Nýtt orkueftirlitskerfi í Fossvogsskóla

Nýlega var sett orkueftirlitskerfi í Fossvogsskóla sem gefur gott yfirlit um ástand allra kerfa og orkunotkun og einfaldar eftirlit starfsmanna. Nýtnitölur helstu kerfa eru mældar á 10min fresti og sendar sjálfvirkt inn á VDV orkueftirlitskerfi Vista þar sem aðgangur er að mælingum gegnum vefsíðu. Tilgangurinn er að einfalda umsjónarmönnum að reka orkukerfi skólans með hagkvæmum hætti.

Vista á Fagþingi hita-, vatns- og fráveitna 23. – 25. maí

Fagþing hita-, vatns- og fráveitna verður haldið á hótel Örk í Hveragerði dagana 23. – 25. maí nk. Það er stærsti vettvangurinn fyrir veitugeirann til að koma saman sem ein heild og ræða það sem efst er á baugi hverju sinni.

Verkfræðistofan Vista verður þar með aðstöðu til að ræða um eftirlit, mælingar og stýringar í veitukerfum.

Á föstudag 25. maí verður Vista með erindið “Nýjungar í eftirliti og rekstri veitukerfa” hefst fyrirlesturinn um 11:00

Komið og ræðið við okkur um allt sem snýr að tæknilegum rekstri veitukerfa.

Vista á Verk og vit 2018

Um helgina 8.-11. mars 2018 er sýningin Verk og vit haldin í Laugardalshöll. Síðasta sýning var fyrst haldin fyrir tveimur árum og tókst mjög vel. Verkfræðistofan Vista er aftur meðal sýnenda og á bás B1 kynnum við okkar verk og sérþekkingu. Á fimmtudag og föstudag verða léttar veitingar í boði seinni partinn.

Fyrirlestur: Nýjungar í sjálfvirku orkueftirlit
Föstudaginn (9.mars) verður Vista með fyrirlestur um nýjungar í sjálfvirku orkueftirliti. Hefst fyrirlesturinn kl 15:00 í fyrirlestrasal 1 og verða léttar veitingar í boði að honum loknum. Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir alla þá sem hafa áhuga á orkumálum bygginga og tækifærum til lækkunar á kostnaði.

Hvað verðum við að sýna?

  • Lausnir fyrir rauntímaeftirlit
  • Mælibúnað fyrir veður, umhverfi og veitur
  • Vernier búnað fyrir kennara og nemendur
  • Vefmyndavélar
  • Nýjungar í Vista Data Vision gagnahugbúnaðinum

Opnunartímar
Fimmtudaginn 8. mars kl. 17:00–21:00 (fagaðilar)
Föstudaginn 9. mars kl. 11:00–19:00 (fagaðilar)
Laugardaginn 10. mars kl. 11:00–17:00 (fagaðilar/almennir gestir)
Sunnudaginn 11. mars kl. 12:00–17:00 (fagaðilar/almennir gestir)

 

Heimasíða Verk og vit – www.verkogvit.is

Viðskiptamogginn: Íslenskt hug­vit í HM-grasi

Viðskiptamogginn fjallaði á dögunum tvö áhugaverð verkefni á vegum Vista.

Annars vegar er um að ræða verkefni í Doha, Katar þar sem VDV hugbúnaður Vista er notaður við tilraunir á grasi og mismunandi gerðum af vökvunarkerfum fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem verður haldið þar árið 2022.

Hinsvegar er fjallað um nýlegar uppsetningar á VDV í tveim stærstu stíflum Víetnam. Umfjöllunina má lesa hér.

Son La er stærsta stífla Víetnam. Hún skilar 2.400 MW en til samanburðar skilar Kárahnjúkavirkjun um 690 MW.

 

Heitavatnseftirlit fyrir Húsfélag Alþýðu

Verkfræðistofan Vista setti nýverið upp orkueftilitskerfi í byggingum á vegum Húsfélags Alþýðu.

Settir voru saman 6 kassar með þar til gerðum mælibúnaði og þeim komið fyrir hverjum mismunandi byggingum á vegum félagsins. Kassarnir voru svo tengdir við nema sem fylgjast með bæði bakrásarhitastigi og rennsli.

 

 

Mæligögninin er nú send í VDV mælikerfi Vista. Í kerfinu má fylgjast með notkun og breytingum í rauntíma og greina notkunarsögu ýtarlega. Kerfið nýtist því bæði til að koma hratt auga á bilanir auk þess sem hægt er að finna tækifæri til að stilla kerfið betur, minnka vatnsnotkun og auka sparnað.

 

Hugbúnaðaruppsetning í tveim stærstu stíflum Víetnam

Í maí síðastliðnum ferðaðist Ólafur Haukur til norðurhluta Víetnam. Ferðalagið var langt en eftir 20 klst flug til Hanoi þurfti 9 tíma keyrslu í fjallahéruðum Víetnam til að komast á áfangastað.

 

Verið að vinna í VDV. Hér má sjá aðgangsíðuna fyrir kerfið.

