Hávaði er hugtak þar sem átt er við óæskileg eða hávært hljóð sem hefur truflandi áhrif á fólk. Hávaði er mældur í desibelum (dB). Misjafnt er hvaða áhrif hávaði hefur á fólk þar sem styrkur, tímalengd og tíðni hljóðs getur verið ólíkur eftir aðstæðum. Langvarandi hávaði getur haft líkamleg og andleg áhrif og meðal annars valdið þreytu, streitu, minni einbeitningu o.fl. Mikilvægt er því að hávaði á vinnustöðum skuli vera viðunandi og ekki hærri en svo að fólk geti starfað við eðlileg skilyrði. Sé hávaði viðvarandi á vinnustöðum er mikilvægt að draga úr honum áður en hann fer yfir ákveðin mörk bæði til að verja heyrn og öryggi starfsmanna.
Afhverju eru hljóðmælingar mikilvægar
Daglega er hávaði alls staðar í umhverfi okkar og geta uppsprettur hans verið margvíslegar, bæði í vinnuumhverfinu, tómstundum og á heimilum. Hávaði getur leitt til varanlegs heyrnatjóns og valdið aðstæðum þar sem slys verða. Í aðstæðum þar sem margt fólk safnast saman getur hávaðinn verið verri ef rýmið er með lélega hljóðvist. Hávaði truflar alla starfsemi og hefur áhrif á einbeitningu starfsmanna og gerir vinnuaðstæður erfiðari
Í reglugerð Nr. 921/2006 um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum er að finna neðri og efri viðbragðsmörk og viðmiðunarmörk fyrir hávaða.
Neðri viðbragðsmörk eru 80 dB(A) – heyrnahlífar skulu vera til staðar ef hávaðinn nær þessu marki.
Efri viðbragðsmörk eru 85 dB(A) – Þegar þessum mörkum er náð er skylda að nota heyrnahlífar
Viðmiðunarmörk eru 87 dB(A) – Í engum tilvikum má hávaði sem starfsmenn búa við fara yfir þessi mörk að jafnaði á átta stunda vinnudegi
Titringsmælingar á gólfplötu við útvegg.Titringsmælingar við Landsspítala
Hvað er hægt að gera
Það sem öll þessi hávaða mörk eiga sameiginlegt er hversu mikilvægt er að vernda heyrn okkar. Með mælingu á hávaða er hægt að draga úr afleiðingum hans á heyrn fólks en til þess þarf að vera til staðar mælar sem gefa til kynna þegar sú þörf er til staðar. Til þess að koma í veg fyrir hávaða þarf að finna upptök hans og mæla hann. Hægt er að mæla hljóð á mismunandi vegu hvort sem það eru t.d. staðbundnar mælingar, tíðnigreiningar o.fl.
Ástæðan fyrir því að hljóð eru mæld á mismunandi vegu eru að það dugar ekki alltaf sama lausn við lágtíni- og hátíðnihávaða.
Vista Verkfræðistofa býður upp á ráðgjöf er varðar hávaða, sinnir almennri ráðgjöf, mælingum sem og endurbótum. Með ráðgjöf frá okkur getum við hjálpað við að finna lausnir til þess að draga úr hávaða eins og kostur er og stuðla að því að þær ráðstafanir sem gerðar eru til að draga úr hávaða komi að notum.
Fáðu ráðgjöf hjá okkur og við finnum lausn sem hentar þér vista@vista.is
Andrúmsloftið samanstendur af blöndu af gastegundum. Í þurru lofti við meðalhita er nitur 78% þess og súrefni 21%. Afgangurinn eða 1% samanstendur af nokkrum gastegundum í litlu magni sem þó eru mikilvægar jörðinni. Auk þess eru í andrúmsloftinu ógrynni ýmis konar agna bæði í vökva- og í föstu formi. Stærð agnanna sem eru í andrúmsloftinu er mjög breytileg. Yfirleitt eru agnir á bilinu 10-15 µm (µm = míkrómetrar, 1 µm = 0,001 mm) í þvermál taldar til fallryks enda falla agnir af þessari stærð og stærri til jarðar nálægt mengunaruppsprettum
Hvað er svifryk ?
Agnir undir 10 µm teljast til svifryks (PM: Particulate Matter) enda geta þær borist um lengri veg fyrir áhrif vinda. Stærri agnir falla til jarðar nálægt mengunaruppsprettum en þær minni geta borist lengra með lofti og inn á íverustaði fólks. Svifryki er skipt í gróft svifryk, sem er á bilinu 2,5 – 10 µm, og fínt svifryk sem er undir 2,5 µm. Stundum er einnig talað um mjög fínt svifryk sem er undir 1 µm. Fínar svifryksagnir eru flestar af mannavöldum eins og frá bruna eldsneytis, sót, steinryk, málmryk, súlfat, kalk, salt, slit á malbiki og fleira. Grófari svifrykagnir eru flestar frá náttúrunni eins og frjókorn, eldgosi, sjávarúða ,sandi og silt.
