Almennar greinar um hitt og þetta

Vista er VIRKT fyrirtæki 2023

Vista Verkfræðistofa hefur fengið viðurkenningu frá Virk fyrir að vera VIRKT fyrirtæki fyrir árið 2023. Vista var valið úr hóp 1600 fyrirtækja sem eru skráð hjá VIRK sem samstarfsaðilar. Alls voru 13 fyrirtæki og stofnanir sem fengu tilnefningu sem VIRKT fyrirtæki. Vista og Össur voru svo valin sem VIRKT fyrirtæki 2023.

Vista hefur stutt með margvígslegum hætti starfsemi VIRK á undanförnum árum. Við hjá Vista erum mjög stolt af því að hafa verið valinn sem VIRKT fyrirtækið fyrir árið 2023 og þykir okkur einstaklega vænt um þessa viðurkenningu. Hlutverk fyrirtækja hlýtur að styðja við þá sem þurfa hjálp á að halda sé því viðkomið. Vista hefur veitt stuðning við aðila sem eru að koma út á vinnumarkaðinn og þurfa aukið sjálftraust og aðstoð við að koma undir sig fótunum.

Vista var tilnefnt til verðlauna

Alls voru það 13 fyrirtæki sem voru tilnefnd til verðlauna.

Það er okkur mikil ánægja að hafa verið útnefnd sem VIRKT fyrirtæki 2023 og erum við þakklát fyrir viðurkenninguna. Að hjálpa fólki er það sem gefur manni einna mest í lífinu og er það okkur mikils virði að hafa getað stutt við gott starf VIRK á undanförnum árum.

Heiðar Karlsson framkvæmdastjóri Vista

Heiðar Karlsson Vista , Vigdís Virk , Anna Dóra og Dagbjört frá Össur taka við viðurkenningum

Hægt er að fræðast meira um hlutverk VIRK á heimsíðu VIRK

Myndir birtar með leyfi frá VIRK

Hjólreiðatalningar

HJÓLREIÐAR OG AÐRIR VISTVÆNIR FERÐAMÁTAR

Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri kosið að ferðast um á vistvænan máta á Íslandi. Fólk vill fara um gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum. Þetta eru vistvænir ferðamátar sem hafa góð áhrif á umhverfið, lífsgæði og lýðheilsu. Þá hafa verið sett fram átök hjá borgaryfirvöldum til þess að koma til móts við þær áskoranir sem felast  í að bæta vistvænan ferðamáta til dæmis með uppbyggingu hjólastíga, vetrar viðhalds sem gerir fólki kleift að ferðast um allt árið sem og stuðlar að betri borg. Þessir þættir eiga að stuðla að því að loftgæði verði betri og bílaumferð minni.
Aðrar áskoranir eru á sama tíma að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað sem hefur falið í sér meiri umferð, tafir í bílaumferð og verri loftgæði. Með því að leggja áherslur á vistvænan ferðamáta er stuðlað að því að draga úr einkabílum og breyta ferðavenjum fólks. Til þess að koma til móts við vistvænar ferðavenjur þurfa aðstæður að vera hvetjandi fyrir borgarbúa. Það er hægt með lagningu aðskildar göngu og hjólastíga, bætir aðstæður hjólandi og eykur öryggi vegfarenda.

Framtíð hjólandi og gangandi umferðar á Höfuðborgarsvæðinu

Til eru áætlanir og markmið sem sett hafa verið fram varðandi aðgengi gangandi og hjólandi. Þær áætlanir sem eru í gangi eru Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021–2025 og Sáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu 2020 til 2034  og fela þessar áætlanir í sér að gera Höfuðborgarsvæðið að betri borg með góðum vistvænum ferðamátum.

Í svæðiskipulagi höfuðborgarsvæðisins kemur meðal annars fram að göngu- og hjólaleiðir eigi að tengja höfuðborgarsvæðið saman og á sama tíma mynda heildstætt kerfi göngu- og hjólastíga sem tengja Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar saman.

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur er leiðar­vísir í eflingu hjól­reiða og uppbyggingu hjól­reiða­innviða. Með þessari áætlun vill Reykjavíkurborg auka fræðslu og þekkingu á hjólum og fjölga þeim sem hjóla til og frá vinnu. Þá á bæta þjónustu fyrir vetrarþjónustu á stígum og hvetja til hjólreiða óháð aldri, getu og efnahag.

Markmið sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.

Með þessum áætlunum hafa verið sett fram hnitmiðuð og marktæk markmið og sé þeim fylgt ætti höfuðborgarsvæðið að verða fyrirtaks borg með góðum leiðum til vistvænna ferðamáta árið 2040. Til þess að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram þarf einnig að fylgjast með og mæla þá sem ferðast á vistvænan máta meðal annars með hjólatalningu.

Af hverju  er mikilvæg að telja gangandi og hjólandi umferð?

