Veðurstöðvar í Finnafirði

Frá því að Verkfræðistofan Vista var stofnuð árið 1984 hefur sérþekking hennar í sjálfvirkum mælistöðvum þróast samhliða örtvaxandi tækniframförum. Verkefni sem tengjast þessari tækni eru mörg og margvísleg en veðurathugunarstöðvar hafa ávalt verið hlutur af þessum hópi. Verkfræðistofan Vista hefur hannað og þróað sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar fyrir íslenskar aðstæður sem bæði eru áreiðanlegar og endingargóðar. Vista fékk nýverið það verkefni að setja upp og hafa eftirlit af tveimur slíkum stöðvum á Norðausturlandi en um er að ræða 10m há möstur sem mæla vindátt og hraða ásamt ýmis hitastig umhverfisins. Áhersla er lögð á að orkunotkun kerfisins sé mjög lág en notast er við sólarsellu sem er aflgjafa sem tilvalið er á afskektum svæðum.

finn-1

finn-2

finn-3