Entries by

Vista er að stækka

Vista er að leita eftir drífandi einstaklingi á rafmagnssviði Leitum að rafmagnsverkfræðingi, rafmagnstæknifræðingi eða rafmagnsiðnfræðingi. Starfið er fjölbreytt og þarf viðkomandi að geta unnið við hönnun, teikningu og samsetningu á mælabúnaði. Að auki þarf að fylgja verkefnum úr húsi með uppsetningu og prófunum.  Vista er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem við erum stolt af okkar verkum […]

Götulýsing

Vista hefur í samvinnu við Kópavogsbæ og sett upp tilraunaverkefni fyrir ljósastýringar. Allt gekk að óskum og virkaði að stýra götulömpum yfir LoRaWAN tengingu. Hlökkum til að þróa þetta verkefni frekar og taka það inn í snjallborgarkerfi Vista. Götulýsing og stýring á þeim er einn af þáttunum mikilvægu þáttunum þegar kemur að Snjallborginni. Hagkvæm stýring […]

Gleðileg Jól

Starfsfólk Vista óskar viðskiptavinum sínum, og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.Við þökkum ánægjuleg samskipti á árinu. Árið 2020 fer svo sannarlega í sögubækurnar sem eitt það mest krefjandi í langan tíma. Heimsfaraldurinn hefur sett allt okkar daglega líf úr skorðum og margir hafa átt um sárt að binda. Nú lítur sem betur fer […]

Tækifæri hjá Vista – Laust starf

Hjá Vista eru þróaðar öflugar hugbúnaðarlausnir til að vinna með mæligögn á netinu. Hugbúnaðarlausnin Vista Data Vision er notuð til að vinna og birta gögn á fjölbreyttan hátt og í samræmi við óskir viðskiptavina okkar. Í dag er hugbúnaðurinn notaður í yfir 40 löndum um allan heim. Verkefnin okkar eru af öllum stærðum og gerðum […]

Veðurstöð í Aðalvík

Á haustdögum 2020 réðst Vista, ásamt nokkrum landeigendum á Sæbóli, í það skemmtilega verkefni að setja upp veðurstöð á Sæbóli í Aðalvík. Aðalvík er yst á Hornstrandakjálkanum og þar voru forðum sjávarþorpin Látrar og Sæból en byggðin fór í eyði árið 1952 þegar síðustu ábúendur fluttu burt. Í dag dvelja afkomendur þessa fólks og gestir […]

Snjallborgin hjá Vista

Hugtakið Snjallborgin (e. Smart City) er ekki nýtt af nálinni og hefur verið töluvert í umræðunni á undanförnum árum.  Borgir og sveitarfélög hafa unnið með hugtakið í tengslum við stafræna umbreytingu (e. Digital Transformation). Slík vinna er hluti af þeirri stafrænu byltingu sem hófst upp úr 1980 og hefur vaxið hratt með tilkomu nýrrar og […]

Internet hlutanna

Undanfarið hefur Internet hlutanna (e. Internet of Things/IoT) verið mikið í umræðunni og má segja hugtakið sé eitt af þessum „buzz” orðum sem allir ráðgjafar og sérfræðingar hafa verið að fjalla um á ráðstefnum undanfarin ár. Internet hlutanna er í raun mjög gamalt fyrirbæri. Fyrirtæki hafa verið að safna gögnum um rekstur eða ástanda búnaðar síðan iðnbyltingin […]