Umhverfisáhrif eins og veðurskilyrði geta skapað mismunandi aðstæður fyrir myndun svifryks, dreifingu þess og þar með þau áhrif sem svifryk getur haft á umhverfið. Þar má nefna:
Nagladekk valda sliti á malbiki og því mælist meira svifryk á veturna en á öðrum árstímum.
Stillt og þurrt loft á veturna getur valdið því að ekki verði mikil hreyfing á loftinu sem hefur í för með sér að mengun getur safnast upp.
Veruleg mengun getur fylgt mikilli umferð og þá helst við stórar umferðargötur og nálægð við iðnað.
Mikið rok veldur oft að jarðvegur fýkur sem orsakar svifryk.
Mikið blautviðri getur dregið úr svifryksmyndun þar sem ögnunum rignir niður.
Í reglugerð nr. 920/2016kemur fram að markmið hennar sé að halda loftmengun af völdum brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu utandyra í lámarki. Ákveðin viðmiðunarmörk hafa því verið sett fram til að fylgjast með styrk mengunarefna í andrúmsloftinu og eru þau misjöfn eftir tegundum. Efri mörkin eru 50 µg/m3 miðuð við meðaltalssólarhringsstyrk. Þessi mörk eru sett fram til þess að hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafna varðandi heilsuverndarmörk sem eiga að tryggja heilsu manna til lengri tíma.
Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu og líðan fólks?
Svifryk hefur verið tengt við margvíslega þætti er varða heilsu og líðan. Þrátt fyrir að svifryk innihaldi ekki alltaf eitruð efni, geta smáar agnir sem fólk andar að sér haft skaðleg áhrif á heilsu fólks. Svifryk hefur verið tengt við lungna-, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Því smærra sem svifrykið er því lengra komast agnirnar niður í lungun og geta valdið meiri heilsuskaða.
Sót er mjög fínt ryk sem inniheldur ýmiss eiturefni. Það getur myndast við slit á malbiki. Þá losa díselmótorar þ.m.t dieselbifreiðar umtalsverðu sóti út í andrúmsloftið. Þar bindast skaðleg efni eins og brennisteinsdíoxíð (SO2) og brennisteinssýra H2SO4 við sótagnirnar. Malbik inniheldur einnig svonefnd PAH-efni (Poly Aromatic Hydrocarbons) þ.e. fjölhringja arómatísk kolvetnissambönd sem eru mjög heilsuspillandi.
Þar sem minnstu rykagnirnar geta borist niður í öndunarfærin valda þau mestum heilsuskaða. Áhrifin fara svo eftir því hve lengi og oft einstaklingur andar að sér menguðum og skaðlegum efnum úr loftinu. Almennt finna viðkvæmir hópar mest fyrir áhrifum svifryksins eins og aldraðir, börn og fólk með undirliggjandi öndunarfæra- og/eða hjartasjúkdóma en þessir hópar geta orðið fyrir miklum óþægindum sem geta leitt af sér langtímaáhrif þegar svifryksmengun er í hámarki.
Hvernig er unnt að fylgjast með svifryksmengun innandyra?
Það eru til mælar sem henta heimilum og vinnustöðum til að fylgjast með lofgæðum, raka og hita. Þeir koma að góðu gagni við að meta hvort eiturefni sé komin yfir skaðlegt mörk í nærumhverfi okkar. Vista Verkfræðistofa bíður upp á úrval af mælum, meðal annars:
Awair Element – Innanhúss loftgæðamælir greinir svifryk og eiturefni í lofti innandyra. Þeir mæla fyrir rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt hita og rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu. Þeir ná að mæla agnir af stærð 2,5 míkrómetra eða minni (PM 2.5#5).
Awair Omni – Innanhúss loftgæðamælir er hannaður til að mæla og hafa eftirlit með loftgæðum hjá fyrirtækjum og stofnunum til að stuðla að heilbrigðum og öruggum loftgæðum á vinnustað. Þeir mæla rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt hita og rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu. Þeir ná að mæla agnir af stærð 2,5 míkrómetra eða minni (PM 2.5#5).
AQMesh – Harðgerður loftgæðamælir frá AQMesh til mælinga og eftirlits á loftgæðum utan- og innandyra. AQMesh getur mælt og haft eftirlit með allt að sex mismunandi gastegundum, svifryki/eindum, hljóði, vindhraða, vindátt og loftþrýstingi, hita -og rakastigi. Þeir ná að mæla agnir PM1#5 , PM 2.5#5, PM4#5 og PM10#5.
