FYRIRBYGGJANDI BILANAGREINING
OG LÆGRI ORKUKOSTNAÐUR
Matvöruverslanir nota kæla og frysta til að geyma matvöru í. Ef þessi kerfi bregðast er ekki aðeins hætta á álitshnekki heldur getur verðmætatap orðið mikið. Auk þess getur vanstilling kerfa stóraukið orkunotkun.
Verkfræðistofan Vista hefur um árabil rekið, ásamt samstarfsaðilum, eftirlitskerfi með kælum og frystum í fjölda stórverslana þar sem kælar og frystar í hverri verslun eru allt frá 40-100 talsins. Afrakstur slíks eftirlits er að bilanir í kæli- og frystikerfum eru færri en áður og uppgötvast fyrr. Þá er einnig mikilvægt að hitastig er jafnara en áður og kerfi eru ekki keyrð kaldari en ætlast er til. Hagnaðurinn er tvíþættur; minna tjón vegna hitastigs og lægri orkunotkun. Eftirlitskerfi þessi eru sett í verslanir og koma til viðbótar við kæli- og frystistjórnkerfi. Notendur eru starfsmenn og þjónustuaðilar sem annast eftirlit og viðhald kæli- og frystibúnaðar. Verkfræðistofan Vista útvegar allan búnað vegna þessa og veitir alla gagna- og viðvörunarþjónustu. Sjá nánar vefsíðuna www.vdvrm.com.