uppsetning
 • Öll gögn eru aðgengileg í gegnum vefkerfi Vista (Vista Data Vision)
 • API aðgengi
Upplýsingar um mælingar í Vista Data Vision

HP Gámar taka í notkun snjallagámalausn VISTA

Gámafyrirtækið HP Gámar, sem sérhæfir sig í heildarlausnum í soprhirðu fyrir fyrirtæki og einstaklinga, hefur tekið í notkun Sorpumsjónarkerfi frá VISTA. Kerfið saman stendur af hugbúnaði og nemum. Nemar mæla magn sorps í öllum gerðum gáma, allt frá litlum sorptunnum til djúpgáma. Nemarnir senda svo frá sér gögn inn í gagnakerfið Vista Data Vision og þar er hægt að fylgjast með raunstöðu á magni sorps í gámunum. Einnig er auðvelt að sjá nákvæma staðsetningu gámanna á korti. Þannig er hægt að skipuleggja tæmingu af meiri nákvæmni en áður og ná fram töluverðri hagræðingu. Gámar eru því einungis losaðir þegar þess gerist þörf og ekki er verið að tæma hálf tóma gáma. Eins er komið í veg fyrir að gámar standi stútfullir í marga daga með tilheyrandi óþægindum fyrir viðskiptavini.

Snjallir djúpgámar

Helstu kostir

 • Fækkun á losunarferðum
 • Sveigjanleiki við losun
 • Lækkun á eldsneytiskostnaði
 • Lækkað kolefnisspor

Snjallagámar er hluti af Snjallborgarlausnum Vista þar sem fyrirtæki hafa heildarsýn yfir notkun og staðsetningu á sorpgámum.

Mælingar sýna að það sé hægt að ná fram mikilli hagræðingu með því að fækka ferðum við losanir. Með noktun á stækkandi NB-IoT neti á Íslandi er hægt að tengja nema við (FROSINN) %útskýra hvað þetta er%

Snjallagámar auðvelda alla sorphirðu og stuðla að hagkvæmni í rekstri.
Staðsetning og notkun er sýnd á GIS korti

Notkun snjallagáma styður við umhverfismarkmið Sameinuðu þjóðanna um að sporna við sóun og auka sjálfbærni í rekstri fyrirtækja og bæjarfélaga.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

 

Seyðisfjörður – Uppsetning á Shape Acceleration Array

Vista hefur í samstarfi við Veðurstofu Íslands sett upp Shape Acceleration Array á Seyðisfirði. Tilgangur verkefnisins er að fylgjast með hreyfingum á óstöðugum jarðvegi í hlíðunum fyrir ofan Seyðisfjarðabæ, á svæði sem kallað er Neðri botnar, vestan megin við Búðará.

Verkefnið er hluti af þeim eftirlitsbúnaði sem hefur verið settur upp eftir skriðuföllin sem urðu fyrir jólin 2020. Með aukinni úrkomu og minnkun á sífrera í fjöllum aukast líkur á skriðuföllum úr hlíðum landsins. Mikið af byggð á Íslandi er í þröngum fjörðum þar sem hætta er á snjóflóðum og nú bætist við aukin hætta á skriðuföllum.

Rauða örin sýnir hvar borholan er staðsett. (Mynd: Veðurstofa Ísland)

„Sífreri í fjöllum fer minnkandi með hækkun hitastigs. Úrkomumynstrið er að breytast þannig að það er að koma meiri rigning í stað snjókomu. En hvort það er hægt að tengja einstaka atburði við það er erfitt. Þegar kemur að skriðuföllum á Íslandi, þá þurfum við að setja aukinn kraft í rannsóknir þar. Sú vinna er hafin, en það þarf ennþá meira til.”

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra í Frétt RÚV 16.01.2021.

Í samvinnu við Veðurstofuna setti VISTA jarðvegsmæli af gerðinni Shape Acceleration Array (SSA), í borholu sem staðsett er fyrir ofan Seyðisfjarðarbæ. Borholan var þegar til staðar og var notuð til að mæla grunnvatnsstöðu.

Verkfræðistofan Vista hefur mikla þekkingu og áratuga reynslu af því að setja upp flókinn mælabúnað við íslenskar aðstæður. Við eigum í góðu samstarfi við fjölda framleiðanda af búnaði og í þessu tilfelli var notaður SSA mælir frá Measurand, sem hefur einkaleyfi á slíkum mælum. Einnig er notaður síriti (e. data logger) frá Campbell, en Vista hefur átt í löngu og farsælu samstarfi við þann framleiðanda.

Öllum mæligögnum er svo safnað saman í hugbúnaðarkerfið Vista Data Vision, sem er sérhæft til að taka við og birta gögn frá þeim fjölbreyttu mælitækjum sem notuð eru hjá Veðurstofu Íslands.