AQMesh
Hvað er hægt að gera til að draga úr svifryki
Stöðugar mælingar meðal annars hjá stórum umferðagötum gera okkur kleift að fylgjast með og gera ráðstafanir þegar mikið magn svifryks finnst í loftinu.
Draga má af því sem kom hér fram að ofan að með því að stuðla að minni notkun nagladekkja sé hægt að draga verulega úr svifryksmengun en aðrir áhættuþættir eru umferðaþungi og malbiksgerð. Hreinsun og rykbinding gatna dregur úr svifryki.
Á meðan svifryk finnst í lofti er því mikilvægt að ná að fylgjast með því innan-dyra og utan og hefur Vista upp á fjölmargar lausnir sem henta til mælinga á svifryki.
Fólk dvelur stærstan hluta dagsins innan dyra, á heimilum, skólum heilbrigðisstofnuna og öðrum einka eða opinberum byggingum. Lofgæði í þessum byggingum getur haft gífurleg áhrif á heilsu þeirra og vellíðan. Slæm loftgæði geta valdið alvarlegum heilsufarslegum vandamálum.
Hvað er VOC og af hverju þurfum við að vita hvað það er?
VOC (Volatile organic compound) sem á íslensku eru kölluð „rokgjörn lífræn efnasasambönd „ er samheiti fyrir þúsundir lífrænna efnasamabanda sem innihalda kolefni og eru lofttegundir sem er að finna við herbergishita. Þessi rokgjörnu efni gufa auðveldlega upp og samlagast andrúmsloftinu innandyra.
Þessi lífræna efnablanda getur bæði komið frá húsgögnum, tækjum, búnaði og einnig frá hreinsiefnum, ilmefnun, málningu, lakki og bóni. Styrkur sumra þessarra efna getur hækkað í innilofti sem hefur of hátt rakastig og þ.a.l. haft áhrif á heilsu fólks sem þar dvelur.
Þau VOC efni sem okkur stendur hætta af í háum styrk í andrúmsloftinu og geta ertu augu og háls, valdið höfuðverk,asmaeinkennum, ógleði og jafnvel verið krabbameinsvaldandi eru aseton, arsenik, bensen, ethylen glycol, formaldehýð og vetnissúlfíð.
Hafa þarf þó í huga að VOC er að finna allstaðar í andrúmsloftinu og eru sum VOC náttúrulega framleitt af dýrum, plöntum og örverum og er það þá kallað (BVOC).
Plöntur framleiða um 90% allra VOC í andrúmsloftinu og gegna þar mikilvægu hlutverki í efnaferlum sem eiga sér stað í andrúmsloftinu. Um 10% af VOC í umhverfinu eru manngerð og koma meðal annars frá jarðeldsneyti, málningaþynniefni og þurrhreynsiefnum.
Awair Omni sem hefur notið mikill vinsælda á Íslandi.
Hvernig er unnt að fylgjast með mengun af VOC efnum?
Til eru mælar sem auðvelda heimilium og vinnustöðum að halda utan um loft, raka og hita mælingar sem geta komið að góðu gagni þegar kemur að því að finna út hvort VOC sé komin yfir skaðlegt mörk í okkar nærumhverfi.
Þeir mælar sem Vista verkfræðistofa bíður upp á eru meðal annars:
Þráðlaus hita-, raka- og loftgæða síriti – hannaður til að fylgjast með loftgæðum innandyra
Þráðlausir hita-, raka- og loftþrýsting síritar – notaðir við mælingar innanhúss
Þráðlausir hita- og raka síritar – notaðir til að mæla bæði hitastig og rakastig á stöðum sem krefjast stöðugs eftirlits
Þráðlaus koldíoxíð (CO2) síriti – mælir gasstyrki ásamt hita, raka og loftþrýsting.
Einnig eru til aðrar útfærslur á mælunum þar sem þeir eru útbúnir mæli pinnum sem ná á staði sem sjálfur síritinn kemst ekki.
Hvernig er unnt að vita af hættunni af VOC efnunum og koma í veg fyrir hana
Mikilvægt er því að hafa í huga hve skaðleg VOC getur verið og hafa skal í huga að fjarlægja vörur með VOC af heimilinu, geyma vörurnar ekki á svæðum kringum fólk heldur í geymsluskúrum eða bílskúrum. Þá er mikilvægt að auka loftræstingu innandyra þar sem að VOC efni losna við hærra hitastig og geta valdið ertingu í stöðnuðu lofti.
Engin viðurkennd mengunarmörk eru fyrir VOC eða heildarmörk rokgjarnra lífrænna efnasamband en almennt er talið að ef styrkurinn í andrúmsloftinu er undir 90ppb (parts per billion) teljist hann lágur, 90 -150 ppb ásættanlegrur, 150 -310 ppb á mörkum þess að vera slæmur og hár ef hann fer yfir um 310 ppb.