Vista annast veðurmælingar hjá Macy’s í 11. sinn

Macy’s stórverslunin stendur árlega fyrir veglegri göngu í New York borg á Þakkargjörðarhátíð þar sem mikið fjölmenni gengur um götur borgarinnar undir hljóðfæraslætti og ber með sér fagurskreytta belgi og enn meira fjölmenni fylgist með.  Gangan byrjar við 77. stræti og endar við 34. stræti.

Verkfræðistofan Vista hefur allt frá árinu 2006 annast umsjón með birtingu veðurmælinga frá fjölda veðurstöðva meðfram gönguleiðinni og rekur veðurvefþjónustu sem er notuð af umsjónarmönnum göngunnar.