Hvað er BREEAM ?

BREEAM (British Research Establishment Environmental Assessment Method) er alþjóðlegt vottunarkerfi sem er upp runnið í Bretlandi. Það er í grunninn umhverfismatskerfi sem hefur það markmið að draga úr áhrifum mannvirkja  á umhverfið við hönnun, þróun  og byggingu þeirra en einnig að dregið sé úr neikvæðum áhrifum á líftíma mannvirkjanna.

Unnt er að nota BREEAM vottunarkerfið á allar  tegundir bygginga, þ.m.t. nýbyggingar, endurgerðar byggingar og byggingar í rekstri. Með vottunarkerfinu er fjórir megin þættir sem taka þarf tillit til, sjálfbærni, samfélag, efnahagur og umhverfi.

Hvernig virkar BREEAM ?

BREEAM er notað um allan heim og er grunnurinn að BREEAM International. Nokkur lönd hafa reyndar gengið skrefi lengra og aðlagað staðalinn að þarlendum aðstæðum og bera þá mismunandi vottun t.d. í Noregi er notast við BREEAM-NOR.

BREEAM International fylgir kröfuramma fyrir flestar tegundir bygginga hvort sem þær eru íbúðarhús, stofnanir eða fyrirtæki. Nái húsnæði ekki að falla að öllum flokkum vottunarinnar er hægt að gera sniðin kröfuramma um viðkomandi byggingu sem nefnist þá BREEAM International Bespoke kerfi.

Vottunarferlið felur í sér að fá óháðan matsmann með réttindi fyrir BREEAM vottunarferli til þess að gera úttekt á mannvirkinu á  hönnunarstigi og leggur hann þá mat á hönnun og notkun bygginga út frá matskerfinu. Einnig þarf matsmaður að gera lokaúttekt í fullbúinni byggingu. Að því loknu leggur matsmaður fram endanlega matsskýrslu til BREW Global Lt.d sem gefur út vottunarskjal. Á íslandi vinna viðurkenndir matsmenn fyrir BREEAM vottunarkerfið og veita ráðgjöf við vistvottun fyrir byggingar.

BREEAM kerfinu er skipt upp í 10 umhverfisáhrifaflokka. Hver flokkur hefur mismikið vægi og eru gefin ákveðin stig fyrir hvern flokk en stigin eru mismörg eftir vægi flokksins og einnig fara stigin eftir byggingartegund hverju sinni. Til þess að  bygging standist vottun þarf hún að ná að minnsta kosti 30% stigum af byggingareinkunnkerfisins.

Þeir tíu umhverfisáhrifaflokkar í vottunkarkerfi BREEAM eru talir hér upp út frá vægi þeirra:

  • orka,
  • heilsa og vellíðan,
  • byggingarefni,
  • umhverfisstjórnun,
  • landnotkun og vistfræði,
  • mengun,
  • nýsköpun,
  • samgöngur
  • úrgangur
  • vatn

Matsferlið gefur færi á að draga úr rekstrarkostnaði eigna. Það  hjálpar einnig til að  uppfylla staðla og umhverfislöggjöf ásamt því að  gefa  betri yfirsýn, hámarka árangur í umhverfismálum, efla innri úttektir, rýniferli, gildi og söluhæfni eignar.

Af hverju er þetta mikilvæg vottun?

Það er að sjálfsögðu hægt að byggja mannvirki án þess að styðjast við ákveðin vottuð kerfi með það háleita markmið í huga að ferlið við það sé vistvænt. Hins vegar er hvorki hægt að tryggja né ganga úr skugga um að rétt sé staðið að málum og  vistvænasta leiðin farin í öllu ferlinu. Án vottunar er ekki hægt að fullyrða að um umhverfisvæna byggingarferli sé um að ræða og hægt að efast um ferlið.

BREEAM fylgir viðurkenndu vottunarkerfi svo stuðst sé við kröfuramma við allt það ferli sem fylgir því að byggja mannvirki sem heildarlausn. Frá þeim fjölmörgu þáttum sem felur í sér það ferli að byggja eins og hönnun, verktíma, rekstrartíma og orkunotkun á sem vistvænasta máta. Markmið vottunarkerfisins felur því í sér að tryggja að byggingar verði umhverfisvænni, dragi úr neikvæðum umhverfisáhrifum, byggingar verði hagkvæmari í rekstri, að ferlið bæti líftíma bygginga og stuðlar að umhverfisvænni hönnun svo að notendur búi og starfi í heilsusamlegu umhverfi.

Að viðhalda ákveðnum vistvænum markmiðum

Til að viðhalda þeim markmiðum sem sett eru fram í umhverfisáhrifaflokki í vottunkarkerfi BREEAM þá býður Vista upp á bæði ráðgjöf og búnað. Hvort sem það er í flokki orkueftirlits, heilsu og vellíðan, úrgang og vatn.

Í flokki orkueftirlits er boðið upp á búnað til orkumælingar og hitaeftirlits.

Í flokki úrgangs og vatns er boði upp á mengunarmæla og rennslismæla.

