Fréttir af Vista og verkefnum tengdum Vista

HP Gámar taka í notkun snjallagámalausn VISTA

Gámafyrirtækið HP Gámar, sem sérhæfir sig í heildarlausnum í soprhirðu fyrir fyrirtæki og einstaklinga, hefur tekið í notkun Sorpumsjónarkerfi frá VISTA. Kerfið saman stendur af hugbúnaði og nemum. Nemar mæla magn sorps í öllum gerðum gáma, allt frá litlum sorptunnum til djúpgáma. Nemarnir senda svo frá sér gögn inn í gagnakerfið Vista Data Vision og þar er hægt að fylgjast með raunstöðu á magni sorps í gámunum. Einnig er auðvelt að sjá nákvæma staðsetningu gámanna á korti. Þannig er hægt að skipuleggja tæmingu af meiri nákvæmni en áður og ná fram töluverðri hagræðingu. Gámar eru því einungis losaðir þegar þess gerist þörf og ekki er verið að tæma hálf tóma gáma. Eins er komið í veg fyrir að gámar standi stútfullir í marga daga með tilheyrandi óþægindum fyrir viðskiptavini.

Snjallir djúpgámar

Helstu kostir

 • Fækkun á losunarferðum
 • Sveigjanleiki við losun
 • Lækkun á eldsneytiskostnaði
 • Lækkað kolefnisspor

Snjallagámar er hluti af Snjallborgarlausnum Vista þar sem fyrirtæki hafa heildarsýn yfir notkun og staðsetningu á sorpgámum.

Mælingar sýna að það sé hægt að ná fram mikilli hagræðingu með því að fækka ferðum við losanir. Með noktun á stækkandi NB-IoT neti á Íslandi er hægt að tengja nema við (FROSINN) %útskýra hvað þetta er%

Snjallagámar auðvelda alla sorphirðu og stuðla að hagkvæmni í rekstri.
Staðsetning og notkun er sýnd á GIS korti

Notkun snjallagáma styður við umhverfismarkmið Sameinuðu þjóðanna um að sporna við sóun og auka sjálfbærni í rekstri fyrirtækja og bæjarfélaga.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

 

Seyðisfjörður – Uppsetning á Shape Acceleration Array

Vista hefur í samstarfi við Veðurstofu Íslands sett upp Shape Acceleration Array á Seyðisfirði. Tilgangur verkefnisins er að fylgjast með hreyfingum á óstöðugum jarðvegi í hlíðunum fyrir ofan Seyðisfjarðabæ, á svæði sem kallað er Neðri botnar, vestan megin við Búðará.

Verkefnið er hluti af þeim eftirlitsbúnaði sem hefur verið settur upp eftir skriðuföllin sem urðu fyrir jólin 2020. Með aukinni úrkomu og minnkun á sífrera í fjöllum aukast líkur á skriðuföllum úr hlíðum landsins. Mikið af byggð á Íslandi er í þröngum fjörðum þar sem hætta er á snjóflóðum og nú bætist við aukin hætta á skriðuföllum.

Rauða örin sýnir hvar borholan er staðsett. (Mynd: Veðurstofa Ísland)

„Sífreri í fjöllum fer minnkandi með hækkun hitastigs. Úrkomumynstrið er að breytast þannig að það er að koma meiri rigning í stað snjókomu. En hvort það er hægt að tengja einstaka atburði við það er erfitt. Þegar kemur að skriðuföllum á Íslandi, þá þurfum við að setja aukinn kraft í rannsóknir þar. Sú vinna er hafin, en það þarf ennþá meira til.”

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra í Frétt RÚV 16.01.2021.

Í samvinnu við Veðurstofuna setti VISTA jarðvegsmæli af gerðinni Shape Acceleration Array (SSA), í borholu sem staðsett er fyrir ofan Seyðisfjarðarbæ. Borholan var þegar til staðar og var notuð til að mæla grunnvatnsstöðu.

