Aflögunarmælar – Kynning hjá Vegagerðinni

Verkfræðistofan Vista tók þátt í Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar á dögunum. Þetta er í 22.skipti sem Vegagerðin heldur slíka ráðstefnu. Verkefnið sem við kynntum var notkun á sjálfvirkum aflögunarmæli (ShapeArray) í vegstæði við þverun Þorskafjarðar. Brúin opnaði fyrir umferð 25.október 2023, 8 mánuðum á undan áætlun.

Við gerð vega er farg sett á nokkrum sinnum til að jarðvegurinn nái að síga áður en fargið er svo tekið af aftur. Þetta tekur langan tíma og mjög mikilvægt að allt sig sé komið fram áður en sjálfur vegurinn er lagður.

Með notkun á aflögunarmælinum var hægt að sjá í rauntíma hvenær jarðvegurinn var búinn að síga nóg. Þannig var hægt að halda vel utan um tímann, bæði þannig að ekki var eytt meiri tíma en þurfti í að bíða eftir sigi og heldur ekki að bæta of fljótt ofan á fargið.

Þetta var í fyrsta skipti sem láréttur aflögunarmælir var lagður á Íslandi. Með þessari aðferð er vonast til að hægt sé að fylgjast betur með sigi, spara vinnustundir, ná fram hagkvæmni í framkvæmdinni.

 

Hér má sjá veggspjöldin