Mæling gangandi umferðar er mikilvæg fyrir skipulag og stjórnun borga, svæða og náttúrusvæða.
Svo hægt sé að fylgjast markvist með þróun hjólreiðaumferðar eru sjálfvirkar talningar góð lausn til þess að safna gögnum yfir lengri tíma, en með því er hægt að fylgjast með breytingum á umferðarmagni milli mánaða og ára. Með því að hafa sjálfvirka teljara á helstu hjólaleiðum er hægt að fylgjast með og  fá heildarmynd um þróun hjólreiða og hvort um aukningu sé að ræða á milli ára.

Hjólreiðatalningar og talningaleiðir

Áður en sjálfvirkir hjólateljarar urðu aðgengilegir var stuðst við handtalningu. Að telja handvirkt hefur bæði kosti og galla, hægt er að telja aksturstefnur, gerð hjóla og aldur, hjálmanotkun o.fl. Helstu ókostir eru hve tímafrekt og kostnaðarsamt það er. Þar sem það þyrfti að telja nokkra daga í röð á mismunandi tímum, bæði um virka daga og helgar, til þess að fá marktækar niðurstöður.
Sjálfvirkir teljarar hafa einnig kosti og galla, erfiðara er að telja hjálmnotkun vegfarenda. Kostur er að talið er í hvaða veðri sem er, stefna hins hjólandi er talin og auðveldara að safna gögnum yfir lengri tíma.
Sjálfvirkir hjólateljarar er hægt að nýta til að telja allt árið, telja fyrir ákveðin tímabil yfir árið eða talning til styttri tíma.

Hvaða lausnir eru í boði

Þeir teljarar sem Mælibúnaður býður upp á eru frá Eco -counter og hafa verið notaðar til þess að telja hjólandi og gangandi umferð í borgum um allan heim. Þeir eru meðal annars:

Eco-DISPLAY Classic+ er sýnilegur rauntímatalningarskjár fyrir reiðhjól, gangandi vegfarendur og hlaupahjól. 

Urban MULTI telur og gerir greinarmun á gangandi og hjólandi vegfarendum og mælir akstursstefnu þeirra. Þetta kerfi er venjulega sett upp varanlega og er fullkomið til að fá þróun gangandi og hjólreiðamanna með tímanum. Urban MULTI er  til að telja stóra hópa gangandi og hjólandi vegfarenda með mikilli nákvæmni sem gerir hann tilvalinn fyrir fjöl farna stíga.

Permanent ZELT er varanlegur hjólateljari sem fræst er í malbik. Hjólateljari sem hannaður er fyrir hjólreiðar í blönduðum umferðaraðstæðum.

Easy– ZELT  hentar vel þegar það þarf að telja hjólandi umferð tímabundið (í einn til sex mánuði). Kerfið notar einnota límlykkjur sem notast við segulsvið, sem skynjar þegar málmur fer yfir þær með vægum straumi sem framkallar talningu. Því er hægt að finna út hvaða farartæki fer yfir lykkjurnar út frá breytingum á straumnum. Lykkjurnar eru einfaldar til uppsetningar.

TUBE teljarar eru notaðir við tímabundna hjólatalningu. Tvær gúmmíslöngur eru settar á yfirborðið á þeim stað sem telja á. Þegar hjólað er yfir slöngurnar myndast loftþrýsingur sem ákvarðar gerð farartækis t.d. hjól eða bíll.

Myndir eru af ecocounter

Hvað er BREEAM ?

BREEAM (British Research Establishment Environmental Assessment Method) er alþjóðlegt vottunarkerfi sem er upp runnið í Bretlandi. Það er í grunninn umhverfismatskerfi sem hefur það markmið að draga úr áhrifum mannvirkja  á umhverfið við hönnun, þróun  og byggingu þeirra en einnig að dregið sé úr neikvæðum áhrifum á líftíma mannvirkjanna.

Unnt er að nota BREEAM vottunarkerfið á allar  tegundir bygginga, þ.m.t. nýbyggingar, endurgerðar byggingar og byggingar í rekstri. Með vottunarkerfinu er fjórir megin þættir sem taka þarf tillit til, sjálfbærni, samfélag, efnahagur og umhverfi.

Hvernig virkar BREEAM ?

BREEAM er notað um allan heim og er grunnurinn að BREEAM International. Nokkur lönd hafa reyndar gengið skrefi lengra og aðlagað staðalinn að þarlendum aðstæðum og bera þá mismunandi vottun t.d. í Noregi er notast við BREEAM-NOR.

BREEAM International fylgir kröfuramma fyrir flestar tegundir bygginga hvort sem þær eru íbúðarhús, stofnanir eða fyrirtæki. Nái húsnæði ekki að falla að öllum flokkum vottunarinnar er hægt að gera sniðin kröfuramma um viðkomandi byggingu sem nefnist þá BREEAM International Bespoke kerfi.

