Nýtt orkueftirlitskerfi í Fossvogsskóla
Nýlega var sett orkueftirlitskerfi í Fossvogsskóla sem gefur gott yfirlit um ástand allra kerfa og orkunotkun og einfaldar eftirlit starfsmanna. Nýtnitölur helstu kerfa eru mældar á 10min fresti og sendar sjálfvirkt inn á VDV orkueftirlitskerfi Vista þar sem aðgangur er að mælingum gegnum vefsíðu. Tilgangurinn er að einfalda umsjónarmönnum að reka orkukerfi skólans með hagkvæmum hætti.