Hvað er Shape Acceleration Array?

Ekki er til gott íslenskt orð yfir þessa gerð mæla, nokkrar hugmyndir hafa þó skotið upp kollinum eins og t.d. slöngumælir, jarðvegsaðlögunarmælir og jarðvegstommustokkur.

En byrjum á að útskýra hvað SAA gerir og þá er mögulega hægt að finna gott íslenskt orð.

SSA er í raun risa tommustokkur sem er settur saman af fjölmörgum jafnlöngum einingum og er hver eining 50 cm. Þetta er svo sett ofan í borholur. Borholan þarf að vera fóðruð með kápu (plaströr) sem þarf að vera frá 47 mm til 100 mm að innanmáli. Dýpt holanna getur verið mjög mismunandi. Eiginleikar mælisins eru þeir að hann nemur hreyfingar á jarðvegi á mismunandi dýpi upp á millimeter. SSA hefur þann sérstaka eiginleika að hægt er að sjá stefnu hreyfingar, ólíkt TDR-aðferð sem sýnir bara dýpi hreyfinga.

SAA komið fyrir í jarðvegi.

Notkunarmöguleikar

 • Lóðrétt (vertical) mæling, mælinum er komið fyrir í borholu.
 • Lárétt (Horizontal) mæling, mælirinn er settur í rör og mælir hvernig jarðvegur aflagast á láréttu svæði.
 • Boga (ARC) mæling, við gangagerð til að fylgjast með boga ganganna sé réttur.

Framkvæmd


Starfsmenn Vista fóru til Seyðisfjarðar og komu mælinum fyrir í boholunni fyrir ofan bæinn sumarið 2021. Mælinum er slakað ofan í holuna með því að vinda mælistikurnar af keflinu.

Shape Acceleration Array er geymdir á sérstöku kerfli áður en þeim er komið fyrir á mælistað.

Helstu áskoranir sem þarf að kljást við þegar SAA er komið fyrir í boholu eru nokkar. Tryggja þarf stöðugan botn sem er fastur og í þessu tilviki þurfti að steypa botn í borholuna sem var full af vatni. Fyrsti dagurinn fór því í að koma mælibúnaðinum á staðinn og steypa botnstykki í botn borholunnar, ásamt því að setja upp mæliskáp. Á degi tvö var hægt að byrja á að koma SSA fyrir í borholunni sjálfri, og gekk sú vinna vel. Þegar mælinum er komið fyrir vindur hann upp á sig og myndar spíral. Sérstakt toppstykki er svo fest ofan á holuna til að þrýsta mælinum niður og tryggja þannig stöðuleika og hámarksvirkni mælisins. Restin af ferðinni var notuð við prófanir á mælinum og tryggja að gögn væru að skila sér í gagnakerfið Vista Data Vision.

 • Botn mæliholunar þarf að vera stöðugur. Ekki er hægt að tryggja nákvæmar mælingar ef neðsti endi mælisins er ekki fastur.
 • Þegar búið er að koma mælinum fyrir í boholunni þarf að þrýsta mælinum niður þannig að spírall mælisins haldist réttur í borholu.
 • Setja þarf toppstykkið rétt á.
 • Stilla þarf afstöðu mælsisns til að tryggja réttan X og Y ás.

Stilla þarf rétta afstöðu mælis við uppsetningu

Vista setur upp SAA

Eggert Guðmundsson Tæknistjóri Vista slakar mælinum ofan í holuna.

Niðurstaða

Í heildina gekk uppsetningin vel. Mælirinn fór að skila gögnum í Vista Data Vision hjá Veðurstofunni strax á degi tvö eða um leið og búið var vera tengja hann við Campbell sírita og fjarskiptabúnað.

Nú er því hægt að fylgjast með hreyfingum í jarðvegi upp á 1 mm og hefur Veðurstofa Íslands fengið enn eitt vopnið til að tryggja öryggi almennings og mannvirkja við Seyðisfjörð. Hægt er að stilla sjálfvirkar viðvaranir sem geta látið vita ef hreyfing verður of snögg eða mikil. Má þannig fá glögga mynd af því sem er að gerast í jarðvegi í kringum borholuna og á hvaða dýpi.

Ljóst má vera að reynslan við uppsetningar á SSA hérna á landi á eftir að koma að góðum notum á næstu árum. Margir bæir og önnur mannvirki standa í bröttum hlíðum landsins þar sem hætta er á skriðuföllum með til heyrandi hættu.

Myndin (að neðan) sýnir hverning mælirinn liggur lóðrétt í boholunni niður á 17 metra dýpi á y-ás og svo hliðrun á x-ás upp á mm. Hver lína merkt með tíma táknar eina mælingu.