Vottunarferlið felur í sér að fá óháðan matsmann með réttindi fyrir BREEAM vottunarferli til þess að gera úttekt á mannvirkinu á  hönnunarstigi og leggur hann þá mat á hönnun og notkun bygginga út frá matskerfinu. Einnig þarf matsmaður að gera lokaúttekt í fullbúinni byggingu. Að því loknu leggur matsmaður fram endanlega matsskýrslu til BREW Global Lt.d sem gefur út vottunarskjal. Á íslandi vinna viðurkenndir matsmenn fyrir BREEAM vottunarkerfið og veita ráðgjöf við vistvottun fyrir byggingar.

BREEAM kerfinu er skipt upp í 10 umhverfisáhrifaflokka. Hver flokkur hefur mismikið vægi og eru gefin ákveðin stig fyrir hvern flokk en stigin eru mismörg eftir vægi flokksins og einnig fara stigin eftir byggingartegund hverju sinni. Til þess að  bygging standist vottun þarf hún að ná að minnsta kosti 30% stigum af byggingareinkunnkerfisins.

Þeir tíu umhverfisáhrifaflokkar í vottunkarkerfi BREEAM eru talir hér upp út frá vægi þeirra:

  • orka,
  • heilsa og vellíðan,
  • byggingarefni,
  • umhverfisstjórnun,
  • landnotkun og vistfræði,
  • mengun,
  • nýsköpun,
  • samgöngur
  • úrgangur
  • vatn

Matsferlið gefur færi á að draga úr rekstrarkostnaði eigna. Það  hjálpar einnig til að  uppfylla staðla og umhverfislöggjöf ásamt því að  gefa  betri yfirsýn, hámarka árangur í umhverfismálum, efla innri úttektir, rýniferli, gildi og söluhæfni eignar.

Af hverju er þetta mikilvæg vottun?

Það er að sjálfsögðu hægt að byggja mannvirki án þess að styðjast við ákveðin vottuð kerfi með það háleita markmið í huga að ferlið við það sé vistvænt. Hins vegar er hvorki hægt að tryggja né ganga úr skugga um að rétt sé staðið að málum og  vistvænasta leiðin farin í öllu ferlinu. Án vottunar er ekki hægt að fullyrða að um umhverfisvæna byggingarferli sé um að ræða og hægt að efast um ferlið.

BREEAM fylgir viðurkenndu vottunarkerfi svo stuðst sé við kröfuramma við allt það ferli sem fylgir því að byggja mannvirki sem heildarlausn. Frá þeim fjölmörgu þáttum sem felur í sér það ferli að byggja eins og hönnun, verktíma, rekstrartíma og orkunotkun á sem vistvænasta máta. Markmið vottunarkerfisins felur því í sér að tryggja að byggingar verði umhverfisvænni, dragi úr neikvæðum umhverfisáhrifum, byggingar verði hagkvæmari í rekstri, að ferlið bæti líftíma bygginga og stuðlar að umhverfisvænni hönnun svo að notendur búi og starfi í heilsusamlegu umhverfi.

Að viðhalda ákveðnum vistvænum markmiðum

Til að viðhalda þeim markmiðum sem sett eru fram í umhverfisáhrifaflokki í vottunkarkerfi BREEAM þá býður Vista upp á bæði ráðgjöf og búnað. Hvort sem það er í flokki orkueftirlits, heilsu og vellíðan, úrgang og vatn.

Í flokki orkueftirlits er boðið upp á búnað til orkumælingar og hitaeftirlits.

Í flokki úrgangs og vatns er boði upp á mengunarmæla og rennslismæla.

Í flokki heilsu og vellíðan eru meðal annars þessir loftgæðamælar:

AQMesh  – Harðgerður loftgæðamælir frá AQMesh til mælinga og eftirlits á loftgæðum utan- og innandyra. AQMesh getur mælt og haft eftirlit með allt að sex mismunandi gastegundum, svifryki/eindum, hljóði, vindhraða, vindátt og loftþrýstingi, hita -og rakastigi. Þeir ná að mæla agnir PM1#5 , PM 2.5#5, PM4#5 og PM10#5.

AQMesh 

Awair Omni –  Innanhúss loftgæðamælir er hannaður til að mæla og hafa eftirlit með loftgæðum hjá fyrirtækjum og stofnunum til að stuðla að heilbrigðum og öruggum loftgæðum á vinnustað. Þeir mæla rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt hita og rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu. Þeir ná að mæla agnir af stærð 2,5 míkrómetra eða minni (PM 2.5#5).

Ýtarefni fyrir BREEAM

BREEAM | BRE Group

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Grænni byggð

Hvað er GNSS?

GNSS (Global Navigation Satellite System) er samheiti yfir öll gervihnattaleiðsögukerfi sem veita staðsetningar-, leiðsögu- og tímasetningarþjónustu hvort sem hún er staðbundin eða nær yfir allan heim.