Verkefnið var að setja upp og kenna starfsfólki tveggja vatnsaflsvirkjanna á VDV, mælihugbúnað Verkfræðistofunnar Vista. Um var að ræða tvær stærstu stíflur Víetnam, Lai Chau (1200 MW) sem er þriðja stærsta stífla Víetnam og Son La (2400MW) sem er sú stærsta. Hvor stífla um sig hefur yfir 1000 nema sem eru meðal annars notaðir til að fylgjast með sprungum í steypu, leka undir eða meðfram stíflunni og halla stíflunnar. Ólafur Haukur Pétursson hugbúnaðarsérfræðingur Vista sinnti verkefninu frá upphafi til enda en vegna tungumálaörðuleika var fenginn túlkur til að aðstoða Ólaf við kennsluna.

 

Um 300km eru á milli stíflanna en þær eru samt sem áður á sama innanhúsneti. Þetta gerir það að verkum að auðvelt er að flytja gögn í rauntíma frá báðum stíflunum yfir í höfuðstöðvar fyrirtækissins sem eru staðsettar við aðra stífluna. VDV var því sett upp á netþjón í höfuðstöðvunum sem sá um að geyma, birta og meðhöndla öll þau mæligögn sem komu inn.

Ólafur Haukur ásamt nemendum og túlki

Ólafur var 5 daga á svæðinu og allir dagarnir voru vel nýttir. Bæði uppsetningin á kerfinu og kennslan gekk vonum framar. Í lok ferðarinnar var kerfið tilbúið og viðskiptavinurinn gat skoðað rauntíma gögn fyrir báðar stíflurnar í einu og sama kerfinu. 9 starfsmenn orkufyrirtækisins voru á námskeiðinu og útskrifuðust þeir allir úr VDV-skólanum.

 

6 x 400MW túrbínur.
Ef vel er að gáð má sjá 2 starfsmenn sitja í einni skrifstofunni neðst.

Hérna má sjá staðsetningu stíflanna.

Vista annast veðurmælingar hjá Macy’s í 11. sinn

Macy’s stórverslunin stendur árlega fyrir veglegri göngu í New York borg á Þakkargjörðarhátíð þar sem mikið fjölmenni gengur um götur borgarinnar undir hljóðfæraslætti og ber með sér fagurskreytta belgi og enn meira fjölmenni fylgist með.  Gangan byrjar við 77. stræti og endar við 34. stræti.

Verkfræðistofan Vista hefur allt frá árinu 2006 annast umsjón með birtingu veðurmælinga frá fjölda veðurstöðva meðfram gönguleiðinni og rekur veðurvefþjónustu sem er notuð af umsjónarmönnum göngunnar.

Verkfræðistofan Vista á NGM 2016

The 17th Nordic Geotechnical Meeting Reykjavik Iceland 25th – 28th of May 2016

Við verðum með bás 28 og við kynnum sérstaklega hugbúnaðinn VistaDataVision sem er gagnaumsjónar og gagnabirtingar kerfi fyrir jarðtækniverkefni og umhverfismælingar.

Mælitækni í jarðtækni hefur lítið breytst sl 20 ár að undanskildum rafeindabúnaði sem nú er innbyggður í nema. Öðru máli gegnir um alla gagnasöfnun og meðhöndlun mæligagna sem hefur tekið stórstígum framförum á sama tíma. Niðurstaðan er öruggari og einfaldari eftirlitskerfi með öflugum aðgerðum á lægra verði en áður var mögulegt.

Andrés Þórarinsson verður með fyrirlestur fimmtudaginn 26.maí
New Developments in On-line Monitoring of Geotechnical Data

ABSTRACT
Improvements in sensor designs over the past 20 years have generally only been marginal, except in the case of those which now employ micro-electronics. On the other hand data acquisition systems, communications and data handling have changed dramatically, having passed through several generations of development in the same time frame. The net result has provided reliable and simpler monitoring systems, with more features and, due to improved manufacturing productivity, all at lower cost. This paper focuses on recent developments in on-line monitoring systems and, in particular, the way in which the data can be handled. It follows the path set in pervious papers by the same authors who both work on the subject: How to handle, display and work with geotechnical data in a modern on-line monitoring system.

Verkfræðistofan Vista á Verk og Vit 2016

Verkfræðistofan Vista tekur þátt í stórsýningunni Verk og vit 2016.

Við verðum með bás A6 og við kynnum sérstaklega orkueftirlit okkar sem við höfum unnið að í fjölda ára og hefur reynst með miklum ágætum.

Orkueftirlitið er ætlað fyrir eftirlit með byggingum og öðrum sem nota mikla orku, eins og gervigrasvellir, sundlaugar og veitur.

Kíkið á nýja heimasíðu. ORKUEFTIRLIT.IS

Andrés Þórarinsson verður með fyrirlestur um orkumál föstudaginn 4.mars kl: 14:00

“Leyndardómur orkueftirlitsins – Hvað gerist bak við tjöldin? Hvernig fara peningarnir beint í ræsið? “

Eftir margra ára rannsóknir þá liggur það fyrir: Drjúgur hluti orkunotkunnar kemur ekki að neinu gagni heldur fer út í loftið eða í ræsið. Í þessu stutta fyrirlestri verða sýnd dæmi um helstu brotalamir í orkukerfum stærri bygginga. Stuðst er við raunverulegar mælingar og útskýrt í hverju ágallar er fólgnir. Þessi fyrirlestur er sniðinn að þörfum þeirra sem greiða orkureikninga stærri bygginga.

Komið og fræðist um hvernig hægt er að þéna peninga með einföldum aðferðum.