Verkfræðistofan Vista hefur mikla þekkingu og áratuga reynslu af því að setja upp flókinn mælabúnað við íslenskar aðstæður. Við eigum í góðu samstarfi við fjölda framleiðanda af búnaði og í þessu tilfelli var notaður SSA mælir frá Measurand, sem hefur einkaleyfi á slíkum mælum. Einnig er notaður síriti (e. data logger) frá Campbell, en Vista hefur átt í löngu og farsælu samstarfi við þann framleiðanda.

Öllum mæligögnum er svo safnað saman í hugbúnaðarkerfið Vista Data Vision, sem er sérhæft til að taka við og birta gögn frá þeim fjölbreyttu mælitækjum sem notuð eru hjá Veðurstofu Íslands.

Hvað er Shape Acceleration Array?

Ekki er til gott íslenskt orð yfir þessa gerð mæla, nokkrar hugmyndir hafa þó skotið upp kollinum eins og t.d. slöngumælir, jarðvegsaðlögunarmælir og jarðvegstommustokkur.

En byrjum á að útskýra hvað SAA gerir og þá er mögulega hægt að finna gott íslenskt orð.

SSA er í raun risa tommustokkur sem er settur saman af fjölmörgum jafnlöngum einingum og er hver eining 50 cm. Þetta er svo sett ofan í borholur. Borholan þarf að vera fóðruð með kápu (plaströr) sem þarf að vera frá 47 mm til 100 mm að innanmáli. Dýpt holanna getur verið mjög mismunandi. Eiginleikar mælisins eru þeir að hann nemur hreyfingar á jarðvegi á mismunandi dýpi upp á millimeter. SSA hefur þann sérstaka eiginleika að hægt er að sjá stefnu hreyfingar, ólíkt TDR-aðferð sem sýnir bara dýpi hreyfinga.

SAA komið fyrir í jarðvegi.

Notkunarmöguleikar

 • Lóðrétt (vertical) mæling, mælinum er komið fyrir í borholu.
 • Lárétt (Horizontal) mæling, mælirinn er settur í rör og mælir hvernig jarðvegur aflagast á láréttu svæði.
 • Boga (ARC) mæling, við gangagerð til að fylgjast með boga ganganna sé réttur.

Framkvæmd


Starfsmenn Vista fóru til Seyðisfjarðar og komu mælinum fyrir í boholunni fyrir ofan bæinn sumarið 2021. Mælinum er slakað ofan í holuna með því að vinda mælistikurnar af keflinu.

Shape Acceleration Array er geymdir á sérstöku kerfli áður en þeim er komið fyrir á mælistað.

Helstu áskoranir sem þarf að kljást við þegar SAA er komið fyrir í boholu eru nokkar. Tryggja þarf stöðugan botn sem er fastur og í þessu tilviki þurfti að steypa botn í borholuna sem var full af vatni. Fyrsti dagurinn fór því í að koma mælibúnaðinum á staðinn og steypa botnstykki í botn borholunnar, ásamt því að setja upp mæliskáp. Á degi tvö var hægt að byrja á að koma SSA fyrir í borholunni sjálfri, og gekk sú vinna vel. Þegar mælinum er komið fyrir vindur hann upp á sig og myndar spíral. Sérstakt toppstykki er svo fest ofan á holuna til að þrýsta mælinum niður og tryggja þannig stöðuleika og hámarksvirkni mælisins. Restin af ferðinni var notuð við prófanir á mælinum og tryggja að gögn væru að skila sér í gagnakerfið Vista Data Vision.

 • Botn mæliholunar þarf að vera stöðugur. Ekki er hægt að tryggja nákvæmar mælingar ef neðsti endi mælisins er ekki fastur.
 • Þegar búið er að koma mælinum fyrir í boholunni þarf að þrýsta mælinum niður þannig að spírall mælisins haldist réttur í borholu.
 • Setja þarf toppstykkið rétt á.
 • Stilla þarf afstöðu mælsisns til að tryggja réttan X og Y ás.