Innan GNSS er bandaríska kerfið GPS (Global Positioning System) algengast og mest þekkt. Einnig eru nokkur önnur kerfi í notkun: Rússneska herkerfið er til dæmis kallað GLONASS (Global Orbiting Navigation Satellite System). Kína hefur þróað kerfi sem kallast BeiDou-2, og  evrópska kerfið heitir Galileó.  Það sem greinir þessi kerfi hvert frá öður er t.d. mismunandi fjöldi gervihnatta í hverju kerfi, braut gervihnattanna umhverfis jörðu og sú fjarskiptatíðni sem hvert kerfi notar til samskipta.

Hvernig virkar GNSS

Tæki sem nýta sér GNSS vinna út frá því að fá staðsetningarupplýsingar og tímasetningar með aðstoð frá gervihnöttum svo hægt sé að reikna út staðartíma og staðsetningu á jörðinni. Gervihnettirnir eru á braut umhverfis jörðu og senda stöðugt upplýsingar um staðsetningu sína. Flestir GNSS móttakarar eru byggðir upp með loftneti og vinnslueiningu. Loftnetið tekur á móti gervihnattamerkjum á meðan vinnslueiningin vinnur með upplýsingarnar og breytir þeim í breiddar- og lengdargráður. Til að fá sem bestu staðsetningu þarf að minnsta kosti þrjá gervihnetti með mismunandi staðsetningu þar sem allt kerfið byggir á tímasetningu. GNSS móttakarar eru  því notaðir til leiðsögu, staðsetningarmælinga, tímamælinga og sem taktgjafar í raforku- og fjarskiptakerfum.

Gervihnattaleiðsögukerfi

 

Hvar er GNSS notað

GNSS  staðsetningar búnað er hægt að nota við margar mismunandi aðstæður hvort sem þær eru í iðnaði eða tómstundum.
GNSS búnaður er hægt að nota í byggingariðnaði, við námuvinnslu og landbúnað. Í landbúnaði hefur GNSS komið að góðum notum þegar kemur að því að stýra tækjum sjálfvirkt eða með sjónrænum hjálpatækjum.
GNSS búnaður hefur einnig verið notaður til þess að aðstoða keppnishjólreiðamenn í þar til gerðum hjólatölvu sem notaður hefur verið til að skipuleggja fyrir fram ákveðna hjólaleiðir.
Göngufólk og annað gangandi fólk getur nýtt sér GNSS til fjallgöngu. Einnig getur GNSS staðsetningarbúnaður komið að góðum notum ef um björgun á fjöllum á slösuðum göngumönnum.
Á Íslandi er meðal annars stuðst við GNSS búnað til þess að fylgjast með fleka hreyfingum, þar sem þeir færast að meðaltali um 1 cm frá hvor öðrum á hverju ári.

Vörur sem Mælibúnaður býður upp á með GNSS eru meðal annars:

Topnet Live er rauntíma GNSS leiðréttingarþjónusta  frá Topcon sem skilar hágæða gögnum til GNSS viðtaka um allan heim. TopNET live kerfi GNSS er aðgengilegt í gegnum áskrift og hentar við t.d. landmælingar, smíði, GIS (Landupplýsingakerfi) og landbúnað.

Topcon HiPer VR er fyrirferðarlítill, léttur og hannaður  til að þola jafnvel erfiðustu aðstæður. HiPer VR er hátæknibúnaður sem dugar við GNSS leiðréttingu við íslenskar aðstæður. Hann er  frá hinum heimsþekkta framleiðand TOPCON. Alhliða rakningartækni fyrir öll gervitungl og merki (GPS, GLONASS, Galileo, Beidou, IRNSS, QZSS, SBAS). Hátækni, fjölhæfur GNSS móttakari. Góðir hlutir í litlum pakka!

Hljóðmælingar

Hvað er hávaði

Hávaði er hugtak þar sem átt er við óæskileg eða hávært hljóð sem hefur truflandi áhrif á fólk. Hávaði er mældur í desibelum (dB). Misjafnt er hvaða áhrif hávaði hefur á fólk þar sem styrkur, tímalengd og tíðni hljóðs  getur verið ólíkur eftir aðstæðum. Langvarandi hávaði getur haft líkamleg og andleg áhrif og meðal annars valdið þreytu, streitu, minni einbeitningu o.fl. Mikilvægt er því að hávaði á vinnustöðum skuli vera viðunandi og ekki hærri en svo að fólk geti starfað við eðlileg skilyrði. Sé hávaði viðvarandi á vinnustöðum er mikilvægt að draga úr honum áður en hann fer yfir ákveðin mörk bæði til að verja heyrn og öryggi starfsmanna.

