Jólakveðja 2021

Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár breytinga hjá Vista. Snemma á árinu var tilkynnt að Bentley Systems hefðu keypt hugbúnaðarhluta Vista, Vista Data Vision. Með kaupunum á Vista Data Vision varð vendipunktur á starfsemi Vista. Hugbúnðarhlutinn sem hafði verið stór hluti af starfsemi Vista, fór inn í nýtt fyrirtæki þar sem Vista Data Vision mun stækka og verður um leið samkeppnishæfara í alþjóðaumhverfi.  Munu kaupin tryggja öfluga vöruþróun á komandi árum sem er öllum núverandi viðskiptavinum Vista til hagsbóta.

Mannabreytingar urðu í framhaldi hjá Vista, þegar Þórarinn Andrésson lét af störfum sem framkvæmdastjóri Vista, en hann mun fylgja Vista Data Vision inn í Bentley systems.

Heiðar Karlsson tók við sem framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Vista frá og með 1.apríl 2021.

þann 1.sept 2021 hætti Andrés Þórarinsson stofnandi Vista störfum og er núna farinn að sinna sínum áhugamálum af fullum krafti en þá sérstaklega radíóamatörmennsku sem lengi hefur verið hans helsta áhugamál.  Andrés stofnaði Vista 1984, og hefur unnið af krafti og elju við að byggja upp Vista sem er núna leiðandi fyrirtæki á íslandi á sviði eftirlits og sjálfvirkramælinga. Mælingar sem eru oft á tíðum framkvæmdar við krefjandi aðstæður.

Við hjá Vista horfum björtum augum til framtíðar enda er alveg skýrt að áhugi og nauðsyn á traustum mælingum og eftirliti er að aukast. 

Vista óskar viðskiptavinum og landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs. Megið þið njóta hátíðanna með fjölskyldu og vinum.

Kær kveðja.
Heiðar Karlsson
Framkvæmdastjóri