Stilla þarf rétta afstöðu mælis við uppsetningu

Vista setur upp SAA

Eggert Guðmundsson Tæknistjóri Vista slakar mælinum ofan í holuna.

Niðurstaða

Í heildina gekk uppsetningin vel. Mælirinn fór að skila gögnum í Vista Data Vision hjá Veðurstofunni strax á degi tvö eða um leið og búið var vera tengja hann við Campbell sírita og fjarskiptabúnað.

Nú er því hægt að fylgjast með hreyfingum í jarðvegi upp á 1 mm og hefur Veðurstofa Íslands fengið enn eitt vopnið til að tryggja öryggi almennings og mannvirkja við Seyðisfjörð. Hægt er að stilla sjálfvirkar viðvaranir sem geta látið vita ef hreyfing verður of snögg eða mikil. Má þannig fá glögga mynd af því sem er að gerast í jarðvegi í kringum borholuna og á hvaða dýpi.

Ljóst má vera að reynslan við uppsetningar á SSA hérna á landi á eftir að koma að góðum notum á næstu árum. Margir bæir og önnur mannvirki standa í bröttum hlíðum landsins þar sem hætta er á skriðuföllum með til heyrandi hættu.

Myndin (að neðan) sýnir hverning mælirinn liggur lóðrétt í boholunni niður á 17 metra dýpi á y-ás og svo hliðrun á x-ás upp á mm. Hver lína merkt með tíma táknar eina mælingu.

Vista mæligögn

Nú auglýsum við bara eftir fallegu íslensku orði fyrir Shape Acceleration Array?

Heimildir

Mesurand.com

Veðurstofa Ísland

TDR – Aðferð

Sífelt berast fréttir af auknum skriðuföllum hér á landi. Má þá nefna aurskriðurnar á Seyðisfirði í desember 2020 , og svo núna við Varmhlíð (Skagafirði) og svo við skíðasvæðið við Tindastól allt á sömu 24 tímunum. Má öllum vera ljóst að með aukinn úrkomu sem kemur til með hlýnun loftslags að líkurnar á aurskriðum fer fjölgandi. Landfræði íslands er þannig að víða um land er byggt í þröngum fjörðum eða undir fjallshlíðum. Íslendingar þurfa því að búa við hættun á snjófljóðum og svo aurskriðum. En hvað er í raun til ráða?

Miða við þær breytingar sem við íslendingar erum að upplifa þá verðum við að leita í reynslu nágranna þjóða og annar þjóða sem hafa langa hefði fyrir því að að eiga við aurskriður eða unnið við gangagerð og námuvinnslu. Ein af þeim aðferðum sem er mikið notuð erlendis er TDR – Aðferðin eða (Time-domain reflectometer).

Time-domain reflectometer

TDR í raun mjög einföld aðferð sem byggir á því að skjóta rafpúls eftir kapli (coax kapli) og mæla endurkastið á rafpúlsinum. Aðferðarfræðin byggir á sömu eðlisfræðilögmálum og radar sem er notaður af flugvélum og skipum til ákvarða staðsetningu annar farartækja. Hægt er að reikna út staðsetningu skemmdar eða rofa á Coax kapli þar sem 3 meginn þættir liggja fyrir; Lengd kapals, hraði rafpúls (e. Velocity of progogation (Vp) og tími frá upphafi rafpúls og endurkasts. Flest allir Coax Kaplar eru framleiddir með viðnám upp á 50ohm eða 75ohm. Þennan eiginleika má nýta til að mæla breytingar á viðnámi (impedance). Eftir því sem viðnámið eykst í kaplinum vegna skemmda á skermingu kapals eða rof á kapli, því meira endurkast. Þannig má sjá með mikilli nákvæmni hvar skemmdin er og hvar jarðvegur er á hreyfingu í mæliholu.