Afhverju eru hljóðmælingar mikilvægar

Daglega er hávaði alls staðar í umhverfi okkar og geta uppsprettur hans verið margvíslegar, bæði í vinnuumhverfinu, tómstundum og á heimilum. Hávaði getur leitt til varanlegs heyrnatjóns og valdið aðstæðum þar sem slys verða. Í aðstæðum þar sem margt fólk safnast saman getur hávaðinn verið verri ef rýmið er með lélega hljóðvist. Hávaði truflar alla starfsemi og hefur áhrif á einbeitningu starfsmanna og gerir vinnuaðstæður erfiðari

Í reglugerð Nr. 921/2006 um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum er að finna neðri og efri viðbragðsmörk og viðmiðunarmörk fyrir hávaða.

  • Neðri viðbragðsmörk eru 80 dB(A) – heyrnahlífar skulu vera til staðar ef hávaðinn nær þessu marki.
  • Efri viðbragðsmörk eru 85 dB(A) – Þegar þessum mörkum er náð er skylda að nota heyrnahlífar
  • Viðmiðunarmörk eru 87 dB(A) – Í engum tilvikum má hávaði sem starfsmenn búa við fara yfir þessi mörk að jafnaði á átta stunda vinnudegi

Hvað er hægt að gera

Það sem öll þessi hávaða mörk eiga sameiginlegt er hversu mikilvægt er að vernda heyrn okkar. Með mælingu á hávaða er hægt að draga úr afleiðingum hans á heyrn fólks en til þess þarf að vera til staðar mælar sem gefa til kynna þegar sú þörf er til staðar. Til þess að koma í veg fyrir hávaða þarf að finna upptök hans og mæla hann. Hægt er að mæla hljóð á mismunandi vegu hvort sem það eru t.d. staðbundnar mælingar, tíðnigreiningar o.fl.

Ástæðan fyrir því að hljóð eru mæld á mismunandi vegu eru að það dugar ekki alltaf sama lausn við lágtíni- og hátíðnihávaða.

Vista Verkfræðistofa býður upp á ráðgjöf er varðar  hávaða, sinnir almennri ráðgjöf, mælingum sem og endurbótum. Með ráðgjöf frá okkur getum við hjálpað við að finna lausnir til þess að draga úr hávaða eins og kostur er og stuðla að því að þær ráðstafanir sem gerðar eru til að draga úr hávaða komi að notum.

Hljodmaelingar-NSRT-MK3
Fáðu ráðgjöf hjá okkur og við finnum lausn sem hentar þér vista@vista.is

Svifryk

Hvað er í andrúmsloftinu sem við öndum að okkur ?

Andrúmsloftið samanstendur af blöndu af gastegundum. Í þurru lofti við meðalhita er nitur 78% þess og súrefni 21%. Afgangurinn eða 1% samanstendur af nokkrum gastegundum í litlu magni sem þó eru mikilvægar jörðinni. Auk þess eru í andrúmsloftinu ógrynni ýmis konar agna bæði í vökva- og í föstu formi. Stærð agnanna sem eru í andrúmsloftinu er mjög breytileg. Yfirleitt eru agnir á bilinu 10-15 µm (µm = míkrómetrar, 1 µm = 0,001 mm) í þvermál taldar til fallryks enda falla agnir af þessari stærð og stærri til jarðar nálægt mengunaruppsprettum

Hvað er svifryk ?

Agnir undir 10 µm teljast til svifryks  (PM: Particulate Matter) enda geta þær borist um lengri veg fyrir áhrif vinda. Stærri agnir falla til jarðar nálægt mengunaruppsprettum en þær minni geta borist lengra með lofti og inn á íverustaði fólks. Svifryki er skipt í gróft svifryk, sem er á bilinu 2,5 – 10 µm, og fínt svifryk sem er  undir 2,5 µm. Stundum er einnig talað um mjög fínt svifryk sem er undir 1 µm. Fínar svifryksagnir eru flestar af mannavöldum eins og frá bruna eldsneytis, sót, steinryk, málmryk, súlfat, kalk, salt, slit á malbiki og fleira. Grófari svifrykagnir eru flestar frá náttúrunni eins og frjókorn, eldgosi,  sjávarúða ,sandi og silt.

Umhverfisáhrif eins og veðurskilyrði geta skapað mismunandi aðstæður fyrir myndun svifryks, dreifingu þess og þar með þau áhrif sem svifryk getur haft á umhverfið. Þar má nefna:

  • Nagladekk valda sliti á malbiki og því mælist meira svifryk á veturna en á öðrum árstímum.
  • Stillt og þurrt loft á veturna getur valdið því að ekki verði mikil hreyfing á loftinu sem hefur í för með sér að mengun getur safnast upp.
  • Veruleg mengun getur fylgt mikilli umferð og þá helst við stórar umferðargötur og nálægð við iðnað.
  • Mikið rok veldur oft að jarðvegur fýkur sem orsakar svifryk.
  • Mikið blautviðri getur dregið úr svifryksmyndun þar sem ögnunum rignir niður.

