Nýr samningur um loftgæðaeftirlit Vista og ON

Vista
Vista starfsmenn að sinna eftirliti með loftgæðamæli H2S

Verkfræðistofan Vista, í samstarfi við Orku Náttúru, hafa gert með sér samning um eftirlit á loftgæðastöðvum sem eru í eigu Orku Náttúru.

Vista tekur að sér rekstur loftgæðamælistöðva við Hellisheiðarvirkjun, Nesjavallavirkjun, Hveragerði, Norðlingaholt,Lækjarbotna og Lambhaga í Úlfarsárdal. Einnig tilheyrir verkefninu sjálfstæð veðurstöð á Bolavöllum staðsett vestan við Hellisheiðarvirkjun sem og móttaka og birting veðurmælinga og umsjá tveggja veðurstöðva í eigu Vegagerðarinnar á Sandskeiði og á Hellisheiði miðri.

Öllum gögnum er safnað saman í skýjalausn Vista , Vista Data Vision og eru þar aðgengileg. Starfsmenn Vista tryggja öruggar mælingar með reglubundnu viðhaldi og kvörðun mælibúnaðar.

Starfsmenn Vista þakka það traust sem þeim er sýnt með að fá svona veigamikið verkefni sem krefst mikillar nákvæmni og vandvirkni.

Vista hefur áratuga reynslu af því sinna viðhaldi og fyrirbyggjandi þjónustu þegar kemur að loftgæðamælum. Heyrðu í okkur vista@vista.is