Hverning er TDR mæling framkvæmd

Við eftirlit á óstöðugum jarðvegi þá er boruð mælihola niður á fastan jarðveg. Staðsetning holunar fer eftir því hvar hugsanleg brotfletir eru eða það sé verið að mæla jarðvegs skrið t.d. í lautum í dölum eða öxl við veg. Holan er grautuð með sementi og Coaxl Kapallinn er settur ofan í holun. Mikilvægt er að tryggja að hreyfing á jarðvegi muni valda skemmdum á kaplinum og það verði greinilegt rof.

Hverning mælibúnað þarf

Vista býður upp á búnað frá Campbell TDR200 sem er sérhæfður í því að túlka og greina TDR mælingar. Er Campbell í raun eini framleiðandinn sem hefur sérhæft sig svona í TDR mælingum. TDR200 er svo tengdur við data-logger sem skilar gögnum í Vista Data Vision sem sýnir gögnin á grafískan máta.

Kostir TDR

 • Einföld uppsetning
 • Ódýrari en margar aðrara aðferðir svo sem SAA og Inclinometers
 • Gefur nákvæma mynd af brotasvæði (e. sheerzone)
 • Er hægt að nota sem viðvörunarkerfi ef jarðvegshlaup verður t.d. með sírenu eða öðrum sendingum

Gallar TDR

 • Getur ekki sýnt í hvaða átt hreyfing á jarðvegi er
 • Getur ekki mælt halla
 • Kapallinn verður að verða fyrir skemmd eða rofi til að skila mælingu

TDR Samantekt

TDR er í raun mjög hagkvæm aðferð við að mæla hreyfingar á jarðvegi. Fyrir utan borun á mæliholum þá er uppsetning tiltölulega einföld og getur gefið mjög góða mynd af þeirri hreyfingu sem er að eiga sér stað í jarðvegi.

Heimildir

Applications of time-domain reflectometry to landslide and slope monitoring Dr. William F. Kane, Timothy J. Beck and Jeremy J. Hughes

Monitoring slope movement with Time Domain Reflectometry, Dr. William F. Kane

Dr. William F. Kane frá Kanegeo tech er samstarfsaðili Verkfræðistofu Vista.  Kane GeoTech hafa áratuga reynslu af uppsetningum á TDR Aðferð með góðum árangri. Hefur Dr. W.Kane skrifað fjölda greina um notkun á TDR.

Rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina

Í janúar 2021 var Vista, í samvinnu við VSÓ Ráðgjöf, úthlutað rannsóknarstyrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Styrknum er ætlað að kanna hvernig hægt er að nota mælabúnað til að fylgjast með óstöðugleika í jarðvegsfláum. Nýverið fóru starfsmenn Vista Verkfræðistofu á mælistað til að setja upp nema sem er ætlað að fylgjast með hreyfingu á jarðvegi. Í samvinnu við Vegagerðina var mælistaðurinn valinn við gatnamótin við veg 76 (til Siglufjarðar) og 793 (Siglufjarðarskarð), eða það sem er í daglegu tali kallað Fljótin.

Vegur 76 hefur verið mjög óstöðugur og þeir sem aka þar um hann hafa gjarnan upplifað kafla þar sem varla er bundið slitlag, heldur í raun bara malarkaflar. Orsakast þetta af því að jarðvegurinn er á mikilli hreyfingu sem kallar á stöðugar viðgerðir. Hefur Vegagerðin verið með þennan kafla á leiðinni til Siglufjarðar undir miklu eftirlit.

