Alþjóðleg námskeið í jarðtæknimælingum

Dagana 7. – 9. júní 2016 verður í þriðja sinn haldið alþjóðlegt námskeið í jarðtæknimælingum (Geotechnical and Structural Monitoring).poppi

Námskeiðið er ætlað verk- og tæknifræðingum, jarðfræðingum og öðrum tæknimönnum sem vinna við jarðtæknimælingar.

Námskeiðið verður haldið í bænum Poppy á Ítalíu sem er í Tuskany héraðinu.  Þátttakendur hafa þar frábært tækifæri á að kynnast fólki hvaðanæva úr heiminum sem vinnur að svipuðum verkefnum.  Einnig verða á staðnum sýnendur búnaðar sem er vel þekktur og mikið notaður í jarðtæknimælingum.  Meðal sýnenda verður íslenska fyrirtækið Vista Data Vision sem hefur náð ágætum árangri í gerð hugbúnaðar fyrir meðhöndlun jarðtæknimælinga.

Dagskrá námskeiðsins er afar fjölbreytt og fjallað verður um fjölda hagnýtra atriða sem nýtast í daglegu starfi.

Fyrirlesarar koma víða að, meðal þeirra er Andrés Þórarinsson frá Vista Data Vision sem heldur erindi um ýmiss grundvallaratriði í meðhöndlun mæligagna.

Eftir námskeiðið (10.júní) er boðið upp á vettvangsferð til að skoða hið þekkta jarðhlaup Poggio Baldi í fjalllendinu við Santa Sofia í Forli-Cesenahéraði.

Stjórnandi námskeiðsins er  John Dunnicliff sem er gamalreyndur jarðtæknimælingamaður og hefur á löngum ferli annast stór verkefni og haldið fjölda námskeiða.

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.geotechnicalmonitoring.com