Í reglugerð nr. 920/2016 kemur fram að markmið hennar sé að halda loftmengun af völdum brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu utandyra í lámarki. Ákveðin viðmiðunarmörk hafa því verið sett fram til að fylgjast með styrk mengunarefna í andrúmsloftinu og eru þau misjöfn eftir tegundum. Efri mörkin eru 50 µg/m3 miðuð við meðaltalssólarhringsstyrk.  Þessi mörk eru sett fram til þess að hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafna varðandi heilsuverndarmörk sem eiga að tryggja heilsu manna til lengri tíma.

Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu og líðan fólks?

Svifryk hefur verið tengt við margvíslega þætti er varða heilsu og líðan. Þrátt fyrir að svifryk innihaldi ekki alltaf eitruð efni, geta smáar agnir sem fólk andar að sér  haft skaðleg áhrif á heilsu fólks. Svifryk hefur verið tengt við lungna-, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Því smærra sem svifrykið er því lengra komast agnirnar niður í lungun og geta valdið meiri heilsuskaða.

Sót er mjög fínt ryk sem inniheldur ýmiss eiturefni. Það getur myndast við slit á malbiki. Þá losa díselmótorar þ.m.t dieselbifreiðar umtalsverðu sóti út í andrúmsloftið. Þar bindast skaðleg efni eins og brennisteinsdíoxíð (SO2) og brennisteinssýra H2SO4 við sótagnirnar. Malbik inniheldur einnig svonefnd PAH-efni (Poly Aromatic Hydrocarbons) þ.e. fjölhringja arómatísk kolvetnissambönd  sem eru mjög heilsuspillandi.

Þar sem minnstu rykagnirnar geta borist niður í öndunarfærin valda þau mestum heilsuskaða. Áhrifin fara svo eftir því hve lengi og oft einstaklingur andar að sér menguðum og skaðlegum efnum úr loftinu. Almennt finna viðkvæmir hópar mest fyrir áhrifum svifryksins eins og aldraðir, börn og fólk með undirliggjandi öndunarfæra- og/eða hjartasjúkdóma en þessir hópar geta orðið fyrir miklum óþægindum sem geta leitt af sér langtímaáhrif þegar svifryksmengun er í hámarki.

Hvernig er unnt að fylgjast með svifryksmengun innandyra?

Það eru til mælar sem henta heimilum og vinnustöðum til að fylgjast með lofgæðum, raka og hita. Þeir koma að góðu gagni við að meta hvort eiturefni sé komin yfir skaðlegt mörk í nærumhverfi okkar. Vista Verkfræðistofa bíður upp á úrval af mælum, meðal annars:

  • Awair Element – Innanhúss loftgæðamælir greinir svifryk og eiturefni í lofti innandyra. Þeir mæla fyrir rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt hita og rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu. Þeir ná að mæla agnir af stærð 2,5 míkrómetra eða minni (PM 2.5#5).
  • Awair Omni – Innanhúss loftgæðamælir er hannaður til að mæla og hafa eftirlit með loftgæðum hjá fyrirtækjum og stofnunum til að stuðla að heilbrigðum og öruggum loftgæðum á vinnustað. Þeir mæla rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt hita og rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu. Þeir ná að mæla agnir af stærð 2,5 míkrómetra eða minni (PM 2.5#5).
  • AQMesh  – Harðgerður loftgæðamælir frá AQMesh til mælinga og eftirlits á loftgæðum utan- og innandyra. AQMesh getur mælt og haft eftirlit með allt að sex mismunandi gastegundum, svifryki/eindum, hljóði, vindhraða, vindátt og loftþrýstingi, hita -og rakastigi. Þeir ná að mæla agnir PM1#5 , PM 2.5#5, PM4#5 og PM10#5.
AQMesh

Hvað er hægt að gera til að draga úr svifryki

Stöðugar mælingar meðal annars hjá stórum umferðagötum gera okkur kleift að fylgjast með og gera ráðstafanir þegar mikið magn svifryks finnst í loftinu.

Draga má af því sem kom hér fram að ofan að með því að stuðla að minni notkun nagladekkja sé hægt að draga verulega úr svifryksmengun en aðrir áhættuþættir eru umferðaþungi og malbiksgerð. Hreinsun og rykbinding gatna dregur úr svifryki.

Á meðan svifryk finnst í lofti er því mikilvægt að ná að fylgjast með því innan-dyra og utan og hefur Vista upp á fjölmargar lausnir sem henta til mælinga á svifryki.

Loftgæði – Rokgjörn lífræn efnasambönd

 

Afhverju er góð loftræsting mikilvæg

Fólk dvelur stærstan hluta dagsins innan dyra, á heimilum, skólum heilbrigðisstofnuna og öðrum einka eða opinberum byggingum. Lofgæði í þessum byggingum getur haft gífurleg áhrif á heilsu þeirra og vellíðan. Slæm loftgæði geta valdið alvarlegum heilsufarslegum vandamálum.

Hvað er VOC og af hverju þurfum við að vita hvað það er?