Verkefnið

Til er mikill fjöldi af mælibúnaði sem hægt er að nota til að mæla hreyfingar á jarðvegi. En þessu tilfelli var ákveðið að prófa notkun á svokölluðum togmælum (e. exstension meters). Rétt að taka fram að þetta er ekki newton mælir. Er þá sett akkeri sem er tengt við vír, sem er svo tengdur við mælinn. Mælirinn nemur hreyfinguna á vírnum þegar akkerið hreyfist í jarðveginum. Búnaðurinn er tengdur við mæliskáp sem inniheldur sírita (e. data logger) og módem (GSM) og fær orku frá rafhlöðu sem er tengd við sólarsellu. Þessi nálgun eru mjög hagkvæm þar sem búnaðurinn er ódýr borinn saman við t.d. SSAV (aðlögunarmæla) eða Inclinometer (hallamæla sem eru settir í slíður).

Akkeri er tengt við mælivírinn
Akkeri tengt við mælivír
Tengiskápur sem geymir togmælinn.
Togmælir í mæliboxi
Tengisápur og Samskiptaskápur sem er tengdur við batterí/ sólarsellu
Mæliskápur og samskiptaskápur
Mælivírinn er grafinn í jörð. Hér sést hvar akkerið hefur verið grafið niður í veginn en það var sett í kantinn á veginum, nær sjónum.

Gögn og meðferð á þeim

Öllum gögnum frá mælinum er hlaðið upp í skýlausn Vista (Vista Data Vision) í gegnum módem. Þannig geta sérfræðingar Vista skoðað gögnin yfir mælitímann og fylgst með hreyfingum á jarðvegi. Mælirinn sem er notaður í verkefnið er mjög næmur á allar hreyfingar, allt niður í 1 mm. Það verður því mjög fróðlegt að fylgjast með mæligildum yfir sumarið og sjá hvort að leysingar og regnvatn hafi áhrif á mælingar.

Vista Data Vision geymir gögnin á aðgengilegan máta og er hægt að fylgjast með hreyfingum.

Búnaðarlisti

Aðalbúnaður (rafeindabúnaður)

 • Campbell Scientific CR300 Cell215 logger með síma módemi og hleðslustýringu, búnaður sem hefur komið einstaklega vel út á íslandi.
 • 10 W Sólarsella tengd við CR300
 • 115Ah Rafgeymir
 • FIAMA (e. Wire linear potentiometric transducers)

Starfsmenn Vista hafa áratuga reynslu í uppsetningu, stillingum og viðhaldi á búnaði sem þessum. Heyrðu í okkur á vista@vista.is þú vilt vita meira.

Shape Acceleration Array – Uppsetning á Seyðisfirði

Sumarið byrjar vel hjá okkur í Vista. Þeir Hallmar Gauti Halldórsson rafmagnstæknifræðingur og Eggert Guðmundsson tæknistjóri eru klárir að fara austur á Seyðisfjörð til að setja upp “Shape Acceleration Array” (SAA) fyrir Veðurstofu Íslands. Um er að ræða fyrstu uppsetningu á SAA hérna á Íslandi, eftir því sem við komumst næst. Mælirinn mun nema hreyfingar á jarðvegi í 17 metra djúpri borholu fyrir ofan Seyðisfjarðarbæ. Allar mælingar verða gerðar aðgengilegar í vefkerfi Vista (Vista Data Vision) og þannig getur Veðurstofan fylgst með hreyfingum í jarðvegi á mismunandi dýpi.

Myndin sýnir SSA mælinn ásamt tengiskáp með sólarsellu. Var tekinn með ýmis búnaður til að vera við öllu búnir þegar komið væri á verkstað.

Spennandi tímar hjá Vista

Verkfræðistofan VISTA og Bentley Systems hafa gengið frá samningi um kaup Bentley Systems á hugbúnaðarlausninni Vista Data Vision (VDV) af VISTA.

Með kaupunum eignast Bentley Systems allan erlendan rekstur VISTA sem snýr að þróun og sölu VDV.