Vista mæligögn

Nú auglýsum við bara eftir fallegu íslensku orði fyrir Shape Acceleration Array?

Heimildir

Mesurand.com

Veðurstofa Ísland

TDR – Aðferð

Sífelt berast fréttir af auknum skriðuföllum hér á landi. Má þá nefna aurskriðurnar á Seyðisfirði í desember 2020 , og svo núna við Varmhlíð (Skagafirði) og svo við skíðasvæðið við Tindastól allt á sömu 24 tímunum. Má öllum vera ljóst að með aukinn úrkomu sem kemur til með hlýnun loftslags að líkurnar á aurskriðum fer fjölgandi. Landfræði íslands er þannig að víða um land er byggt í þröngum fjörðum eða undir fjallshlíðum. Íslendingar þurfa því að búa við hættun á snjófljóðum og svo aurskriðum. En hvað er í raun til ráða?

Miða við þær breytingar sem við íslendingar erum að upplifa þá verðum við að leita í reynslu nágranna þjóða og annar þjóða sem hafa langa hefði fyrir því að að eiga við aurskriður eða unnið við gangagerð og námuvinnslu. Ein af þeim aðferðum sem er mikið notuð erlendis er TDR – Aðferðin eða (Time-domain reflectometer).

Time-domain reflectometer

TDR í raun mjög einföld aðferð sem byggir á því að skjóta rafpúls eftir kapli (coax kapli) og mæla endurkastið á rafpúlsinum. Aðferðarfræðin byggir á sömu eðlisfræðilögmálum og radar sem er notaður af flugvélum og skipum til ákvarða staðsetningu annar farartækja. Hægt er að reikna út staðsetningu skemmdar eða rofa á Coax kapli þar sem 3 meginn þættir liggja fyrir; Lengd kapals, hraði rafpúls (e. Velocity of progogation (Vp) og tími frá upphafi rafpúls og endurkasts. Flest allir Coax Kaplar eru framleiddir með viðnám upp á 50ohm eða 75ohm. Þennan eiginleika má nýta til að mæla breytingar á viðnámi (impedance). Eftir því sem viðnámið eykst í kaplinum vegna skemmda á skermingu kapals eða rof á kapli, því meira endurkast. Þannig má sjá með mikilli nákvæmni hvar skemmdin er og hvar jarðvegur er á hreyfingu í mæliholu.

Hverning er TDR mæling framkvæmd

Við eftirlit á óstöðugum jarðvegi þá er boruð mælihola niður á fastan jarðveg. Staðsetning holunar fer eftir því hvar hugsanleg brotfletir eru eða það sé verið að mæla jarðvegs skrið t.d. í lautum í dölum eða öxl við veg. Holan er grautuð með sementi og Coaxl Kapallinn er settur ofan í holun. Mikilvægt er að tryggja að hreyfing á jarðvegi muni valda skemmdum á kaplinum og það verði greinilegt rof.

Hverning mælibúnað þarf

Vista býður upp á búnað frá Campbell TDR200 sem er sérhæfður í því að túlka og greina TDR mælingar. Er Campbell í raun eini framleiðandinn sem hefur sérhæft sig svona í TDR mælingum. TDR200 er svo tengdur við data-logger sem skilar gögnum í Vista Data Vision sem sýnir gögnin á grafískan máta.

Kostir TDR

 • Einföld uppsetning
 • Ódýrari en margar aðrara aðferðir svo sem SAA og Inclinometers
 • Gefur nákvæma mynd af brotasvæði (e. sheerzone)
 • Er hægt að nota sem viðvörunarkerfi ef jarðvegshlaup verður t.d. með sírenu eða öðrum sendingum

Gallar TDR

 • Getur ekki sýnt í hvaða átt hreyfing á jarðvegi er
 • Getur ekki mælt halla
 • Kapallinn verður að verða fyrir skemmd eða rofi til að skila mælingu

TDR Samantekt

TDR er í raun mjög hagkvæm aðferð við að mæla hreyfingar á jarðvegi. Fyrir utan borun á mæliholum þá er uppsetning tiltölulega einföld og getur gefið mjög góða mynd af þeirri hreyfingu sem er að eiga sér stað í jarðvegi.

Heimildir

Applications of time-domain reflectometry to landslide and slope monitoring Dr. William F. Kane, Timothy J. Beck and Jeremy J. Hughes

Monitoring slope movement with Time Domain Reflectometry, Dr. William F. Kane

Dr. William F. Kane frá Kanegeo tech er samstarfsaðili Verkfræðistofu Vista.  Kane GeoTech hafa áratuga reynslu af uppsetningum á TDR Aðferð með góðum árangri. Hefur Dr. W.Kane skrifað fjölda greina um notkun á TDR.

Rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina

Í janúar 2021 var Vista, í samvinnu við VSÓ Ráðgjöf, úthlutað rannsóknarstyrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Styrknum er ætlað að kanna hvernig hægt er að nota mælabúnað til að fylgjast með óstöðugleika í jarðvegsfláum. Nýverið fóru starfsmenn Vista Verkfræðistofu á mælistað til að setja upp nema sem er ætlað að fylgjast með hreyfingu á jarðvegi. Í samvinnu við Vegagerðina var mælistaðurinn valinn við gatnamótin við veg 76 (til Siglufjarðar) og 793 (Siglufjarðarskarð), eða það sem er í daglegu tali kallað Fljótin.

Vegur 76 hefur verið mjög óstöðugur og þeir sem aka þar um hann hafa gjarnan upplifað kafla þar sem varla er bundið slitlag, heldur í raun bara malarkaflar. Orsakast þetta af því að jarðvegurinn er á mikilli hreyfingu sem kallar á stöðugar viðgerðir. Hefur Vegagerðin verið með þennan kafla á leiðinni til Siglufjarðar undir miklu eftirlit.

Verkefnið

Til er mikill fjöldi af mælibúnaði sem hægt er að nota til að mæla hreyfingar á jarðvegi. En þessu tilfelli var ákveðið að prófa notkun á svokölluðum togmælum (e. exstension meters). Rétt að taka fram að þetta er ekki newton mælir. Er þá sett akkeri sem er tengt við vír, sem er svo tengdur við mælinn. Mælirinn nemur hreyfinguna á vírnum þegar akkerið hreyfist í jarðveginum. Búnaðurinn er tengdur við mæliskáp sem inniheldur sírita (e. data logger) og módem (GSM) og fær orku frá rafhlöðu sem er tengd við sólarsellu. Þessi nálgun eru mjög hagkvæm þar sem búnaðurinn er ódýr borinn saman við t.d. SSAV (aðlögunarmæla) eða Inclinometer (hallamæla sem eru settir í slíður).

Akkeri er tengt við mælivírinn
Akkeri tengt við mælivír
Tengiskápur sem geymir togmælinn.
Togmælir í mæliboxi
Tengisápur og Samskiptaskápur sem er tengdur við batterí/ sólarsellu
Mæliskápur og samskiptaskápur
Mælivírinn er grafinn í jörð. Hér sést hvar akkerið hefur verið grafið niður í veginn en það var sett í kantinn á veginum, nær sjónum.

Gögn og meðferð á þeim

Öllum gögnum frá mælinum er hlaðið upp í skýlausn Vista (Vista Data Vision) í gegnum módem. Þannig geta sérfræðingar Vista skoðað gögnin yfir mælitímann og fylgst með hreyfingum á jarðvegi. Mælirinn sem er notaður í verkefnið er mjög næmur á allar hreyfingar, allt niður í 1 mm. Það verður því mjög fróðlegt að fylgjast með mæligildum yfir sumarið og sjá hvort að leysingar og regnvatn hafi áhrif á mælingar.

Vista Data Vision geymir gögnin á aðgengilegan máta og er hægt að fylgjast með hreyfingum.

Búnaðarlisti

Aðalbúnaður (rafeindabúnaður)

 • Campbell Scientific CR300 Cell215 logger með síma módemi og hleðslustýringu, búnaður sem hefur komið einstaklega vel út á íslandi.
 • 10 W Sólarsella tengd við CR300
 • 115Ah Rafgeymir
 • FIAMA (e. Wire linear potentiometric transducers)

Starfsmenn Vista hafa áratuga reynslu í uppsetningu, stillingum og viðhaldi á búnaði sem þessum. Heyrðu í okkur á vista@vista.is þú vilt vita meira.

Shape Acceleration Array – Uppsetning á Seyðisfirði

Sumarið byrjar vel hjá okkur í Vista. Þeir Hallmar Gauti Halldórsson rafmagnstæknifræðingur og Eggert Guðmundsson tæknistjóri eru klárir að fara austur á Seyðisfjörð til að setja upp “Shape Acceleration Array” (SAA) fyrir Veðurstofu Íslands. Um er að ræða fyrstu uppsetningu á SAA hérna á Íslandi, eftir því sem við komumst næst. Mælirinn mun nema hreyfingar á jarðvegi í 17 metra djúpri borholu fyrir ofan Seyðisfjarðarbæ. Allar mælingar verða gerðar aðgengilegar í vefkerfi Vista (Vista Data Vision) og þannig getur Veðurstofan fylgst með hreyfingum í jarðvegi á mismunandi dýpi.

Myndin sýnir SSA mælinn ásamt tengiskáp með sólarsellu. Var tekinn með ýmis búnaður til að vera við öllu búnir þegar komið væri á verkstað.