VOC (Volatile organic compound) sem á íslensku eru kölluð „rokgjörn lífræn efnasasambönd „ er samheiti fyrir þúsundir lífrænna efnasamabanda sem innihalda kolefni og eru lofttegundir sem er að finna við herbergishita. Þessi rokgjörnu efni gufa auðveldlega upp og samlagast andrúmsloftinu innandyra.

Þessi lífræna efnablanda getur bæði komið frá húsgögnum, tækjum, búnaði og einnig frá hreinsiefnum, ilmefnun, málningu, lakki og bóni. Styrkur sumra þessarra efna getur hækkað í innilofti sem hefur of hátt rakastig og þ.a.l. haft áhrif á heilsu fólks sem þar dvelur.

Þau VOC efni sem okkur stendur hætta af í háum styrk í andrúmsloftinu og geta ertu augu og háls, valdið höfuðverk,asmaeinkennum, ógleði og jafnvel verið krabbameinsvaldandi eru aseton, arsenik, bensen, ethylen glycol, formaldehýð og vetnissúlfíð.

Hafa þarf þó í huga að VOC er að finna allstaðar í andrúmsloftinu og eru sum VOC náttúrulega framleitt af dýrum, plöntum og örverum og er það þá kallað (BVOC).

Plöntur framleiða um 90% allra VOC í andrúmsloftinu og gegna þar mikilvægu hlutverki í efnaferlum sem eiga sér stað í andrúmsloftinu. Um 10% af VOC í umhverfinu eru manngerð og koma meðal annars frá jarðeldsneyti, málningaþynniefni og þurrhreynsiefnum.

Awair Omni sem hefur notið mikill vinsælda á Íslandi.

Hvernig er unnt að fylgjast með mengun af VOC efnum?

Til eru mælar sem auðvelda heimilium og vinnustöðum að halda utan um loft, raka og hita mælingar sem geta komið að góðu gagni þegar kemur að því að finna út hvort VOC sé komin yfir skaðlegt mörk í okkar nærumhverfi.

Þeir mælar sem Vista verkfræðistofa bíður upp á eru meðal annars:

  • Þráðlaus hita-, raka- og loftgæða síriti –  hannaður til að fylgjast með loftgæðum innandyra
  • Þráðlausir hita-, raka- og loftþrýsting síritar –  notaðir við mælingar innanhúss
  • Þráðlausir hita- og raka síritar – notaðir til að mæla bæði hitastig og rakastig á stöðum sem krefjast stöðugs eftirlits
  • Þráðlaus koldíoxíð (CO2) síriti – mælir gasstyrki ásamt hita, raka og loftþrýsting.

Einnig eru til aðrar útfærslur á mælunum þar sem þeir eru útbúnir mæli pinnum sem ná á staði sem sjálfur síritinn kemst ekki.

Hvernig er unnt að vita af hættunni af VOC efnunum og koma í veg fyrir hana

Mikilvægt er því að hafa í huga hve skaðleg VOC getur verið og hafa skal í huga að fjarlægja vörur með VOC af heimilinu, geyma vörurnar ekki á svæðum kringum fólk heldur í geymsluskúrum eða bílskúrum. Þá er mikilvægt að auka loftræstingu innandyra þar sem að VOC efni losna við hærra hitastig og geta valdið ertingu í stöðnuðu lofti.

Engin viðurkennd mengunarmörk eru fyrir VOC eða heildarmörk rokgjarnra lífrænna efnasamband en almennt er talið að ef styrkurinn í andrúmsloftinu er undir 90ppb (parts per billion) teljist hann lágur, 90 -150 ppb ásættanlegrur, 150 -310 ppb á mörkum þess að vera slæmur og hár ef hann fer yfir um 310 ppb.

Efento loftgæðamælir sem fer ekki mikið fyrir.

Vista sumar 2022

Sumarið byrjaði á Akureyri þar sem Samorkuþing 2022 var haldið við frábærar aðstæður og auðvita var gott veður.
Sumarið hjá Vista byrjaði á Akureyri þar sem Samorkuþing 2022 var haldið við frábærar aðstæður og auðvita var gott veður.

Fjölbreytt verkefni sumarið 2022

Sumarið hjá Vista er mjög annasamur tími þar sem sinnt er fjölmörgum viðhaldsverkum sem erfitt getur reynst að gera yfir veturinn. Vista bætti við sitt þjónustuframboð með því að hefja sölu á vörum frá ECO-Counter og TOPCON. Bæði ECO-Counter og TOPCON eru nú þegar í notkun um land allt.