Starfsemi Verkfræðistofunnar VISTA á Íslandi verður óbreytt og mun stofan áfram nýta Vista Data Vision í sínum verkefnum og þjónusta notendur þess innanlands við sjálfvirka gagnasöfnun og eftirlit. Heiðar Karlsson mun taka við stöðu framkvæmdastjóra VISTA af Þórarni Andréssyni sem mun leiða starfsemi Vista Data Vision undir stjórn Bentley Systems. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VISTA.

Þórarinn Örn Andrésson, framkvæmdstjóri Vista Data Vision:

„Kaup Bentley Systems á Vista Data Vision er gríðarleg viðurkenning á þeirri vinnu sem starfsfólk VISTA hefur lagt á sig við að byggja upp rekstur VDV og gera það að leiðandi vöru á heimsvísu. Við teljum að með því að tengjast Bentley Systems, og þeirra fjölbreytta vöruúrvali, opnist fjölmörg tækifæri að þróa VDV inn á nýja og spennandi markaði.”

Heiðar Karlsson, framkvæmdstjóri VISTA:

„Þetta eru spennandi tímar fyrir Verkfræðistofuna VISTA, við sjáum nú fram á að styrkja stöðu okkar sem leiðandi fyrirtæki á sviði sjálfvirkra mælinga sem tryggja öruggan rekstur okkar viðskiptavina.

Tækifærin eru víða og með þessum breytingum verða verkefni stofunnar skýrari og við getum einbeitt okkur af fullum krafti að kjarnastarfseminni, rekstri rauntímaeftirlitskerfa.

Við munum að sjálfsögðu nota VDV í okkar verkefnum áfram og þjónusta viðskiptavini okkar í gegnum hugbúnaðinn í góðu samstarfi við Vista Data Vision. Þessar breytingar munu ekki koma til með að hafa nein áhrif á okkar viðskiptavini. Með sölunni sjáum við fram á að hugbúnaðurinn muni eflast til mikilla muna með hraðari vöruþróun.”

Um Verkfræðistofuna VISTA

Verkfræðistofan VISTA var stofnuð 1984 af Andrési Þórarinssyni. Stofan hefur verið leiðandi í rekstri rauntímaeftirlitskerfa á Íslandi. Viðskiptavinir á Íslandi eru meðal annars Landsvirkjun, HS Orka, Veðurstofa Íslands, Landspítali og mörg stærstu sveitarfélög landsins.

Meðal verkefna má nefna umhverfismælingar, orkueftirlit í mannvirkjum, eftirlit með veitukerfum og snjallborgarlausnir, svo sem eftirlit með djúpgámum, loftgæðum og ljósastýringar.

Um Vista Data Vision

VDV hugbúnaðurinn hefur verið í þróun síðustu tvo áratugi og er hannaður til þess að auðvelda eftirlit og meðhöndlun mæligagna.

VDV hefur verið leiðandi í þróun og útgáfu á hugbúnaði sem sérhæfir sig í framsetningu á rauntíma mæligögnum. Hugbúnaðurinn er notaður í yfir 2000 verkefnum víðsvegar um heiminn og birtir gögn daglega frá hundruðum þúsunda nema. Sem dæmi um slík verkefni má nefna vatnsaflsstíflur, gangnagerð og námur víða um heim.

Exxon Mobil, Fugro, SNC Lavalin, Alcoa og Vale eru meðal fjölmargra alþjóðlegra notenda VDV.

Um Bentley Systems

Bentley Systems er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í hugbúnaðargerð fyrir byggingariðnað með yfir 4.000 starfsmenn og starfsemi í 173 löndum. Fyrirtækið er þekkt fyrir vörur eins og MicroStation, STAAD og AssetWise sem eru í notkun um heim allan. Bentley Systems var skráð á Nasdaq í september á síðasta ári.

