VDV hugbúnaðurinn frá VISTA í Fornebu verkefninu í Osló

VDV hugbúnaðurinn frá VISTA er notaður til þess að birta gögn frá 300 grunnvatnsmælistöðvum (e. piezometers) á GIS korti (landfræðilegu upplýsingakerfi) í Fornebu verkefninu í Osló.

Fornebu verkefnið er 8.5 km löng viðbót við neðanjarðarlestarkerfi Oslóar og mun tengja Fornebu skagann við höfuðborgina. Þetta er stærsta samgönguverkefni Oslóarbúa í yfir 20 ár og er kostnaður áætlaður í kringum 13 billjónir norskra króna.

Á þessum fyrstu stigum verkefnisins er verið að safna ýmsum jarðfræðilegum upplýsingum og árstíðabundnum breytingum á umhverfinu. Slík gögn eru síðan notuð við margvíslega ákvörðunartöku varðandi framkvæmdina.
Nánar er hægt að lesa verkefnið á heimasíðu Vista Data Vision.