Tækifæri hjá Vista – Laust starf
Hjá Vista eru þróaðar öflugar hugbúnaðarlausnir til að vinna með mæligögn á netinu.
Hugbúnaðarlausnin Vista Data Vision er notuð til að vinna og birta gögn á fjölbreyttan hátt og í samræmi við óskir viðskiptavina okkar. Í dag er hugbúnaðurinn notaður í yfir 40 löndum um allan heim. Verkefnin okkar eru af öllum stærðum og gerðum og margt spennandi framundan.
Sem dæmi má nefna stærstu vatnsaflsstíflu í Víetnam, vatnamælingar í New Jersey, neðanjarðarlest í París, námur í Kanada og IOT snjallborgar verkefni.
Vegna aukinna verkefna leitum við að öflugum aðila til að bætast í hópinn okkar.
Hæfniskröfur:
- Brennandi áhugi á nýjungum í vefforritun
- 3 ára starfsreynsla
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góð enskukunnátta
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Reynsla af eftirfarandi er kostur:
- Python
- PHP
- Node.js
- SQL
- RabbitMQ
- CI/CD
- REST API
Starfið felur í sér að vinna að spennandi verkefnum í vefforritun með miklum möguleikum á að hafa áhrif á framvindu þeirra.
Hjá Vista starfa í dag 15 starfsmenn. Vista er fjölskylduvænn vinnustaður.