Í flokki heilsu og vellíðan eru meðal annars þessir loftgæðamælar:

AQMesh  – Harðgerður loftgæðamælir frá AQMesh til mælinga og eftirlits á loftgæðum utan- og innandyra. AQMesh getur mælt og haft eftirlit með allt að sex mismunandi gastegundum, svifryki/eindum, hljóði, vindhraða, vindátt og loftþrýstingi, hita -og rakastigi. Þeir ná að mæla agnir PM1#5 , PM 2.5#5, PM4#5 og PM10#5.

AQMesh 

Awair Omni –  Innanhúss loftgæðamælir er hannaður til að mæla og hafa eftirlit með loftgæðum hjá fyrirtækjum og stofnunum til að stuðla að heilbrigðum og öruggum loftgæðum á vinnustað. Þeir mæla rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt hita og rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu. Þeir ná að mæla agnir af stærð 2,5 míkrómetra eða minni (PM 2.5#5).

Ýtarefni fyrir BREEAM

BREEAM | BRE Group

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Grænni byggð

Hvað er GNSS?

GNSS (Global Navigation Satellite System) er samheiti yfir öll gervihnattaleiðsögukerfi sem veita staðsetningar-, leiðsögu- og tímasetningarþjónustu hvort sem hún er staðbundin eða nær yfir allan heim.

Innan GNSS er bandaríska kerfið GPS (Global Positioning System) algengast og mest þekkt. Einnig eru nokkur önnur kerfi í notkun: Rússneska herkerfið er til dæmis kallað GLONASS (Global Orbiting Navigation Satellite System). Kína hefur þróað kerfi sem kallast BeiDou-2, og  evrópska kerfið heitir Galileó.  Það sem greinir þessi kerfi hvert frá öður er t.d. mismunandi fjöldi gervihnatta í hverju kerfi, braut gervihnattanna umhverfis jörðu og sú fjarskiptatíðni sem hvert kerfi notar til samskipta.

Hvernig virkar GNSS

Tæki sem nýta sér GNSS vinna út frá því að fá staðsetningarupplýsingar og tímasetningar með aðstoð frá gervihnöttum svo hægt sé að reikna út staðartíma og staðsetningu á jörðinni. Gervihnettirnir eru á braut umhverfis jörðu og senda stöðugt upplýsingar um staðsetningu sína. Flestir GNSS móttakarar eru byggðir upp með loftneti og vinnslueiningu. Loftnetið tekur á móti gervihnattamerkjum á meðan vinnslueiningin vinnur með upplýsingarnar og breytir þeim í breiddar- og lengdargráður. Til að fá sem bestu staðsetningu þarf að minnsta kosti þrjá gervihnetti með mismunandi staðsetningu þar sem allt kerfið byggir á tímasetningu. GNSS móttakarar eru  því notaðir til leiðsögu, staðsetningarmælinga, tímamælinga og sem taktgjafar í raforku- og fjarskiptakerfum.

Gervihnattaleiðsögukerfi

 

Hvar er GNSS notað

GNSS  staðsetningar búnað er hægt að nota við margar mismunandi aðstæður hvort sem þær eru í iðnaði eða tómstundum.
GNSS búnaður er hægt að nota í byggingariðnaði, við námuvinnslu og landbúnað. Í landbúnaði hefur GNSS komið að góðum notum þegar kemur að því að stýra tækjum sjálfvirkt eða með sjónrænum hjálpatækjum.
GNSS búnaður hefur einnig verið notaður til þess að aðstoða keppnishjólreiðamenn í þar til gerðum hjólatölvu sem notaður hefur verið til að skipuleggja fyrir fram ákveðna hjólaleiðir.
Göngufólk og annað gangandi fólk getur nýtt sér GNSS til fjallgöngu. Einnig getur GNSS staðsetningarbúnaður komið að góðum notum ef um björgun á fjöllum á slösuðum göngumönnum.
Á Íslandi er meðal annars stuðst við GNSS búnað til þess að fylgjast með fleka hreyfingum, þar sem þeir færast að meðaltali um 1 cm frá hvor öðrum á hverju ári.

Vörur sem Mælibúnaður býður upp á með GNSS eru meðal annars:

Topnet Live er rauntíma GNSS leiðréttingarþjónusta  frá Topcon sem skilar hágæða gögnum til GNSS viðtaka um allan heim. TopNET live kerfi GNSS er aðgengilegt í gegnum áskrift og hentar við t.d. landmælingar, smíði, GIS (Landupplýsingakerfi) og landbúnað.

Topcon HiPer VR er fyrirferðarlítill, léttur og hannaður  til að þola jafnvel erfiðustu aðstæður. HiPer VR er hátæknibúnaður sem dugar við GNSS leiðréttingu við íslenskar aðstæður. Hann er  frá hinum heimsþekkta framleiðand TOPCON. Alhliða rakningartækni fyrir öll gervitungl og merki (GPS, GLONASS, Galileo, Beidou, IRNSS, QZSS, SBAS). Hátækni, fjölhæfur GNSS móttakari. Góðir hlutir í litlum pakka!