Viðskiptamogginn: Íslenskt hug­vit í HM-grasi

Viðskiptamogginn fjallaði á dögunum tvö áhugaverð verkefni á vegum Vista.

Annars vegar er um að ræða verkefni í Doha, Katar þar sem VDV hugbúnaður Vista er notaður við tilraunir á grasi og mismunandi gerðum af vökvunarkerfum fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem verður haldið þar árið 2022.

Hinsvegar er fjallað um nýlegar uppsetningar á VDV í tveim stærstu stíflum Víetnam. Umfjöllunina má lesa hér.

Son La er stærsta stífla Víetnam. Hún skilar 2.400 MW en til samanburðar skilar Kárahnjúkavirkjun um 690 MW.

 

Heitavatnseftirlit fyrir Húsfélag Alþýðu

Verkfræðistofan Vista setti nýverið upp orkueftilitskerfi í byggingum á vegum Húsfélags Alþýðu.

Settir voru saman 6 kassar með þar til gerðum mælibúnaði og þeim komið fyrir hverjum mismunandi byggingum á vegum félagsins. Kassarnir voru svo tengdir við nema sem fylgjast með bæði bakrásarhitastigi og rennsli.

 

 

Mæligögninin er nú send í VDV mælikerfi Vista. Í kerfinu má fylgjast með notkun og breytingum í rauntíma og greina notkunarsögu ýtarlega. Kerfið nýtist því bæði til að koma hratt auga á bilanir auk þess sem hægt er að finna tækifæri til að stilla kerfið betur, minnka vatnsnotkun og auka sparnað.