FYRIRBYGGJANDI BILANAGREINING
OG LÆGRI ORKUKOSTNAÐUR

Matvöruverslanir nota kæla og frysta til að geyma matvöru í. Ef þessi kerfi bregðast er ekki aðeins hætta á álitshnekki heldur getur verðmætatap orðið mikið. Auk þess getur vanstilling kerfa stóraukið orkunotkun.

Verkfræðistofan Vista hefur um árabil rekið, ásamt samstarfsaðilum, eftirlitskerfi með kælum og frystum í fjölda stórverslana þar sem kælar og frystar í hverri verslun eru allt frá 40-100 talsins. Afrakstur slíks eftirlits er að bilanir í kæli- og frystikerfum eru færri en áður og uppgötvast fyrr. Þá er einnig mikilvægt að hitastig er jafnara en áður og kerfi eru ekki keyrð kaldari en ætlast er til. Hagnaðurinn er tvíþættur; minna tjón vegna hitastigs og lægri orkunotkun. Eftirlitskerfi þessi eru sett í verslanir og koma til viðbótar við kæli- og frystistjórnkerfi. Notendur eru starfsmenn og þjónustuaðilar sem annast eftirlit og viðhald kæli- og frystibúnaðar. Verkfræðistofan Vista útvegar allan búnað vegna þessa og veitir alla gagna- og viðvörunarþjónustu. Sjá nánar vefsíðuna www.vdvrm.com.

KOSTIR EFTIRLITS

  • Minnkun verðmætataps við bilanir

    Kælikerfi sem hættir að kæla veldur því að fleygja þarf matvælum og mikil verðmæti tapast.  Á sama hátt getur of mikil kæling skemmt matvæli.  VDVRM eftirlitskerfið er sérhannað til að fylgjast með og láta vita í tæka tíð.

  • Lægri orkukostnaður

    Orkukostnaður í kæli- og frystikerfum er verulegur.  Það er mikill sparnaður fólginn í því að keyra kerfin ekki kaldari en þörf er á.  VDVRM eftirlitskerfið hentar vel til eftirlits á þessu.

  • Lækkun á kostnaði við eftirlitsþjónustu

    Þjónustuaðilar fyrir kæli- og frystiklerfi hafa aðgang að VDVRM mælingum og geta því sinnt viðhaldsþjónustu betur en áður.  Með því að skoða langtímasögu má sjá þau kerfi sem spora úr; þá má skipulegga viðhald með fyrirvara og útköllum vegna bilana fækkar með tilheyrandi lægri þjónustukostnaði og minni vörurýrnun.

Kíktu á demo.vdvrm.com og sjáðu dæmi um búðareftirlitskerfi í rauntíma.

HAFÐU SAMBAND

FRÉTTIR

Vista er VIRKT fyrirtæki 2023
Uppsetning á aflögunarmæli í Þorskafyrði
Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740