Með kaupum á Vista Data Vision og áframhaldandi vöruþróun hyggst Bentley Systems festa sig í sessi sem leiðandi afl á sviði rauntímaeftirlits og interneti hlutanna fyrir byggingariðnað. VDV lausnin mun nýtast Bentley Systems sérstaklega vel í áframhaldandi þróun á iTwin lausnum fyrirtækisins sem gera fyrirtækjum kleift að samþætta allt ferli framkvæmda frá hönnun til viðhalds í eina lausn.

Gervigrasvöllur Varmá – Stýring á heitavatnsnotkun

Verkfræðistofan Vista, í samstarfi við Mosfellsbæ, hefur sett upp orkustýringarkerfi til að stýra heitavatnsnotkun fyrir gervigrasvöllinn við Varmá.

Kerfinu er ætla að tryggja sem hagkvæmasta nýtingu á heitu vatni sem notað er við snjóbræðslu.  Mosfellsbær tryggir þannig hagkvæma nýtingu á heitu vatni og kemur í veg fyrir orkusóun. Með þessu fyrirkomulagi er hægt að stuðla að meiri sjálfbærni í rekstri. Allt eftirlit með orkunotkun verður sýnilegt í vefkerfi Vista. Umsjónaraðilar á gervigrasvellinum geta á auðveldan hátt séð hvort snjóbræðslan sé virk með því að fylgjast með raunstöðu á vellinum í gegnum vefmyndavélar eða með því að skoða virkni á vefnum.

Gervigrasvöllurinn við Varmá bætist við þann stóra hópa gervigrasvalla sem eru í eftirliti og stýringu hjá Vista Verkfræðistofu.

Sérfræðingar Vista hefa áralanga reynslu af því að ná fram hagkvæmni í rekstri með því að spara í orkunotkun og ná þannig allt að 40% sparnaði við rekstur.

Láttu okkur hjálpa þér að ná tökum á orkunotkun.


Dæmi um yfirlitsmynd af orkustýringarkerfi
Hitavatnsstýring

Vista er að stækka

Vista er að leita eftir drífandi einstaklingi á rafmagnssviði

 • Leitum að rafmagnsverkfræðingi, rafmagnstæknifræðingi eða rafmagnsiðnfræðingi.
 • Starfið er fjölbreytt og þarf viðkomandi að geta unnið við hönnun, teikningu og samsetningu á mælabúnaði. Að auki þarf að fylgja verkefnum úr húsi með uppsetningu og prófunum. 
 • Vista er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem við erum stolt af okkar verkum
 • Við hvetjum jafnt einstaklinga með reynslu sem og nýútskrifaða til þess að sækja um. Nánari upplýsingar veitir hallur@vista.is

VISTA er leiðandi í orkueftirliti og sjálfvirkum mælikerfum. Meðal helstu viðskiptavina stofunnar má nefna Veðurstofu Íslands, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun, Kópavogsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes og Mosfellsbæ.

Tekið er á móti umsóknum á vista@vista.is 
Umsóknarfrestur er til 8. mars og verður fyllsta trúnaðar gætt.

VDV hugbúnaðurinn frá VISTA í Fornebu verkefninu í Osló

VDV hugbúnaðurinn frá VISTA er notaður til þess að birta gögn frá 300 grunnvatnsmælistöðvum (e. piezometers) á GIS korti (landfræðilegu upplýsingakerfi) í Fornebu verkefninu í Osló.

Fornebu verkefnið er 8.5 km löng viðbót við neðanjarðarlestarkerfi Oslóar og mun tengja Fornebu skagann við höfuðborgina. Þetta er stærsta samgönguverkefni Oslóarbúa í yfir 20 ár og er kostnaður áætlaður í kringum 13 billjónir norskra króna.

Á þessum fyrstu stigum verkefnisins er verið að safna ýmsum jarðfræðilegum upplýsingum og árstíðabundnum breytingum á umhverfinu. Slík gögn eru síðan notuð við margvíslega ákvörðunartöku varðandi framkvæmdina.
Nánar er hægt að lesa verkefnið á heimasíðu Vista Data Vision.