ECO-Counter

Vista-og-Eco-counter
Smart City

ECO-Counter

Franska fyrirtæki Eco-counter frá Brittany, hefur náð miklu árangri af því að selja lausnir sem eru notaðar til að telja vegfarendur hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða ríðandi. Nú þegar eru yfir 100 teljara í notkun út um allt land af opinberum- og einkaðilum, má þar nefna, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Ferðamálastofa, Umhverfisstofnun, World Class, Sundlaugar Reykjavíkur svo einhverjir séu nefndir. Eru teljara frá Eco-Counter notaðir til að telja ferðmenn sem hafa sótt eldana við Fagradalsfjall heim á liðnum árum. Með hraðri fjölgun hjólreiðafólks og áherslum á vistvænni ferðamáta er talning á vegfarendum sífelt mikilvægari til að sjá raunstöðu og líka til að spá fyrir hugsanlega flöskuhálsa á göngu- og hjólreiðastígum. ECO-counter kerfið er heildarlausn, búnaður (Nemar og staurar) og öflugur hugbúnaður sem nýtist fyrir alla þá aðila sem þurfa að fylgjast með umferð vegfarenda. Er Eco-counter hluti af snjallboararlausnum (e.Smart City) Vista.

Topcon/Topnet

Topnet staðsetningarbúnaður tryggir nákvæmni í uppsetningum fyrir jarðvegs- og byggingariðnað.

TOPCON/TOPNET

Búnaðurinn frá TOPNET er íslendingum góðum kunnugur. Vista hefur nú hafið sölu á búnaði frá TOPCON og landmælingarhugbúnaði (GPS/GNSS) frá TOPNET. TOPCON er eitt þekktasta merki heims þegar kemur að nákvæmi í mælingum fyrir landmælingar og allar framkvæmdir fyrir jarðvegs- og byggingariðnað. Hægt er að skoða vöruúrvalið á heimasíðu Mælibúnaðar (systurfélags Vista).

Eftirlit með mikilvægum innviðum

Starfsmenn Vista á mælistað að sinna innviðaeftirliti.

Innviðaeftirlit Vista er stór þáttur í þjónustu Vista. Vista sinnir eftirliti með loftgæðastöðvum, vatns- og fráveitum, orkunotkun, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar og tæknimenn Vista sinna eftirlitit og viðhalda á mælistað og skila af sér skýrslum sem tryggja öruggarmælingar sem uppfylla lög og reglugerðir.

Narrowband IoT

Heiðar Karlsson framkvæmdastjóri Vista , fjallar um Narrowband IoT og notkun fyrir veitufyrirtæki á Samorku 2022.

Myndir frá starfsemi Vista sumarið 2022

Vista og Eco-Counter í samstarf

Vista og Eco-counter hafa skrifað undur samstarfssamning. Vista er því opinber þjónustuaðili Eco-counter á Íslandi. Eco-counter sérhæfir sig í sjálfvirkum lausnum til að telja vegfarendur í borg og í náttúru. Lausnir frá Eco-counter hafa notið mikill vinsælda um heim allan og er núna notaðar á nærri 100 stöðum á Íslandi.

Lausnir frá Eco-counter henta í borg og bæ. Líka í náttúrunni.
Lausnir frá Eco-counter henta við allar aðstæður!

Hægt er að telja ýmsar gerðir vegfaranda!

  • Fótgangangi
  • Hjólreiðafólk
  • Hestfólk

Hægt er að setja upp kerfið á einfaldan máta og má greina hraða, og í hvaða átt vegfarandi er að fara.

Vista og Eco-counter útvega búnað til talning á vegfarendum
Hægt að telja hestafólk líka!
Vista og Eco-counter útvega búnað til talning á vegfarendum úti í náttúrunni.
Auðvelt að telja vegfarendur úti í náttúrunni.

Vista mun bjóða upp á allar lausnir frá Eco-counter sem hafa reynst vel á Íslandi við krefjandi aðstæður. Heyrðu í okkur og láttu okkur aðstoða þig við að finna rétta lausn. vista@vista.is

Samorkuþing 2022

Samorkuþing verður haldið á Akureyri dagana 09.maí til 10.maí. Vista verður á staðnum með bás í Hofi að kynna þjónustur og vörur. Vista hefur mikla reynslu af því að þjónusta fyrirtæki sem starfa í orkumálum, hvort sem það eru dreyfingar aðilar eða orkuframleiðendur. Innviðaeftirlit Vista er kjörið til að tryggja raun-tíma eftirlit, þannig er hægt að grípa í tauminn áður en bilanir verða og koma þannig í veg fyrir hugsanlegt stærra tjón.

Fjölbreytt þjónusta og verkefni sem Vista bíður upp á

  • Lausnir fyrir rauntímaeftirlit
  • Orkueftirlit
  • Tryggðu sjálfbærin með mælingum
  • Loftgæðamæla innan- og utandyra
  • Jarðvegsmælingar
  • GPS leiðréttingar frá TOPCON
  • Mælibúnað fyrir veður, umhverfi og veitur
  • Götuljósastýringar
  • Umferðatalning
  • Ráðgjöf 
Vista býður upp á alhliðaþjónust þegar kemur að rekstri fyrir sveitarfélög, veitu- og orkufyrirtæki
Snjallborgin frá Vista nær yfir allar þarfir borgar og bæja